Vikan - 20.09.1990, Side 31
Báðar myndirnar á þessari siðu sýna uppánalds aðstæður Agothu Christie er hún lét Poirot benda á mcrðingjann. Hér er Peter Ustinov í aðalhlutverki
myndarinnar „Evil Under the Sun“.
sagöi: „Dóttir yðar hetur lært að dansa ágæt-
lega en hún hefur ekki ennþá lært að tala...“
SKRIFTIR GÓDAR
GEGN ÖRYGGISLEYSI
„Að skrifa," sagði Agatha Christie, „er gott fyrir
fólk eins og mig, fólk sem þjáist af öryggisleysi
og á erfitt með að tjá hug sinn í samræð-
um...“
I byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar kynntist
hún og giftist Archibald Christie majór, mynd-
arlegum foringja í konunglega flughernum.
Sjálf gekk hún í Rauða krossinn og vann við
úthlutun matvæla.
Kvöld nokkurt tveim árum síðar kom eldri
systir Agöthu með sögulega athugasemd: „Ég
þori að veðja að þú getur aldrei skrifað sóma-
samlega leynilögreglusögu."
„Þetta var ómótstæðileg áskorun," sagði
Agatha Christie brosandi, „fyrir rithöfund sem
hafði kynnt sér eiturlyfjategundir, hafði ofurást
á Sherlock Holmes og þótti ekkert eins
skemmtilegt og að myrða allar sögupersónur
sínar i lokin ...“
Um þetta leyti bjó hópur af belgískum flótta-
mönnum í nágrenninu. Vegna ástar sinnar á
öllu framandi („Ég veit ekki hvort ég sá nokk-
um þeirra") kaus Agatha Christie einn þeirra
sem fyrirmynd að frægustu sögupersónu sinni,
einkaspæjaranum Hercule Poirot; sérkenni-
legri lágvaxinni persónu með egglaga höfuð,
gríðarmikið yfirskegg, í skínandi blankskóm
og með áráttu fyrir snyrtimennsku. Njósna-
tækni hans byggðist á staðföstu trausti sem
hann bar til „litlu gráu heilafrumanna".
ERFITT AÐ FINNA ÚTGEFANDA
AÐ FYRSTU BÓKINNI
Hver varð svo árangurinn? „The Mysterious
Affairs of Styles" sem hér um bil allir útgefend-
ur í Englandi neituðu að taka til birtingar. Að
lokum var þó bókin gefin út, árið 1920. Hún
seldist í tvö þúsund eintökum og höfundurinn
fékk sem svarar fjögur þúsund og fimm hundr-
uð krónum í laun. „Ég var himinlifandi,“ sagði
Agatha Christie, „en ef mér hefði dottið í hug
að Poirot ætti eftir að búa með mér í fimmtíu ár
hefði ég reynt að hafa hann svolítið yngri.
Hann er orðinn nokkuð fornlegur."
Agatha Christie var undrandi yfir þeim vin-
sældum sem hann hlaut. „Hann ertæplega sú
tegund leynilögreglumanna sem fólk fær nú til
dags til að gera óvinum sínum lífið leitt."
Hún var sjálf miklu ánægöari með kven-
spæjara sinn, ungfrú Marple, sem er „úfin,
rjóð, sakleysisleg, stór og ellileg".
ÁNÆGÐARI MEÐ UNGFRÚ
MARPLE EN POIROT
„Hún er miklu skemmtilegri og það er fullt af
ömmum og gömlum frænkum sem eru í eðli
sínu mjög góðir njósnarar þegartil þess kemur
að veita mannlegri náttúru athygli.
Agatha Christie hélt áfram að sjóða saman
leynilögreglusögur og áriö 1925 sendi hún frá
sér fjórar spennandi skáldsögur. Eitt af því
sem vakti henni mesta furðu seinna var hve
þjónustufólkið var fjölmennt á heimilum í fyrstu
bókunum hennar. Fingraför finnast á fagur-
gljáðum silfurmunum, fótspor finnast auðveld-
lega á vel slegnum grasbölum og miðstéttar-
fólkið virðist aldrei þurfa að vinna fyrir sér.
„Þetta kemur manni til að sakna fortíðarinnar."
SLÓ ENDANLEGA í GEGN
ÁRIÐ 1926
Það var um 1926 að Agatha Christie sendi
frá sér „The End to the Murder and Roger
Ackroyd" sem er líklega sú af skáldsögum
hennar sem hún hefur orðið einna frægust
fyrir. Með þeirri nýju hugmynd að láta aðal-
persónuna og um leið þá geðugustu vera
Albert Finney i hlutverki Poirot í kvikmyndinni Morðiö i Austurlandahraðlestinni. Og eins og í öðrum
myndum gerðum eftir sögum Agöthu Christie eru aðeins úrvalsleikarar í hlutverkum.
19. TBL 1990 VIKAN 31