Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 41
S tjörnuspá
STEPFANIE KRAMER
HÆTTIR í HUNTER
sjálfan mig: Hvaö er þaö sem
fólk horfir á? Hvers vegna get
ég ekki verið í þessum þætti?
Hvernig kemst ég í þetta? Ég
kannaði hæfileika mína á
raunsæjan hátt og ákvað
hvernig hlutverk mig langaði til
að leika. Ég sá sjálfan mig fyrir
mér sem aðalsöguhetju f
þáttaröð en ekki sem skap-
gerðarleikara og ég var tilbú-
inn að bíða þangað til aðrir
kæmust á sömu skoðun.
Þess má geta í leiðinni að
ekki er vitað hvort framhald
verður á þáttunum Sledge
Hammer sem á íslensku hétu
Barði Hamar en þeir voru eins
konar óvenjuleg skopstæling á
þáttunum um Hunter. □
Fred Dryer ásamt gestaleikara í einum Hunter-þáttanna, Kim
Morgan Greene. Myndin til vinstri sýnir Stephanie Kramer.
Stepfanie Kramer, sem
hefur leikið Dee Dee
McCall í seríunni um
Hunter, er hætt að leika í þátt-
unum og ætlar að einbeita sér
að sönglistinni, eftir því sem
hún segir sjálf. Hunter verður
því líklega einn á báti í fram-
tíðinni. Þegar Fred Dryer, sem
leikur Hunter, var beðinn að
lýsa því hvað hann ætti sam-
eiginlegt með lögreglumannin-
um harðsvíraða sagði hann:
„Það er mikið af sjálfum mér
í Rick Hunter. Ég túlka hlut-
verkið með eigin lífsreynslu.
Lífsreynslan er undirstaðan og
sá gluggi sem fólk horfir á
mann í gegnum. Ég varð að
finna sömu heilindin f Hunter
og ég myndi beita sjálfur. Ég
skoða hann og ákveð síðan
hvað ég vil að verði úr honum.
Hann verður sem sé ég.“
Honum finnst mikill heiður
að því að vera líkt við Clint
Eastwood og hann heldur því
fram að amerfski fótboltinn
(rugby) hafi komið sér áfram í
sjónvarpinu en hann var fót-
boltaleikari áður en henn sneri
sér að sjónvarpsleik.
„Þegar ég hætti að spila
varð ég að ákveða hvað ég
ætti að gera næst. Ætti ég að
taka að mér hvaða sjónvarps-
starf sem byðist, til dæmis að
opna hvaða verslunarmiðstöð
sem yrði opnuð? Svarið var
nei. Það er munur á því að
hafa vinnu eða starfsferil. Mig
langaði ekkert í vinnu. Ég vildi
starfsferil. Þegar ég settist fyrir
framan sjónvarpið sagði ég við
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Það er útlit fyrir smábreyt-
ingu á viðfangsefnum þínum á
næstunni. Flýttu þér hægt og
reyndu að einbeita þér að hinum
nýju verkefnum. Láttu ekki vetrar-
kvíðann ná tökum á þér.
<4|f=v Krabbinn
lö/ 22. júní - 22. júlí
Þú hefur einsett þér að ná
ákveðnu marki og þegar það
tekst er ástæða til að anda léttar
og skuldbinda sig ekki um of.
Hafðu ekki áhyggjur af áliti ann-
arra á þér, þú nýtur meiri virðingar
en þú heldur.
Vogin
24. sept. - 23. okt.
Svo virðist sem nú sé
runninn upp óskatfmi til ferðalaga
eða búsetuskipta. Það getur
reynst erfitt að festa rætur á nýj-
um stað en það getur verið nauð-
synlegt að rjúfa gömlu tengslin,
að minnsta kosti í bili.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Svei mér ef þú dettur ekki
f lukkupottinn á næstunni. Þetta
gæti auðvitað reynst tálsýn en sé
svo ekki skaltu reyna að gæta
fengsins því margir virðast búnir
til þess að njóta hans með þér.
Nautið
20. apríl - 20. maf
Þú ættir ekki að kippa þér
upp viö það þótt persóna þér ná-
komin valdi þér vonbrigðum um
stundarsakir. Við getum ekki ætl-
ast til að allir dansi eftir okkar
höfði og jafnan er best að fólk læri
af reynslunni.
Ljónið
23. júlf - 23. ágúst
Ofurlítið ástarævintýri
virðist í uppsiglingu. Reyndu að
njóta þess eftir bestu getu en
gerðu ekki of miklar kröfur og
vertu heiðarlegur. Það kann ekki
góðri lukku að stýra að blekkja sig
eða aðra í tilfinningamálunum.
Sporðdreklnn
24. okt. - 21. nóv.
Svo virðist vera að ná-
kominn ættingi þinn reyni að hafa
of mikil áhrif á líf þitt og ákvarðan-
ir. Reyndu að vera sjálfstæður og
vísaðu óþarfa afskiptum kurteis-
lega en ákveðið á bug.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Smámunasemin er þér
fjötur um fót eins og fyrri daginn.
Þú verður að gæta þess að vera
ekki bara fúll, gamall nöldrari því
þér hættir til þess að láta eftir þér
að vera með lunta.
Tvíburarnlr
21. maí-21. júní
Þótt þér þyki þú hafa
færst mikið í fang skaltu ekki
kvíða því svo mjög að þú getir
ekki ráðið fram úr þessu. Með
seiglunni tekst þetta allt saman
og þér mun verða þakkað að
lokum.
Meyjan
24. ágúst - 23. sept.
Peningamálin kreppa að
þér um stundarsakir en samt virð-
ist vera að rofa til þar. Farðu samt
varlega í sakirnar og steyptu þér
ekki út í nein ný ævintýri.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Þér gefst tækifæri til þess
að sinna áhugamáli sem þú hefur
lengi orðið að láta sitja á hakan-
um. Nýttu þennan tíma vel því fátt
er hollara andanum en að gera
það sem er skemmtilegt og upp-
byggilegt í senn.
Flskamir
19. febrúar - 20. mars
Þú skalt ekkert kippa þér
upp við það þótt útlitið virðist svart
því öll él birtir upp um síðir. Berðu
bara höfuðið hátt og nýttu þér for-
ystuhæfileika þína. Góður tími til
ásta.
19. TBL. 1990 VIKAN 41