Vikan


Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 30

Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 30
ALLIR SEM VIÐ ÞEKKJUM GETA FRAMIÐ MORÐ Peter Ustinov, Albert Finney og Davið Suchet í hlutverki Poirot. og þær hafa verið þýddar á yfir hundrað erlend tungumál. Auk þess skrifaði hún fjölda smá- sagna, barnabækur og átján leikrit, þar með Músagildruna sem ennþá gengur fyrir fullu húsi í London eftir þrjátíu og átta ár og hefur slegið öll met í sögu leikhússins. Þótt Agatha Christie hafi aðallega haldið sig við morð, sjálfsmorð, sekt og afbrýðisemi var eini tilgangur hennar að hafa ofan af fyrir fólki, veita milljónum manna hvíld frá striti og áhyggjum. Hin látna María drottning fann kuld- ann læðast niður þráðbeina mænu sína; Charles de Gaulle og Harold Wilson stungu skáldsögu eftir Agöthu Christie niður ( skjala- töskur sínar og þrjár kynslóðir háskólakennara og prófessora hafa látið í Ijós aðdáun sína á bókum hennar. Og stöðugt fékk þessi drottn- ing sakamálanna ógrynni bréfa frá lesendum sem létu í Ijós aðdáun sína og óskuðu jafnvel eftir ráðleggingum um hitt og þetta, til dæmis hvernig þeir ættu að losna við erfið skyld- menni. Sumir þóttust vissir um að annaðhvort eiginmaður eða tengdamóðir væru í morðhug- leiðingum; hvað ætti að gera til að verja sig? BLÓM VIRTUST HÆFA HENNI BETUR EN MORÐ Agatha Christie var hávaxin, vingjarnleg og at- orkusöm kona, með slétta, Ijósa húð, skarpleg, grá augu og var stundum dálítið utan við sig. Það virtist hæfa henni betur að hagræða blóm- um en að skipuleggja morð í óteljandi myndum. í raun og veru var hún mikið fyrir garðyrkju og einu sinni fékk hún tuttugu og tvenn fyrstu verðlaun á blómasýningu í Devon. Agatha Christie hvorki reykti né drakk en hún var þekkt fyrir að veðja á hesta. Hún hélt fast við venjulegar heimilisvenjur, nagaði epli við vinnuna og átti það til að segja glaðlega: Allir sem við þekkjum geta framið morð ... Þótt fórnarlömb hennar deyi stundum í Aust- urlandahraðlestinni eða suður á Níl er það þó öllu oftar að þau syngja sitt síðasta vers í nota- legri dagstofu sem gæti verið í húsi nágrann- ans. Og þótt einu sinni hafi verið komið að konu fornleifafræðings með vafasamt voþn í höndunum var Agatha Christie ekki hrifin af blóðsúthellingum. Aðrir glæpasagnahöfundar vaða ( blóðugum slagsmálum, hættulegum flóttatilraunum og afbrigðilegum ástríðum. Agatha Christie hélt sig við það sem hún kall- aði fjölskyldumorð og var ánægð ef hún fékk að glíma við eiturmorðsráðgátu. VINSÆLDIR HENNAR HALDAST STÖÐUGT Andrúmsloftið í bókum hennar er notalegt en samt er atburöarásin svo spennandi að það hvílir þreyttan huga. Gagnrýnandi sagði einu sinni: „Öllum hinum mörgu milljónum lesenda Agöthu Christie er Ijóst að það leyndardóms- fulla er ofar öllu hjá henni. Gegnum árin hefur aðdáendum hennar fjölgað þegar aðrir glæga- sagnahöfundar og bækur þeirra hafa gleymst og horfið af sjónarsviðinu. Þær urðu nokkrar sakamálasögurnar þar sem ungfrú Marple leysti gáturnar. Agatha Christie var ekkert fyrir að auglýsa sig og verk sín eða safna aödáendum. Hún var því mótfallin að láta birta af sér myndir og það er leyndarmál út af fyrir sig hvernig hún skaut sér undan blaöamönnum og Ijósmyndurum, enda hafa mjög fáar greinar og viðtöl við hana verið birt. Hún hafnaði öllum beiðnum um að koma fram í sjónvarpi og hélt aldrei ræðu opinber- lega. Og þótt hún ætti mikinn fjölda vina var hún svo lítt kunn meðal almennings að dyra- vörður ætlaði að meina henni inngöngu í veislu sem haldin var í tilefni af því að búið var að leika Músagildruna 2239 sinnum. FAÐIRINN SKEMMTILEGUR KANI SEM ALDREI GERÐI NEITT Agatha Mary Clarissa Miller fæddist ( Devon- shire árið 1890. Fjölskyldan var stór, vel stæð miðstéttarfjölskylda. Faðir hennar var „mjög skemmtilegur Ameríkani sem aldrei gerði neitt“ en hann lést þegar Agatha var tíu ára. Móðirin var ensk, mjög sérvitur en ákaflega aðlaðandi. Frú Miller fylgdi alltaf tískunni og því sem efst var á baugi. „[ þá daga,“ sagði Agatha, „fóru stúlkur sjaldan í skóla. Venju- lega höfðu þær barnfóstru og síðar kennslu- konu sem búsett var á heimilinu. Til að mennta þær betur voru þær settar í einkatíma; í hljóð- færaslætti, dansi og eldamennsku." Þegar eldri systir Agöthu var komin á skóla- aldur hneykslaði móðir þeirra nágrannana með því að senda hana í framhaldsskóla, Misses Lawrences í Brighton (sá skóli heitir nú Roedean College). „En þegar ég komst á skólaaldur var móðir mín komin á þá skoðun að menntun væri hreint morð fyrir augu og heila barnsins svo mér var haldið heima,“ sagði Agatha Christie. ENGINN LEIKFÉLAGI í ÆSKU Móðirin kenndi sjálf hinni ungu Agöthu. Bræð- ur hennar og systur voru miklu eldri en hún og það voru engin börn í nágrenninu svo hún hafði enga leikfélaga og þess vegna eyddi hún dögunum í að lesa ævintýri og leynilögreglu- sögur. „En þá,“ sagði Agatha, „var ekki mikið um leynilögreglusögur. Það var aðallega Sherlock Holmes sem ég hafði mætur á.“ Hún hafði líka mikið yndi af Dickens og Jane Austen. Best af öllu var að nægur tími var til hugleið- inga. Eitt af því sem Agafha harmaði mest, þegar hún var komin á efri ár, var að henni fannst ungt fólk gefa sér of lítinn tíma til að sinna hugðarefnum sínum - hugsa - lifa sig inn í hugarheima. Ungdómurinn væri lokaður inni í skólastofum og héldi sig aldrei komast áfram í lífinu nema ná svo og svo mörgum skólagráðum. Fyrir og um tvítugt ættu ungling- arnir að skemmta sér og njóta lífsins - í stað- inn fyrir að fá taugaáföll og éta róandi lyf. Hún minntist þess að ungar konur á æskuár- um hennar voru greindar og skemmtilegar ( viðræðum. „Öll þessi menntun gerir fólk ein- hæft - það er sjaldgæft nú orðið aö hitta fólk sem er skemmtilegt í samræðum - og þá eru það oftast karlmenn," sagði Agatha. ALLAR SÖGUPERSÓNURNAR LÉTU LÍFIÐ Tvö atvik frá æskuárunum voru Agöthu minn- isstæð. Dag nokkurn lá hún í rúminu, þjökuð af leiðindum og kvefi, og móðir hennar stakk upp á því að hún skrifaði skáldsögu. „Ég gerði það,“ sagði hún, „og skemmti mér konung- lega. Þetta var um skuggalega atburði, mig minnir helst að það hafi verið um sifjaspell. í mörg ár eftir það skemmti ég mér við að skrifa sögur- þar sem allar sögupersónur létu l(fið.“ Þegar Agatha Miller var sextán ára var hún send til Frakklands. Þar var hún í tvö ár að læra píanóleik og söng. Hún lærði vel á hljóð- færi „en ekki nógu vel“, fannst henni sjálfri. Hún lærði líka að syngja en hafði ekki nógu þróttmikla rödd fyrir óperusöng og hún var of feimin til að koma fram opinberlega. Agatha Miller var svo feimin að einu sinni á dansleik fór ungur maður með hana til móður hennar og 30 VIKAN 19. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.