Vikan - 29.11.1990, Síða 34
ÞORGERÐUR TRAUSTADÓTTIR SKRIFAR:
RYKIÐ UNDIR SÓFANUM
Þaö heföi einhvern tíma
þótt tíðindum sæta í
minni sveit ef menn
hefðu veriö aö sötra í sig
eitthvað sem hvorki getur talist
vera í ætt við kaffi eöa koníak.
Þarna á ég viö þennan vökva
sem mikið er drukkinn hér á
landi og kallaður bjór.
Ég verö nú aö segja alveg
eins og er að ég hef aldrei get-
aö skilið hvað fólki finnst
svona merkilegt viö þetta sull.
Ekki er þaö nú svo gott að
menn geti drukkið sig almenni-
lega kennda af því, eins og
þekkist í sveitinni heima. Þar
fara menn í réttirnar með pela
í vasanum og annan í hnakk-
töskunni. Og það er ekkert
skolp sem kallarnir reiða með
sér í þessi skipti. Ónei. Þetta
er eitthvað sem rífur í og tekur
hrollinn úr þeim þegar þeir eru
búnir að vera að stimpast við
rollurnar frá því snemma
morguns. Flestir hafa þeir búið
þetta til sjálfir, blessaðir, og
þykir framleiðslan beinlínis
misheppnuð ef þeir þola meira
en pelann yfir daginn, án þess
að lognast út af.
Öldin er önnur hér í Reykja-
vík. Hér vilja allir belgja sig út
af þessum bjór, sem auðvitað
er kominn frá útlandinu eins
og fleira sem heitir eitthvað en
er ekki neitt. Og hvað hafa
Eg var svona að gefa Asgeiri auga en hann hreyfði sig mest lítið.
Einstaka sinnum tók hann þó kipp og fálmaði undir sófann...
karlmennirnir svo upp úr bjór-
drykkjunni? Kúluvömb og síð-
an rass! Og svo rennur þetta í
lítratali í gegnum þá án þess
að skilja nokkur merkjanleg
áhrif eftir. Nei, má ég þá biðja
um réttalandann. Kallarnir
verða þó einatt kátir af honum
og sumir kannski eitthvað
meira.
Því er ég nú að færa þetta í
tal að mér hefur fundist Ásgeir
minn heldur hallur undir
bjórinn. Ég sagði honum raun-
ar strax um leið og við fluttum
suður að ég vildi ekki hafa
þetta hland í mínum húsum. -
Nei, auðvitað ekki, góða mín,
sagði hann daufur í dálkinn.
Hann var þó ekki á því að gef-
ast upp og færði nokkrum
sinnum í tal að gott væri nú aö
eiga svolítinn bjór í ísskápn-
um.
- Nei, Ásgeir, sagði ég þá. -
Svoleiðis lagað getur beðið
þar til við förum á þorrablótið
fyrir norðan í vetur. Þá geturðu
fengið þér almennilega í
staupinu með hinum köllunum
eins og þú varst vanur. Heyr-
irðu það.
Ég var svo ekkert að hugsa
um þetta meira enda er maður
vanur að ráða á sínu eigin
heimili, hvort sem það er í
dalnum okkar fyrir norðan eða
í blokkinni hér í Breiðholtinu.
Svo var það einn iaugardag-
inn í haust að Ásgeir bara neit-
aði að hreyfa sig úr stofusóf-
anum. Hann uppástóð að það
væri í sér eitthvert slen og að
hann yrði að liggja fyrir. -
Vertu þá uppi í rúmi, maður,
sagði ég þá enda átti ég eftir
að gera hreint eins og ég er
vön að gera á laugardögum og
ómögulegt að taka almenni-
legatil í stofunni með einhvern
flatmagandi í sófanum. En nei,
Ásgeir sagðist þá þurfa að
fylgjast með fótboltaleik, sem
ætti að fara að sýna í sjón-
varpinu, svo hann yrði að
liggja í stofunni. Ég hélt að
mér hefði misheyrst. Hann Ás-
geir, þessi eljumaður sem
aldrei féll verk úr hendi, ætlaði
að fara að horfa á boltaleik f
sjónvarpinu um miðjan dag!
Hvar ætlaði þetta að enda?
Það var svo sem ekki ger-
andi að fara að reka veikan
manninn út með ruslapokann
svo ég ákvað að leyfa honum
að liggja. Hann er annars van-
ur að fara út með ruslið og
gera eitt og annað smáræði,
sem til fellur, á laugardögum.
Og nú var bara aö taka til
hendinni, skúra, ryksuga,
þurrka af og skipta á rúmun-
um. Ég byrjaði á svefnher-
bergjunum, tók síðan baðið og
eldhúsið. Að síðustu tók ég
stofuna. Ég var svona að gefa
Ásgeiri auga en hann hreyfði
sig mest lítið. Einstaka sinnum
tók hann þó kipp og fálmaði
undir sófann. Hann er svo mik-
iil hreinlætis- og reglumaöur
hann Ásgeir minn og mér hlýn-
aði um hjartaræturnar þegar
ég hugsaði til þess hversu
vænt honum þótti nú annars
um heimilið sitt. Nú var hann
vafalaust að tína upp kusk
sem orðið hafði eftir undir sóf-
anum þegar ég ryksugaði þar.
Það var ekki að honum aö
spyrja, blessuðum. Og ekki
var hann með aðfinnslur eða
nöldur þótt manni yfirsæist
eitthvert smáræði við hrein-
gerningarnar.
Ég ákvað að vanda verkið
og ryksuga betur undir sófan-
um. Það er nefnilega ekki bara
honum Ásgeiri sem finnst
vænt um heimilið sitt. Ég
þrammaði með ryksuguna inn
og rak hana inn undir sófann
þar sem Ásgeir hafði verið að
tína upp kuskið. En hjálpi mér
Guð, nú upphófust þessir líka
voðalegu skruðningar og læti,
eins og heimurinn væri að
farast. Ég trúði hreinlega ekki
mínum eigin augum því út um
allt gólf ultu tómar dósir með
miklum skarkala. Það var ekki
um að villast - þetta voru tóm-
ar bjórdósir. Ég ætlaði að
senda Ásgeiri þann svip sem
við á í tilvikum sem þessum en
það var þá ekki hægt því hann
hafði dregið teppið upp yfir
höfuð...
Það var ekki fyrr en klukku-
tíma síðar sem ég hreinlega
treysti mér til að hringja i hana
Tótu vinkonu mína á Silfra-
stöðum til að segja henni hvað
komið hefði fyrir. Ég gat heldur
ekki talað við hana í ró og
næði fyrr en Ásgeir var farinn
út með ruslið. □
34 VIKAN 24. TBL. 1990