Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 22

Vikan - 29.11.1990, Page 22
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON AHRIF HÖFUÐSKEPNANNA Á PERSONULEIKANN MÁLMUR, VATN, TRÉ, ELDUR, JÖRÐ OG HLUTVERK ÞEIRRA í KÍNVERSKU STJÖRNUSPEKINNI Elsta stjörnuspekikerfi, sem vitað er um, hófst f Kína árið 2637 f.Kr. þegar Huang Ti kynnti það fyrir þegnum sínum. Hver hringur þessa kerfis tekur heil 60 ár. 78. hringurinn hófst því 2. febrúar árið 1984 og endar árið 2044. Gömul saga segir að Gautama Búdda hafi boðið öll- um dýrum jarðarinnar að vera viðstödd þegar hann hyrfi af jörðinni. Aðeins tólf létu sjá sig og hann launaði þeim með því að nefna árin eftir þeim í þessari röð: Ikorninn, nautið, tígrisdýrið, kötturinnn, drekinn, snákurinn, hesturinn, geit- in, apinn, haninn, hundurinn og svínið. Hvert ár átti þá að búa yfir eiginleikum þess dýrs sem það var nefnt eftir enda segja Kínverjar stund- um um persónueinkenni fólks: „Þetta er dýrið sem dvelst í hjarta þínu.“ Inn f hvern tólf ára hring fléttast svo frumkraftarnir fimm, tré, eldur, jörð, málmur og vatn. Þessi speki hefur þróast hægt og sígandi síðastliðnar 46 aldir en hefur ekki mikið verið kynnt á Vesturlöndum fyrr en á síðustu áratug- um - og fyrstu bókunum bar ekki saman. Á allra síöustu árum hafa þó komið út nákvæm- ari bækur. Nú er loksins hægt að átta sig á þessum merkjum; sérstaklega ef dýrunum og frumöflunum er blandað saman. Hvernig per- sónur eru til dæmis málmhani, tréhestur, eld- snákur, vatnsköttur eða jarðsvín? Einkenni kínversku stjörnumerkjanna voru smám saman grafin upp fyrir þúsundum ára en nöfnin á þeim eru seinni tíma tilbúningur. Gautama Búdda kom til dæmis ekki til sögunn- ar fyrr en fyrir 2550 árum eða svo. Samkvæmt kínversku stjörnuspekinni eiga þau merki sem koma upp á fjögurra ára fresti (til dæmis tígris- dýrið, hesturinn og hundurinn) mjög vel saman en þau sem koma upp á sex ára fresti (til dæmis kötturinn og haninn) eiga ekki mjög vel saman. Ekki er þetta þó algilt og nóg um það í bili. Þar sem kínversku merkin byrja ekki öll á sama tíma er hér tafla um öll merkin frá því skömmu fyrir síðustu aldamót: íkorni: 31. jan. 1900-18.feb. 1901 málmur. Naut: 19. jan. 1901 - 7. feb. 1902 málmur. Tígrisdýr: 8. feb. 1902 - 28. jan. 1903 vatn. Köttur: 29. jan. 1903 - 15. feb. 1904 vatn. Dreki: 16. feb. 1904 - 3. feb. 1905 tré. Snákur: 4. feb. 1905 - 24. jan. 1906 tré. Hestur: 25. jan. 1906 - 12. feb. 1907 eldur. Geit: 13. feb. 1907 - 1. feb. 1908 eldur. Api: 2. feb. 1908 - 21. jan. 1909 jörð. Hani: 22. jan. 1909 - 9. feb. 1910 jörð. Hundur: 10. feb. 1910-29. jan. 1911 málmur. Svín: 30. jan. 1911 - 17. feb. 1912 málmur. (korni: 18. feb. 1912 - 5. feb. 1913 vatn. Naut: 6. feb. 1913 - 25. jan. 1914 vatn. Tígrisdýr: 26. jan. 1914-13. feb. 1915 tré. Köttur: 14. feb. 1915-2. feb. 1916 tré. Dreki: 3. feb. 1916 - 22. jan. 1917 eldur. Snákur: 23. jan. 1917—10. feb. 1918 eldur. Hestur: 11. feb. 1918-31. jan. 1919 jörð. Geit: 1. feb. 1919-19. feb. 1920 jörð. Api: 20. feb. 1920 - 7. feb. 1921 málmur. Hani 8. feb. 1921 - 27. jan. 1922 málmur. Hundur: 28. jan. 1922 - 15. feb. 1923 vatn. Svín: 16. jan. 1923 - 4. feb. 1924 vatn. íkorni: 5. feb. 1924 - 24. jan. 1925 tré. Naut: 25. jan. 1925 - 12. feb. 1926 tré. Tígrisdýr: 13. feb. 1926- 