Vikan


Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 26

Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 26
KÍNVERSK STJÖRNUSPEKI Frh. af bls. 23 Vanessa Redgrave, Marilyn Monroe, Fidel Castro, Harry Belafonte, George C. Scott, Frank Sinatra, Yehudi Menuhin, Saddam Hussein, Edward Heath, Harold Wilson, Anthony Quinn, Kirk Douglas, John F. Kennedy, Indira Gandhi, Franz Schubert, Ferdinand Marcos, Rembrandt, Leonid Brezhnev, Sir Laurence Olivier, Liza Minelli og Cher. JÖRÐIN (ártöl sem enda á 8 og 9 + fyrstu vikur ártala sem enda á 0). Jaröarfólki er meira umhugað um hagnýtt notagildi hlutanna en til dæmis verðmæti þeirra. Þetta er orkumikið fólk með góða skipulagshæfileika. Jarðarhugar eru út- sjónarsamir, jafnt í fjármálum sem í öðru, og eiga gott með að koma þaulhugsuöum áætlun- um sínum í framkvæmd. Aðferðafræði þeirra er þannig aö þeir gætu komist langt sem fram- kvæmdastjórar og skipuleggjendur ef stjörnu- merki þeirra býður upp á það. Flest ef ekki allt sem þeir gera verður að hafa ákveðinn tilgang en þeir eru líka flestum öðrum þolinmóðari. Þeir geta verið nokkuð íhaldssamir og hafa löngun til að sjá hlutina í réttu Ijósi. Sumir jarð- arhugar gætu virst nokkuð einhliða eða ófrum- legir og aðrir gætu ofverndað það sem þeir eiga eða sína nánustu. Flestir eiga það þó sameiginlegt að beita sjálfa sig aga og taka ábyrgð á gerðum sínum. Meðal frægra jaröarhuga eru Leo Tolstoj, Jules Verne, Adolf Hitler, Charlie Chaplin, Isa- dora Duncan, Rudolf Nureyev, Albert Einstein, Josef Stalin, Viktoría Bretadrottning, Ché Guevara, Abraham Lincoln, Edgar Allan Poe, Grace furstafrú af Mónakó, Kurt Waldheim, Leonard Bernstein, Anwar Sadat, Lyndon B. Johnson, Bette Davis, Katherine Hepburn, Golda Meir, Ernest Hemingway, Humphrey Bogart, Alfred Hitchcock og Al Capone. Samkvæmt kínversku stjörnuspekinni flétt- ast frumkraftarnir líka inn í hvert merki, hvern fæðingarstað og hverja fæðingarstund þannig að alhæfingar eru varasamar í þessu kerfi eins og öðrum stjörnuspekikerfum. Þannig er þetta í kínverska kerfinu: íkorninn = vatn, nautið = vatn, tígrisdýrið = tré, kötturinn = tré, drekinn = tré, snákurinn = eldur, hesturinn = eldur, geitin = eldur, apinn = málmur, haninn = málmur, hundurinn = málmur, svínið = vatn. Samkvæmt þessu fylgjast alltaf þrjú ár að und- ir sama merkinu en jarðarmerkið er ekki eitt þeirra. Kínverjar litu ekki á loftið sem frumkraft til forna en notuðu málm i staðinn. Tréð er skylt jörðinni með lifandi gróðri sínum en jörðin er eins konar kjarni frumkraftanna. íkorninn er sterkasta vatnsmerkið og kenndur við norður- átt, kötturinn sterkasta trémerkið og kenndur viö austrið, hesturinn sterkasta eldmerkið, kenndur við suðrið, og haninn, sem er kenndur við vestrið, er sterkasta málmmerkið. Árgang- arnir sem hafa fæðst í eldmerki á ári hestsins (1906 og 1966 á þessari öld) eru sagðir nokk- uð áberandi og innan þeirra eiga að hafa kom- ið upp einstaklingar sem voru fæddir til aö láta mikið að sér kveða til góðs eða ills. Svo spila staður og stund inn i þetta líka og ýmis önnur smáatriði. Svona speki verður því engan veginn numin að miklu gagni í einni tímaritsgrein. STIKLAD A STORU UM ÞUNGLYNDI Nú, þegar skammdegið hellist yfir okkur íbúa norðurhvels jarðar, hellist