Vikan - 20.09.1990, Síða 36
■SLYS
Haydock skipstjóri, sem var farinn að berja
úr pípunni sinni, hætti við það og leit upp.
- Jæja, sagði hann, - er það þar sem skór-
inn kreppir? Heldur þú þá að hún hafi ekki ver-
ið saklaus?
- Það hef ég ekki sagt. Ég veit það einfald-
lega ekki! Anthony notaði arsenik og einn dag-
inn fékk hann of stóran skammt, af vangá. Var
það honum eða konu hans að kenna. Enginn
vissi það og kviðdómurinn ákvað að sýkna
hana í stað þess að sakfella. Það var svo sem
allt í lagi með það. En hvað sem öðru líður vildi
ég gjarnan vita vissu mína.
Haydock skipstjóri beindi aftur athygli sinni
að pípunni.
- En þetta kemur okkur ekkert við.
- Hlustaðu nú á mig, sagði Evans. - Þú
manst þegar þessi Merrowdene var að sýna
okkur rannsóknastofuna sína í gærkvöldi, þá
talaði hann um Marsh-prófin, arsenikprófin.
- Já, hann nefndi einhver Marsh-arsenik-
próf. Svo hló hann og sagði að það ættir þú að
þekkja, það hefði verið þín grein. Það hefði
hann aldrei sagt ef hann hefði haldið ...
- Þú átt við að hann hefði ekki nefnt það ef
hann hefði vitað hvað skeði. Hve lengi hafa
þau nú aftur verið gift? Sagðirðu ekki sex ár?
Ég þori að veðja að hann hefur ekki hugmynd
um að konan hans hafi einu sinni borið nafnið
Anthony.
- Og ekki ætla ég að verða til þess að segja
honum það, tautaöi Haydock.
Evans hélt áfram, án þess að skipta sér af
athugasemd hans:
- f mínu starfi höfum við okkar eigin mæli-
kvarða, prófun á morðmálum. Við leggjum
saman staðreyndir, vegum og metum það sem
eftir verður þegar frá er dregiö álit hlutdrægra
vitna og almennt athugunarleysi. En við höfum
aðrar sannanir gegn morðingjum, nokkuð
ábyggilegar en hættulegar samt. Það er að
morðingi lætur sér sjaldan nægja eitt morð. En
gefum honum góðan tíma, látum aldrei skína í
nokkurn grun um að búist sé við að hann
endurtaki glæpinn. Þá ... já, þá getur maður
búist við að hann reyni á nýjan leik. Setjum svo
að maður sé tekinn fastur. Hefur hann myrt
konuna sína eða er hann saklaus? Sannanir
eru óljósar en sé farið að rannsaka fortíð hans
og í Ijós kemur að hann hefur átt fleiri en eina
konu, sem hann hefur losað sig við, þá er ekki
að sökum að spyrja. Ég tala ekki um lagaleg
sjónarmið nú heldur siðferðileg. Og þegar
maður veit þetta er hægt að ná í sannanir.
- Ég skil vel hvað þú átt við en ...
- Bíddu þangað til ég kem að veigamestu
atriðunum. Það er ágætt ef einhver fortíð er
sem hægt er að gramsa í. En segjum nú svo
að morðingi sé gripinn við fyrsta brot hans eöa
hennar. Þá er ekki hægt að nota þá aðferð
sem ég var að tala um. En ef sakborningur
sem er sýknaður tekur sér nýtt nafn og byrjar
nýtt líf á öðrum stað. Endurtekur hann þá brot
sitt eða ekki?
- Þetta er hræðileg hugmynd.
- Viltu ennþá halda því fram að þetta komi
okkur ekki við?
- Já, það geri ég. Það er engin ástæða fyrir
þig til að gruna frú Merrowdene, sagði skiþ-
stjórinn ákveðinn.
Lögregluforinginn þagði um hríð, svo sagði
hann hægt: - Ég sagði að ef farið væri að
skyggnast í fortíð hennar án þess að komast
að nokkru grunsamlegu. En sú er alls ekki
raunin. Þegar hún var átján ára var hún ást-
fangin af ungum manni en stjúpfaðir hennar
notaði vald sitt til að stía þeim sundur. Hún og
stjúpfaðir hennar gengu eitt kvöldið eftir hættu-
legri klettabrún. Þá varð slys. Stjúpinn gekk of
langt fram á brúnina og hún brast undan fótum
hans. Hann féll fram af brúninni og var látinn
þegar komið var að honum.
- Þú heldur þó ekki...
- Það var slys. Slys. Anthony fékk of stóran
skammt af arseniki. Það var líka slys. Henni
hefði aldrei verið stefnt fyrir rétt ef ekki hefði
komið upp sá orðrómur að annar maður væri
með í leiknum. Hann hvarf reyndar af sjónar-
sviðinu. Það var eins og hann hefði ekki verið
ánægður með þessi málalok þótt kviðdómur-
inn væri það. Ég skal segja þér eitt, Haydock.
Hvað þessari konu viðvíkur er ég hræddur um
nýtt - slys.
- En það eru níu ár síðan þetta gerðist,
maldaði Haydock í móinn. - Hvers vegna þarf
endilega að verða nýtt „slys“ nú?
- Það þarf ekki endilega að verða núna,
svaraði Evans. - En með tíð og tíma, þegar
tækifæri býðst.
Haydock yppti öxlum.
- Jæja, og hvernig á að koma í veg fyrir
það?
- Ég veit það ekki, sagði Evans þungbúinn.
- Ef ég vissi það liði mér töluvert betur.
- Væri ég í þínum sporum skyldi ég ekki
leggja heilann í bleyti, sagði Haydock. - Það
kann aldrei góðri lukku að stýra.
En góðar ráðleggingar vinarins voru gamla
lögregluforingjanum ekki að skapi. Á leiðinni til
bæjarins velti hann fyrir sér hvernig best væri
að haga þessu máli.
Hann var á leið inn í pósthúsið til að kaupa
frímerki þegar hann rakst einmitt á manninn
sem samtal þeirra vinanna hafði snúist um,
manninn sem hann hafði svo miklar áhyggjur
af, Merrowdene, fyrrverandi prófessor i efna-
fræði. Þetta var vingjarnlegur maður, glæsileg-
ur eftir aldri en oftast svolítið viðutan. En hann
þekkti strax lögregluforingjann, heilsaði honum
elskulega og beygði sig um leið, til að taka upp
bréf sem hann hafði misst á götuna. Evans var
fljótari til, bað hann afsökunar á árekstrinum
og rétti honum bréfið. Honum varð litið á um-
slagið. Þar stóð nafnið á þekktu tryggingafyrir-
tæki og þetta var ábyrgðarbréf.
Vekjaraklukkan í lögregluheila Evans tók
nú að hringja. Hann tók snögga ákvörðun.
George Merrowdene áttaði sig ekki á því
hvernig það atvikaðist að hann var farinn að
rölta eftir götunni við hlið Evans lögreglufor-
ingja og því síður gat hann skýrt hvers vegna
samtal þeirra snerist um líftryggingar.
Evans átti ekkert erfitt með að komast að
efninu. Merrowdene dró heldur ekki dul á að
hann hefði nýverið keypt líftryggingu, til örygg-
is fyrir konu sína. Hann vildi líka heyra álit
Evans á líftryggingum yfirleitt og hvert álit
hann hefði á þessu ákveðna tryggingafélagi.
- Ég hef undanfarið hætt mér út í vafasöm
viðskipti svo tekjur mínar hafa rýrnað, sagði
hann. - Ef eitthvað kæmi fyrir mig væri konan
mín frekar illa stödd en þessi trygging veitir
henni nokkurt öryggi.
