Vikan


Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 49

Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 49
JÓNA RÚNA Frh. á bls. 45 sjálfsmatið farið úr böndunum. Þetta má auð- veldlega laga með réttum sálfræðingi. Eins myndi ég byrja markvissa sjálfshjálp með lestir sjálfsstyrkjandi bóka eins og Elskaðu sjálfa þig og Vertur þú sjálfur. Þetta eru meiri háttar góð- ar bækur og fást hjá bókaforlagi f vesturbæ Reykjavíkur og gettu nú. Þessar mögulegu leiðir til bóta verða þér örugglega happadrjúg- ar, hvora sem þú velur. Kannski henta jafnvel báðar, elskan. LÍFSLEIÐI Ef við finnum fyrir því að það er enginn sýni- legur tilgangur meö tilvist okkar erum við frem- ur ósanngjörn og grunnhyggin. Það er marg- sannað mál að ekkert líf er tilgangslaust og þar á meðal er þitt líf. Þú ert ung og átt margt eftir ógert sem betur fer. Strákamálin myndi ég hvíla um sinn vegna þess að þau íþyngja þér en auðvelda ekki á- stand það sem gerir þig svo dapra. Hvað sem hinn aðilinn kann að vera þægilegur og góður eru alltaf einhverjar kvaðir og kröfur sem svo- leiðis samböndum fylgja. Hann getur, eins og þú bentir á, slegið dálítið á óöryggi þitt með nærveru sinni og þar með virkað eins og for- eldri sem gerir barn sitt afslappaðra með nær- veru sinni. Þetta er því ekki tilfinningasamband sem lík- legt er til að gera þig hamingjusama. Um leið gerir þú hann náttúrlega vansælan af því að þú getur sennilega ekki leynt því til lengdar að þú ert ekki fljúgandi áhugasöm. Til vara vil ég segja þér að ég bendi á þetta af nauðsyn en ekki til að læða inn hjá þér viðbótar sektar- kennd. Nóg er af henni samt, sýnist mér. METNAÐUR NAUÐSYNLEGUR Við verðum öll að hafa einhvern æskilegan metnað í lífinu og þar verður þú að íhuga þinn gang. Þar sem mér sýnist Guð hafa beinlínis stútfyllt þig af hæfileikum og greind er það fyrir neðan virðingu þína að hafna gróflega öllu saman og ganga um fullkomlega metnaðar- laus. Þú segist sjálf ekki óska eftir að vera óvirkur þátttakandi ! lífinu. Það er mjög glögg og áhugaverð niðurstaða, afleiðing af þessu tíma- LAUSN SÍÐUSTU GÁTU í + + + + + A + + + G B + + A + + S + + + + A Ð + V E R A + E Ð A + A + + + + + F L E I N A R + r A N E L + + + + + L 1 T T + S N A R L + r r + + + + + Ó Ð I N N + A N A L E r A + + + + + G A R I B A L D I + I i + + Ó R A G A N + + + D E I L A N + V + F E L L + D U G L E G A + S Æ V A + E r L A + A F L I N U + M A R E L + L A S T A + S 1 F + R A + H A R r N 1 L + A F r I M A R + R Ó L + A A L A D A + T E + A N 1 S S T A L + + + + + F ó A R N + D M + R 1 r + Þ Þ B E R N S r A + I I + r I M A T A 0 + R I 0 + A L Ö Ð + E L T A + Ö R r + + S T É + D R U S L A + B 0 G N A + E T + L A + I N N + S r Æ r L A R S r I L + L V + N A T T 0 R A + + + + r L A P P I R + r Ó R + A N D E S + • i + X + 0 r A + u N I R + N E R Ó + + S A T T + r A R A Ð + M + I + T Ó s r + Ö T V E G + + + H A M L E T + A R A L S i L F R I + R L E I F A . + F Ö s r I Ð + A Ó L M A + S + I N L I Ð r A Ð + H A M L E T + S I N N Lausnarorð á síðustu krossgátu ÓSKAMMFEILINN bundna ástandi uppgjafar sem þú ert í. Hver manneskja á sína dimmu dali af og til sem við- komandi verður að ganga f gegnum og er hreint ekkert við það að athuga nema þá kannski að nenna ekki að klæða sig upp og berjast dálítið við vinda þá sem í dalnum eru, labba í rólegheitunum dalinn á enda og yfir í birtuna sem bíður róleg við enda hans. Enginn hefur ennþá efast um tilgang and- streymis sem hefur orðið að vinna sig