einnig þunglyndi eða slen yfir fjölda fólks. Þunglyndi er ef til vill stórt orð en er samt sem áður staðreynd í lífi afar margra og getur þaö orðið sér- staklega slæmt yfir dimmustu mánuði ársins. En hvað er þunglyndi? Hugtakið þunglyndi getur haft ýmsa merkingu og er oft notað í daglegu tali yfir leiða eöa fýlu, þegar fólk þjáist af depurð vegna áfalla sem henda á lífs- leiðinni. Oftast standa nú þess háttar hlutir yfir tiltölulega stuttan tíma og fólk nær Iffs- gleði sinni á ný. Hver kannast ekki við að upplifa daga þegar allt sýnist ómögulegt, leiðin- legt og glatað, hreint ekki Ijós- an punkt að finna? En vikuna eftir eða jafnvel daginn eftir er öll fýla á bak og burt og lífið heldur áfram sinn gang. [ aldanna rás hafa menn reynt að flokka skapgerðar- einkenni mannsins. Grískur heimspekingur að nafni Platon, sem var uppi árin 427- 347 fyrir Krist, greindi per- sónuleika manna í djúpa og grunna persónuleika. Frá Grikkjum er einnig komin flokkun manna eftir skaplyndi þeirra. Hippokrates (460-370 f.Kr.) og síðar Galenos (129- 199 e.Kr.) munu hafa skipt mönnum í fjórar sálgerðir eftir skaplyndi; þá léttlyndu, bráð- lyndu, rólyndu og þunglyndu. Geðsveiflur léttlyndra og bráð- lyndra manna eru tíðar og skammar en geðsveiflur ró- lyndra og þunglyndra manna eru hægar og langar. Þunglyndi getur orðið mjög alvarlegt mál og er þá skil- greint sem sjúkdómur. Al- mennt má segja að mann- eskja, sem eróvenju niöurdreg- in og bregst við umhverfinu á hátt sem er greinilega frá- brugðinn vanabundnu atferli, sé þunglynd. Sú eða sá sem þjáist af þunglyndi er venju- lega afar bölsýnn og sorgbit- inn, er haldinn sjálfsásökunum og hegðar sér iðulega eins og allar heimsins áhyggjur séu á hans herðum. Sá sem er þunglyndur ber það jafnan með sér, er fámáll, lágróma og svipbrigðalítill. Sterkur kvfði og svefntruflanir eru algengir fylgifiskar þunglyndis. Þrá- hyggja er einnig algeng í þunglyndi, viðkomandi hugsar stöðugt um það sama sem oft eru áhyggjur og sjálfsásakan- ir. Lítill áhugi fyrir umhverfinu, erfiðleikar við einbeitingu í leik og starfi eru líka algeng ein- kenni. Viðkomandi verður oft mjög næmur á orð og gjörðir annarra í kringum hann og getur því túlkað orð á versta veg og brugðist harkalega við. Sá þunglyndi er oft fangi eigin hugsana og því ófær um að sjá þau áhrif sem hegðan hans hefur á umhverfið. Sjálfs- morðshugleiðingar fylgja oft í kjölfar þessa sálarástands og hafa læknar og sálfræðingar oft bent á að þær beri alltaf að taka alvarlega því þær hugs- anir geta orðið að þráhyggju eins og annað það hugsana- ferli sem fylgir þunglyndi. Þeg- ar þetta ástand er orðið slæmt og manneskjan, sem haldin er þunglyndinu, getur engan veg- inn komið sér upp úr því sjálf telst það sjúkdómur. Margir sem þjást af þung- lyndi finna þá hjálp sem þeir þurfa með því að leita til dæm- is til sálfræðinga, geðlækna eða annarra sem hafa með slík mál að gera. Ekkert er skammarlegt við að leita sér hjálpar við vandamálum sínum, frekar merki um sterk- an persónuleika ef eitthvað er og hjálpin getur verið bara spurning um eitt símtal... □ Þunglyndi getur orðið mjög alvarlegt mál og er þá skilgreint sem sjúkdómur. 26 VIKAN 24. TBL1990 TEXTI: GUÐRUN ERLA OLAFSDOTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.