- Og hún er ekkert mótfallin þeirri ráðstöf-
un? sagði Evans í léttum tón. - Þér vitið, sum-
ar konur eru svo óraunsæjar þegar talað er um
tryggingamál. Líka hjátrúarfullar, halda að það
boði eitthvað slæmt...
- Nei, nei, Margaret er mjög raunsæ kona,
svaraði Merrowdene brosandi. - Hún er alls
ekki hjátrúarfull. Ég held jafnvel að hún hafi
stungið upp á þessu sjálf. Henni fannst leiðin-
legt hve áhyggjufullur ég var.
Evans hafði sannarlega fengið þá vitneskju
sem hann vildi. Hann var áhyggjufullur á svip
þegar Merrowdene skildi við hann. Anthony
sálugi hafði einmitt líftryggt sig nokkrum vikum
fyrir andlátið ...
Evans var ekki í nokkrum vafa lengur.
Spurningin var aðeins hvað hann ætti að taka
til bragðs. Hann vildi ekki standa glæpamann
að verki, hann vildi koma í veg fyrir glæpinn og
það var miklu erfiðara hlutverk. Hann gruflaði
út í þetta allan daginn.
Síðdegis þennan dag hafði Rauðakross-
deildin í bænum basar í trjágarði sem heyrði
undir herrasetur í nágrenninu. Evans fór
þangað, keypti númer á tombólunni, gat upp á
þyngd á grís og skaut í mark en hugur hans
var víðs fjarri og hann var mjög hugsandi.
Þá kom hann auga á vin sinn Haydock, svo-
lítið álengdar. Hann var að tala við einhverja
konu sem yfirgaf hann og kom í áttina til
Evans. Þetta var frú Merrowdene. Hann tók
skyndilega þá ákvörðun að ávarpa frúna og
þess vegna gekk hann í veg fyrir hana.
Frú Merrowdene var glæsileg kona. Hún
hafði hátt og hvelft enni, mjög falleg, brún augu
og var blíðleg á svipinn. Hún leit út eins og
ítölsk madonnumynd og hún undirstrikaði það
með því að skipta hárinu í miðju og greiða það
í mjúka lokka við eyrun. Hún talaði lágt og rödd
hennar var þægileg. Hún heilsaði Evans með
hýrlegu brosi.
- Mér sýndist að þetta væruð þér, frú
Anthony - ég á við frú Merrowdene, sagði
hann rólega. Mismælin voru með vilja gerð og
hann virti hana fyrir sér í laumi. Hann sá að
hún leit snögglega upp og hann heyrði líka að
hún greip andann á lofti en það var ekkert að
sjá í rólegum augunum.
- Ég er að leita að manninum mínum, sagði
hún rólega. - Hafið þér séð hann?
- Hann var á leið í hina áttina þegar ég sá
hann.
Þau gengu í þá átt og hún rabbaði rólega við
hann á meðan. En sú kona! hugsaði hann með
aðdáun. Þvílik rósemi! Ótrúlegur virðuleiki! Já,
hún var merkileg kona og mjög hættuleg. Það
var hann viss um, mjög hættuleg kona.
En hann var ánægður með þetta fyrsta skref
sitt til framkvæmda. Hann hafði látið hana
skilja aö hann vissi hver hún var. Þá myndi hún
gæta sín, ekki þora að gera neitt að óyfirveg-
uðu ráði. En það þyrfti á einhvern hátt að vara
Merrowdene við ...
Þau rákust á mann hennar þar sem hann
stóð og virti fyrir sér kínverska brúðu sem
hann hafði unnið á tombólunni. Konan hans
stakk upp á því að þau færu heim og hann
kinkaði ákaft kolli.
Svo sneri frú Merrowdene sér að lögreglu-
foringjanum.
- Viljið þér ekki koma með okkur heim og fá
tesopa í ró og næði?
Var ekki rödd hennar eilítið storkandi? Hon-
um fannst það.
- Þakka yður fyrir, það væri mér mikil
ánægja.
36 VIKAN 19. TBL 1990