1. feb. 1927 eldur. Köttur: 2. feb. 1927 - 22. jan. 1928 eldur. Dreki: 23. jan. 1928 - 9. feb. 1929 jörð. Snákur: 10. feb. 1929 - 29. jan. 1930 jörð. Hestur: 30. jan. 1930-16. feb. 1931 málmur. Geit: 17. feb. 1931 - 5. feb. 1932 málmur. Api: 6. feb. 1932 - 25. jan. 1933 vatn. Hani: 26. jan. 1933 - 13. feb. 1934 vatn. Hundur: 14. feb. 1934 - 3. feb. 1935 tré. Svín: 4. feb. 1935 - 23. jan. 1936 tré. íkorni: 24. jan. 1936 - 10. feb. 1937 eldur. Naut: 11. feb. 1937 - 30. jan. 1938 eldur. Tígrisdýr: 31. jan. 1938 - 18. feb. 1939 jörð. Köttur: 19. feb. 1939 - 7. feb. 1940 jörð. Dreki: 8. feb. 1940 - 26. jan. 1941 málmur. Snákur: 27. jan. 1941 -14. feb. 1942 málmur. Hestur: 15. feb. 1942 - 4. feb. 1943 vatn. Geit: 5. feb. 1943 - 24. jan. 1944 vatn. Api: 25. jan. 1944 - 12. feb. 1945 tré. Hani: 13. feb. 1945 - 1. feb. 1946 tré. Hundur: 2. feb. 1946-21. jan. 1947 eldur. Svín: 22. jan. 1947 - 9. feb. 1948 eldur. íkorni: 10. feb. 1948 - 28. jan. 1949 jörð. Naut: 29. jan. 1949 - 16. feb. 1950 jörð. Tígrisdýr: 17. feb. 1950-5. feb. 1951 málmur. Köttur: 6. feb. 1951 - 26. jan. 1952 málmur. Dreki: 27. jan. 1952 - 13. feb. 1953 vatn. Snákur: 14. feb. 1953 - 2. feb. 1954 vatn. Hestur: 3. feb. 1954 - 23. jan. 1955 tré. Geit: 24. jan. 1955 - 11. feb. 1956 tré. Api: 12. feb. 1956 - 30. jan. 1957 eldur. Hani: 31. jan. 1957- 17. feb. 1958 eldur. Hundur: 18. feb. 1958 - 7. feb. 1959 jörð. Svín: 8. feb. 1959 - 27. jan. 1960 jörð. íkorni: 28. jan. 1960-14. feb. 1961 málmur. Naut: 15. feb. 1961 -4. feb. 1962 málmur. Tígrisdýr: 5. feb. 1962 - 24. jan. 1963 vatn. Köttur: 25. jan. 1963 - 12. feb. 1964 vatn. Dreki: 13. feb. 1964 - 1. feb. 1965 tré. Snákur: 2. feb. 1965 - 20. jan. 1966 tré. Hestur: 21. jan. 1966 - 8. feb. 1967 eldur. Geit: 9. feb. 1967 - 29. jan. 1968 eldur. Api: 30. jan. 1968 - 16. feb. 1969 jörð. Hani: 17. feb. 1969 - 5. feb. 1970 jörð. Hundur: 6. feb. 1970 - 26. jan. 1971 málmur. Svín: 27. jan. 1971 - 15. jan. 1972 málmur. íkorni: 16. jan. 1972 - 2. feb. 1973 vatn. Naut: 3. feb. 1973 - 22. jan. 1974 vatn. Tígrisdýr: 23. jan. 1974 - 10. feb. 1975 tré. Köttur: 11. feb. 1975 - 30. jan. 1976 tré. Dreki: 31. jan. 1976 - 17. feb. 1977 eldur. Snákur: 18. feb. 1977 - 6. feb. 1978 eldur. Hestur: 7. feb. 1978 - 27. jan. 1979 jörð. Geit: 28. jan. 1979 - 15. feb. 1980 jörð. Api: 16. feb. 1980 - 4. feb. 1981 málmur. Hani: 5. feb. 1981 - 24. jan. 1982 málmur. Hundur: 25. jan. 1982 - 12. feb. 1983 vatn. Svín: 13. feb. 1983 - 1. feb. 1984 vatn. íkorni: 2. feb. 1984 - 19. feb. 1985 tré. Naut: 20. feb. 1985 - 8. feb. 1986 tré. Tígrisdýr: 9. feb. 1986 - 28. jan. 1987 eldur. Köttur: 29. jan. 1987 - 16. feb. 1988 eldur. Dreki: 17. feb. 1988 - 5. feb. 1989 jörð. Snákur: 6. feb. 1989 - 26. jan. 1990 jörð. Hestur: 27. jan. 1990 -14. feb. 1991 málmur. Geit: 15. feb. 1991 - 3. feb. 1992 málmur. Api: 4. feb. 1992 - 22. jan. 1993 vatn. Hani: 23. jan. 1993 - 9. feb. 1994 vatn. Hundur: 10. feb. 1994 - 30. jan. 1995 tré. Svín: 31. jan. 1995 - 18. feb. 1996 tré. Kannski er auðvelt að læra þessa röð með því að hafa yfir eftirfarandi vísuhnoð: Api og hani og hundur og svín, háttvirtur íkorni, naut og tigur. Köttur og dreki og höggormur hvín, hestur og geit. Lokast stjörnustígur. 22 VIKAN 24, TBL 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.