frá. Ein- mitt í gegnum örðugleika lífsins verðum við hæfari til að skilja hugsanlegan lífstilgang þó vissulega hvarfli það ekki að okkur þegar okk- ur líður sem verst og sjálfstraustið er langt frá því sem raunhæft er, eins og það er hjá þér í augnablikinu, kæra Gabriella. MANNGERÐ SKOÐUÐ MEÐ INNSÆI OG SKRIFT Þegar kemur til greina að velja ævistarf verður þér nokkur vandi á höndum vegna þess hve fjölhæf þú ert. Öll störf sem krefjast andlegrar dýptar ættu mjög vel við þig. Þú ert mjög næm og hefur sennilega áhuga fyrir innri hlutum mannssálarinnar. Eins ertu greinilega músíkölsk og gætir auð- veldlega reynt fyrir þér á þeim sviðum. Þú ert mjög forvitin og leitandi manngerð en kannski viltu fá rökrænar skýringar á sem flestu, líka því sem erfitt getur verið að skýra svo vel fari. Þetta gerir þig nokkuð jarðbundna og fráhverfa öllu hugsanlegu tilgangsleysi. Þú þarft nauðsynlega að eignast trúnaðar- vin, sem þú getur verið svolítiö hallærisleg í samræðum við því þú felur of mikið þá þætti sem eru okkur öllum eðlilegir. Reynir að virka fullkomnari en hollt er og það getur gert þig fráhverfa fólki. Ég held til að byrja með að þú gætir fengið mikið út úr því aö fara i kór eða danstíma. Þar myndast félagsleg tengsl sem eru í flestum til- vikum jákvæð og upp úr því getur komið góð vinátta þeirra sem henta þér. Gömlu dansarnir eru sniðugir og þjóðdansar líka, þó vissulega séu tískudansar meiri háttar. Aftur á móti sting ég upp á steppi og vonandi færðu ekki tauga- áfall yfir þessari frábæru hugmynd minni. Kristileg samtök ýmiss konar eru líka mjög góð leið fyrir okkur þegar við erum ekki viss um lífstilganginn og þau eru nánast á hverju götu- horni. Þar er elskulegt fólk að þroska sjálft sig í gegnum trú sína á Jesúm Krist. Þú hefur mik- inn húmor og hann liggur óvenju vel greindar- lega, auk þess sem þú getur verið mjög frum- leg og skapandi ef því er að skipta. Þig virðist vanta dálítinn sjálfsaga, einbeit- ingu og ögn af þolinmæði, ásamt því að vera stundum dálítið eirðarlaus. Öll flatneskja hlýtur að fara rosalega í taugarnar á þér og af þeim ástæöum máttu ekki verða til þess að gefa henni líf sjálf. Hugmyndarík ertu en nokkuð smámunasöm. Sem sagt, elskuleg, þér er vor- kunnarlaust að taka þig svolítið upp á eyrunum og breyta þessu viðkvæma ástandi smátt og smátt þér í hag. Þaö þarf ekkert að gerast í hvelli sem betur fer. Eins og sæta skólastelpan sagði eitt sinn þegar flest virtist vaxa þessari elsku í augum: „Hugsið ykkur, ég var búin að gefa allt frá mér þegar ég datt niður á þá frábæru hug- mynd að byrja mitt innra uppbyggingar- starf. Nú, það var eins og við manninn mælt. Það bara rann upp fyrir mér að ef ég kæmi á móti lífinu með bros á vör og gleði í huga kæmi það á móti mér á nákvæmlega sama hátt. Síðan hefur flest breyst hjá mér og það þakka ég þessum frábæra mögu- leika enda er ég miklu bjartsýnni og reyndar nýt þess að fá að lifa.“ Guð verði þér hjálplegur á leið þinni að sjálfri þér, þar sem þú ert augljóslega hæfust og hamingjumöguleikar þínir eru mestir, þó þú þurfir að berjast dálítið til þess. Guð hjálpar nefnilega þeim sem hjálpar sér sjálfur og því megum við aldrei gleyma, elskuleg. Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. Norsku Stil ullarnærfötin Þeim verður ekki kalt allan daginn. // Dæmi um verð: * fóðruð með mjúku Dacron efni. atkiLtiatBQaa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 24. TBL 1990 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.