Vikan - 20.09.1990, Síða 50
Ánú «<§ ske!« sér
í draumcrferðina?
Ferðaskrifstofan Saga f skemmti-
siglingu um Karíbahaf í febrúar
Um miðjan júní síðastliðinn
birtist grein í Vikunni um œvin-
týrasiglingu á Karíbahafi. Eftir
viðbrögðunum að dœma vakti
greinin áhuga margra á svona
siglingum enda eru skemmti-
siglingar einhver rómantískasti
ferðamáti sem um getur. Ferða-
skrifstofan Saga hefur skipulagt
svona ferðir og hyggst gefa
íslendingum kost á glœsilegri
skemmtisiglingu um Karíbahaf í
febrúar á nœsta ári.
Karíbahaf, Karabíahaf
eða Karabíska hafið.
Nafnið á þessu ævin-
týrasvæði á milli Atlantshafs
og Mexíkóflóa er svolítið á
reiki en þarna er hver ferða-
mannaparadísin á fætur ann-
arri; Jamaíka, Haítí og allar
hinar eyjarnar. Hópferðin frá
Sögu hefst i Flórída í febrúar
á næsta ári. Þaðan verður siglt
með glæsilegu nýju skemmti-
ferðaskipi um Karíbahaf í
vikutíma og gefst væntanleg-
um farþegum kostur á að
dvelja eina viku í viðbót á lúx-
ushóteli í Walt Disney Village í
Orlando. Starfsmaður ferðas-
krifstofunnar Sögu veröur
hópnum til aðstoðar meðan á
ferðinni stendur.
Skipið, sem siglt verður
með, heitir Seaward. Það er
norskt, frá því virta skipafélagi
Norwegian Caribbean Cruise
Line og er áhöfnin, 630
manns, öll norsk. Skipið var
byggt árið 1988, er 42 þúsund
tonn að stærð og rúmar 1534
farþega. Væntanlegum ís-
lenskum farþegum er ætlað að
búa á besta stað skipsins, á
aðalþilfarinu á sjöttu hæð, en
hæðirnar eru tíu talsins. Siglt
veröur um vestari hluta Kar-
íbahafs og í upphafi siglingar-
innar verður komið við á
einkaeyju skipafélagsins rétt
sunnan við Miami. Þá verður
farið til Jamaíku, til Grand Ca-
yman eyja, Playa del Carmen
og loks til Conzumel. Meðan á
siglingunni stendur gefst gott
tækifæri til að njóta fjölbreyttra
þæginda og ýmiss konar
skemmtana um borð. Þar að
auki verður boðið upp á fjöld-
ann allan af skoðunarferðum í
hverri höfn.
Lagt verður af stað 16.
febrúar frá Keflavikurflugvelli
og lent í Orlando klukkan átta
um kvöldið að staðartíma.
Þaðan verður hópnum ekið á
lúxushótel þar sem gist verður
um nóttina. Daginn eftir verða
skrúfur skipsins ræstar og það
lætur úr höfn klukkan hálffimm
síðdegis. Þar næsta dag verð-
ur að miklu leyti eytt á einka-
eyju skemmtisnekkjunnar og
19. febrúar verður skipið kom-
ið á fullt skrið um Karíbahafið
og siglir allan þann dag meðan
farþegar hafa það náðugt um
borð með ýmsum hætti.
Næstu þrjá daga verður siglt til
fjögurra staða; Ocho Rios á
Jamaíku, Grand Cayman eyj-
ar, Playa del Carmen í Mexíkó
og eyjarinnar Conzumel. Að
morgni 24. febrúar verður svo
aftur stigið á land í Miami og
þaðan verður haldið til Or-
lando. Þar bíður ferðalang-
anna annar ævintýraheimur,
Walt Disney Village. Geta þeir
sem þess óska dvalið þar viku
í viðbót.
í þessari ferð gefst tækifæri
til að sameina ferðir á mark-
verða, framandi staði og njóta
hvíldar og ánægjulegrar dval-
ar um borð í einu glæsilegasta
skemmtiferðaskipi veraldar.
Sérstök afþreyingardagskrá
verður um borð fyrir þá sem
hafa ekki áhuga á að fara í
land í hverri höfn. Þarna verð-
ur eitthvað um að vera á
hverju kvöldi, til dæmis kar-
abískt kvöld, franskt kvöld,
ítalskt kvöld, gala-kvöld og
grímuball svo að eitthvað sé
nefnt. Allir farþegaklefarnir á
skipinu eru tvíbýlisklefar með
sturtu, salerni, útvarpi og lit-
sjónvarpi. Hægt er aö panta
einbýli sérstaklega en verð á
mann í tvíbýli er áætlað frá
163 þúsund krónum upp i tæp
170 þúsund eftir því hvað hóp-
urinn er stór sem fer héðan.
Hámarksfjöldi á vegum ferða-
skrifstofunnar Sögu er þó að-
eins 30 manns. Irinifalið í
verðinu er flug, akstur, sigling
meö fullu fæði og ókeypis
skemmtunum auk hótelgist-
ingar með morgunverði í landi.
Það sakar ekki að geta þess í
leiðinni að á meðan vetur kon-
ungur ræður ríkjum á íslandi,
við lok þorra og góubyrjun í
febrúarlok, má reikna með 27
stiga meðalhita á eyjum Kar-
íbahafsins og steikjandi sól-
skini-sjötil níu stundirádag.
50 VIKAN 19. TBL. 1990
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON