Vikan


Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 47

Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 47
Frá töku myndar- innar Eternity þar sem Jon Volght leikur m.a. á móti Armand Assante, Wilford Brimley og Eileen Oavidson. Viðfangsefnlð er endurholdgun, karma, stjörnuá- ætlun, sálarundur og guðskrafturinn. Sýningar á mynd- inni hefjast í Reykjavík i næsta mánuði. kaupfélagsverslun, virðist tólf, fimmtán árum yngri en hann er þangað til and- litið er skoðað nánar. Það virðist búa yfir margþættri lífsreynslu og jákvæðu hugarfari mannvinarins. Hann virðist njóta þess af heilum hug að hitta blá- ókunnugt fólk þótt það standi spennt í röðum og bíði eftir því að hitta hann og hann virðist lika gera sér far um að vera ekki meira áberandi en sá sem hann talar við. Hann er 52 ára gamall, af þýskum og tékkneskum ættum og stafar skírnarnafn sitt „Jon“ en ekki „John“. Þegar hann var spurður um þetta svaraði hann að foreldrar sínir hefðu velt ýmsum nöfnum fyrir sér, svo sem „Jonathan" og „lan“, áður en hann var skírður og hafi á endanum komið sér saman um „Jon“. Hann hafði áður heyrt að nafnið væri „Jón“ á islensku og sagði að íslenski fram- burðurinn léti vel og eðlilega í eyrum, að ekki væri nú talað um gælunafnið „Nonni" sem honum fannst einstak- lega skemmtilegt. „Það er einhver viss þokki yfir þessu,“ sagði hann og át síðan upp hvað eftir annað: „Nonni, Nonni, Nonni, Nonni." Frh. á bls. 49 SAM-ÚTGÁFAN S 83122 ENGINN GEÍUR VERIÐ ÁN HUSA & HÍBYLA 1990 VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.