Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 32
TEXTI: ÓMAR FRIÐLEIFSSON
Veisla kvikmyndaáhugamanna
Litla hafmeyjan sópaði dollurum í kassa framleiðendanna er hún
var sýnd sem jólamynd í kvikmyndahúsum vestan hafs.
aö veröur aldeilis veisla
um jólin hjá kvikmynda-
áhugamönnum. Til
dæmis veröa fimm jólamyndir
sýndar í Bíóborginni og Bíó-
höllinni. Það eru myndirnar
Little Mairmaid, Neverending
Story 2, Prancers, Christmas
Vacation og síðast en ekki síst
Three Men and a Little Lady,
beint framhald af myndinni
Three Men and a Baby sem
sló í gegn um allan heim áriö
1987. Hér er smáfróðleikur um
þessar myndir sem allar eru
fyrir alla fjölskylduna, sem
sagt sannkallaðar jólamyndir.
Við byrjum á teiknimyndinni
Little Mairmaid sem fjallar um
litla hafmeyju og ævintýri
hennar. Þessi mynd var jóla-
mynd í Bandaríkjunum í fyrra,
rakaði saman dollurum og lög-
in úr henni urðu geysivinsæl.
Little Mairmaid er eflaust
tekjuhæsta og vinsælasta
teiknimynd sem sýnd hefur
verið í Bandaríkjunum til
þessa. Einnig hlaut hún
óskarsverðlaun fyrir besta lag
í bíómynd. Þetta er sem sagt
toppmynd frá Walt Disney
enda engir aukvisar í teikni-
myndagerð þar á bæ.
Neverending Story 2 er
beint framhald af fyrri mynd
með sama nafni sem var jóla-
mynd í Bíóhöllinni árið 1984.
Sú hefur gengið vel um allan
heim og gefið rúmlega hundr-
að og tíu milljónir dollara í
kassann. Vel er spáö fyrir
framhaldinu þrátt fyrir að ekki
séu sömu leikarar og í fyrri
myndinni. Meðal leikara í Ne-
verending Story 2 má nefna
Jonathan Brandis, þrettán ára
efnilegan strák sem leikið hef-
ur frá tveggja ára aldri, og
Kenny Morrison frá Los Ange-
les. Hann er fimmtán ára og
leikur hér sitt fyrsta hlutverk.
Leikstjóri er Ástralinn George
Miller sem meðal annars hefur
unnið það sér til frægðar að
leikstýra i Man from Snowy
River, einni bestu mynd sem
gerð hefur verið í Ástralíu - að
mati margra kvikmyndagagn-
rýnenda. Sagan endalausa
tekur sem sagt ekki enda í
bráð og söguhetjan Sebastian
heldur áfram að lenda í ævin-
týrum með vinum sínum. Þess
má geta að Neverending Story
er jólamynd um alla Evrópu.
Prancers er hugljúf fjöl-
skyldumynd frá kvikmyndafyr-
irtækinu Nelson Entertain-
ment. Hún verður sýnd í Bíó-
höllinni á þrjú- og fimmsýn-
ingum.
Þá eru gullmolarnir tveir
eftir, Three Men and a Little
Lady og National Lampoons
Christmas Vacation. ( Christ-
mas Vacation ætlar fjölskyld-
an hans Chevy Chase bara að
vera heima um jólin en þrátt
fyrir það gengur lífið ekki há-
vaðalaust fyrir sig fremur en
vant er þar sem Chevy Chase
er á ferðinni. Hann kannast
margir við úr myndum eins og
Fletch, Foul Play og hinum
National Lampoons myndun-
um. Leikarar í þessari mynd
eru Beverly de Angelo og
Randy Quid. Þetta var jóla-
mynd í Bandaríkjunum í fyrra
en er fyrst núna að berast til
Evrópu. Chevy Chase var
hætt kominn þegar hann fékk í
sig rafstraum við tökur á þess-
Three Men and a Little Lady
gerist fimm árum seinna en
fyrri myndin. Telpan er fimm
ára og nú hyggst mamma
hennar gifta sig og flytja til
Englands meö dótturina. Þá
byrjar nú ballið. Tom Sellec,
Ted Danson og Steve Gutten-
berg leika félagana þrjá sem
fyrr en telpuna leikur Robin
Wiesman. Leikstjórinn er nýr,
Emilio Ardolino, og að sögn
þeirra sem séð hafa hefur
honum tekist vel uþp. Myndin
var tekin upp á níu vikum í
New York og London og sögur
herma að bæði leikarar og
leikstjóri hafi skemmt sér kon-
unglega allan tímann. Hún er
sögð koma álíka mikið á óvart
og Three Men and a Baby
sem sló met í aðsókn hér á
landi eins og kunnugt er.
Three Men and a Little Lady er
frá kvikmyndafyrirtækin Touch-
stone eins og fyrri myndin og
verður aðeins sýnd í þremur
löndum fyrir jól, í Bandaríkjun-
um, Svíþjóð og á íslandi þar
sem hún verður tekin til sýn-
ingar um miðjan desember
bæði í Bíóhöllinni og Bíóborg-
inni.
Ur öðrum hluta sögunnar endalausu. Fyrri myndin hefur gefið af sér
jafnvirði sex mllljarða íslenskra króna.
ari mynd og það atriði er í
myndinni þótt ótrúlegt megi
virðast. Ef marka má dóma í
bandarískum tímaritum er
þetta ósvikin grínmynd. Leik-
stjóri Christmas Vacation er
Jeremia Ceccik og þetta mun
vera fyrsta myndin hans.
Myndin er frá Warner Brothers
kvikmyndafyrirtækinu og eins
og Neverending Story er hún
jólamynd um aila Evrópu.
í öðrum kvikmyndahúsum i
Reykjavík verður að venju
mikið um góðar bíómyndir um
jólin. Nefna má mynd Davids
Lynch, Wild at Heart, Teenage
Ninja Turtles, Problem Child,
Flatliners, Rust og The
Jetsins. Svo sem sjá má af
þessu verður gott úrval af fjöl-
skyldumyndum í kvikmynda-
húsum borgarinnar um hátíð-
irnar eins og vera ber.