Vikan


Vikan - 20.09.1990, Page 43

Vikan - 20.09.1990, Page 43
SUNG ■ ILMVÖTN OG SNYRTIVÖRUR SEM LÍFGA UPP Á HUGMYNDAFLUGK) HÁRGREIÐSLUSTOFA MIÐVANGI 41, SÍMI 54250 Itíu ár, trá árinu 1976, rak Alfred Sung litla snyrti- vöruverslun ( Toronto, Kanada. Verslunin varð að stórfyrirtæki og nú er svo komiö að hann er einn af virt- ustu snyrtivöruframleiðendum Ameríku og skærasta stjarnan f tískuheiminum sem nokkru sinni hefur komið frá Kanada. Hann er japanskrar ættar en fæddist í Sjanghæ f Kína árið 1948 og ólst upp í Hong Kong. Sautján ára gamall fór hann til Parísar að nema tískuhönnun. Eftir að hafa lokið prófi þar með hæstu einkunnir í öllum greinum fór hann til New York og vann þar um tfma sem fata- hönnuður. Þaðan fór hann til Kanada til að reyna fyrir sér á eigin spýtur og síðan hefur frami hans orðið skjótari en nokkurn gat órað fyrir. Árið 1981 hélt hann eigin snyrti- vörusýningu í New York. Hún fékk frábæra dóma og verð- laun að auki og síðan hafa snyrtivörur hans orðið æ vin- sælli og eru nú þekktar og virt- ar um víða veröld. Þeir sem hafa fylgst með tískuþáttum Stöðvar 2 kannast áreiðan- lega við þennan lágvaxna, við- kunnanlega mann með tagl í hárinu. Sung hefur aldrei farið troðnar slóðir eða valið auð- veldar leiðir varðandi fram- leiðslu á vörum sínum. Til dæmis fékk hann einn fremsta flöskuhönnuð Frakka, Pierre Dinand, til að hanna glæsilegt útlit á umbúðirnar utan um snyrtivörurnar. Heimspeki Sung-tískunnar byggist á tímalausum glæsileika og hver einasta ilmvatnsflaska er handunnin í meira en 300 ára gömlu glerverkstæði f Frakk- landi, en þar hafa ómetnaleg glerlistaverk og safngripir ver- ið unnin undanfarnar aldir. „Ilmvötnin mín,“ segir Sung, „eru nánari útfærsla á tísku- hugmyndum mfnum; eðlileg framvinda einlægrar túlkunar á því sem konar vilja og óska sér.“ Og því má bæta við að tímalaus ilmurinn er í senn háþróaður og rómantískur og ekki spillir klassísk hönnun flöskunnar. En Sung lætur ekki ilmvötn- in ein nægja. Hann og sam- starfsmenn hans hafa hugsað fyrir öllu sem varðar snyrtivör- ur frá baðherberginu til svefn- herbergisins - frá snyrtiborð- inu og út í ó ivintýri kvöldsins. Of langt mál vrði að telja upp ýmsar tegunt r af ilmvötnum, húðkremum, . ípum og púðri en Sung hefur ent á að ýmis- legt rómantískt má gera við iímefnin annað ei að bera þau á úlnliði, háls og l-kama. Ef SUNG.-sápari er sett í náttfataskúffuna kemur mildur ilmur af undirfatnaðinum' og náttkjólunum. Sé hún falin undir koddanum verða draum- arnir Ijúfir. Með því að sáldra SUNG- púðri á sængurfötin verða þau mjúk og ilma þægilega. Sé örlitlu af SUNG Essential Dry Oil Silkner úðað á kalda Ijósageru í svefnherberginu kemur rómantískur, mjúkur ilmur þegar kveikt er og með því að úða þessu á kerti endist leyndardómsfullur ilmurinn klukkustundum saman. SUNG Dry Oil Silkner er annars fitu- laus olía sem úðað er á húð- ina til að yngja og mýkja og Iffga upp þurra húð, gefa henni silkimjúka tilfinningu - og þekja hana með mildri blómaangan. Ilmvötn SUNGs eru nú þeg- ar orðin söluhæst um öll Bandarfkin en þar sem fyrir- tækið krefst mikils af þeim sem selja vörurnar, þá fást þessi ilmvötn og snyrtivörur aðeins í betri snyrtivöruversl- unum. Hér á íslandi eru þær fáanlegar í GASA, Reykjavík. Fyrir jólin eru svo væntanlegar fleiri vörur frá SUNG, s.s. lík- amslína og herrailmur. 19. TBL 1990 VIKAN 43 TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.