Vikan - 20.09.1990, Page 40
DEAN STOCKWELL
TÍMAFLAKKARINN
ÚRRÆÐAGÓÐI
Um leikarann Scott Bakula sem leikur aðalhlut-
verkið í þóttunum Ferðast um tímann á Stöð 2
Leslie Sachs í gestahlutverki í
Ferðast um tímann. Hún leikur
skólastúlku sem verður skotin í
enskukennaranum sínum. Á
efri myndinni sést Scott Bakula
með mótleikara sínum, Dean
Stockwell.
Scott Bakula heitir hann,
35 ára gamall og var í
lögfræðinámi þegar hon-
um fór að leiðast þófið, hætti
og gerðist farandleikari með
flokki sem sýndi söngleikínn
Godsþell. Sýningin gekk ekki
en Scott var ákveðinn í að
halda áfram að leika og flutti
frá St. Louis til New York árið
1976. Þar fékk hann hlutverk
hjá öðru ferðaleikhúsi sem
sýndi verkið Shenandoah.
Önnur hlutverk með ferða-
leikhúsum fylgdu í kjölfarið
svo að hann vandist fljótlega
flakkinu. Svo var það fyrir tíu
árum þegar hann var að ferð-
ast um Cincinatti og lék í
leikritinu Kona bakarans að
hann kynntist tilvonandi eigin-
konu sinni, Kristu. Hún lék á
móti honum. Er nú ekki að orð-
lengja það að sex árum síðar
gengu þau að eiga hvort
annað. Þau hjónin, nýgift og
hamingjusöm, afréðu að flytja
til Los Angeles til aö næla sér
[ frægð og frama. Nú á hann
sex ára dóttur og tvö hús; ann-
að í Silver Lake í Kaliforníu en
hitt er bóndabýli norðarlega [
fylkinu New York.
Hann var ekki mjög hepþinn
með tvær fyrstu sjónvarpsser-
íurnar sem hann fékk hlutverk
í, Gung Ho og Eisenhower &
Lutz, svo að fjölskyldan fór
aftur til New York þar sem
Scott fékk hlutverk í Brodway-
sýningunni Romance/Rom-
ance. Þar stóð hann sig svo
vel að hann var útnefndur til
virðulegra verðlauna sem
hann fékk að vísu ekki. Hann
fékk frábæra dóma fyrir leik
sinn en hann lét þá ekki hafa
nein áhrif á sig. Las þá ekki
einu sinni.
„Ef maður trúir þeim,“ segir
hann, „lendir maður í vand-
ræðum. Góðum eöa slæmum.
Konan mín segir að ég eigi að
lesa leikdóma og læra að taka
hæfilegt mark á þeim. En ég
held aö það sé ekki hægt að
lesa leikdóma um sjálfan sig
öðruvísi en að láta þá hafa
einhver áhrif á sig.“
Þegar byrjað var að sjón-
varpa Ferðast um tímann stóð
ekki á leikdómunum. Þessir
óvenjulegu þættir fengu frá-
bæra dóma bæði meðal leik-
dómara og almennings. Þeir
hafa náð þvílíkum vinsældum
að ákveðið hefur verið að
fjölga þeim og Scott getur haft
það náðugt. Dean Stockwell,
mótleikari Scotts, segist alveg
klár á því að þessi 35 ára
flakkari hafi eitthvað við sig
sem áhorfendur kunna að
meta.
„Annaðhvort hefur maður
hæfileikana sem þarf í þetta
eða ekki. Hann hefur þá og
sömuleiðis kraftinn til að
standa undir þeirn."
í rauninni finnst Scott öll
þessi velgengni svolítið trufl-
andi þar sem hann getur ekki
eytt eins miklum tíma með fjöl-
skyldu sinni og hann langar til.
„Það erfiðasta við þetta,“ segir
hann, „er að Krista og dóttir
m(n, Chelsy, fara sínar eigin
leiðir og ég verð að reyna að
fylgja þeim eftir. Ef Chelsy hef-
ur ákveðinn háttatíma og ég
kem allt í einu heim vill hún
endilega fara á fætur og það
raskar öllu kerfinu. Síöasta vor
kom ég oft seint heim og
svefnleysið var virkilega farið
að sjást á barninu. Konan mín
er fljót að sjá út svona hluti svo
að hún skipaði mér eiginlega
að taka nmér frí frá störfum til
að ræða málin."
Eftir að málin höfðu verið
rædd f sumar og allt var aftur
orðið klappað og klárt var svo
tekið til við að mynda nýja
þætti af Ferðast um tímann -
þar sem frá var horfið. □
Stjarna sem
leiðist að
leika í kvik-
myndum
Dean Stockwell er orð-
inn gamall í hettunni
enda fæddur inn f
skemmtiaðal Hollywoodborg-
ar. Faðir hans vann sér það þó
helst til frægðar að vera rödd
prinsins í teiknimynd Walts
Disney um Mjallhvíti og
dvergana sjö. Hins vegar var
hann óþreytandi að koma syn-
inum á framfæri í kvikmyndum
enda hafði Dean leikið f 22
myndum hjá MGM þegar hann
var aðeins 15 ára.
Hann var búinn að fá varan-
lega andstyggð á MGM 16 ára
gamall og fór í langskólanám,
hætti fljótlega á menntabraut-
inni og fór að flækjast um
Bandaríkin. Eftir fimm ára
flakk, sem ekki var alltaf dans
á rósum, hafði hann komist að
raun um að margt er erfiðara
en að leika í kvikmyndum.
Hann fór því aftur að leika og
fékk m.a. verðlaun í Cannes
fyrir leik sinn f „Long Days Jo-
urney Into Night.“ Þá kvæntist
hann leikkonunni Milly Perkins
(sem meðal annars lék aðal-
hlutverkið í kvikmynd um dag-
bók Önnu Frank) og bjó með
henni í tvö ár. En honum leidd-
ist alltaf að leika og hætti því
alveg þegar komið var fram á
sjöunda áratuginn. Þá fór
hann að halda sig innan um
hippa og hugsuði þegar hann
var ekki að slæpast með Jack
Nicholson, Neil Young, Eric
Clapton og Denis Hopper.
Þriðja kvikmyndaferil sinn
hóf hann svo árið 1983 og lék
þá bróður flakkarans f mynd
Wims Wender „París, Texas“
sem hlaut fyrstu verðlaun í
Cannes. Síðan hefur hann
leikið í mörgum stórmyndum
s.s. Blue Velvet, Beverly Hills
Cop II, Married to the Mob og
Tucker þar sem hann lék How-
ard Hughes. Hann þykir hafa
staðið sig vel í þessum mynd-
um svo að kannski er hann
farinn að sætta sig við starfið.
Sjónvarp virðist þó eiga betur
við hann en kvikmyndir en
hann leikur annað aðalhlut-
verkið í þáttaröðinni Ferðast
um tímann.