Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 39

Vikan - 29.11.1990, Page 39
UÓSM: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 2. Axlir Sitjið á hnjánum með ristar á gólf i. Spennið greip- ar fyrir aftan bak. Komið með brjóst niður að hnjám og teygið arma frá líkamanum. Þetta er einnig góð teygja fyrir hrygginn. 3. Mjaðmir, síður og bak Sitjið og setjið annan fótinn yfir hinn. Haldið neðri fætinum beinum (slakið á hné). Snúið efri hluta líkamans að bogna fætinum og lítið aftur fyrir ykkur. Munið að rétta vel úr bakinu. Endur- takið á hinni hliðinni. 5. Kviður og brjóst 6. Aftan ó lœrum Liggið á grúfu. Lyfti öxlum og brjósti frá gólfi og hafið olnboga og lófa i gólfi. Togið efri hluta lík- amans upp og fram. Varist að fetta hrygginn mikið, hugsið um að toga fram. Sitjið með annan fótinn beinan og hinn boginn fyrir framan. Teygið brjóst fram yfir hné á beina fætinum. Haldið baki beinu og hnéð á beina 8. Innan ó lœri Sitjið með bogin hné og iljar saman. Haldið um ökkla og þrýstið hnjám í átt að gólfi. Hallið fram með beint bak til að ná betri teygju. Jafnvel má þrýsta létt á hnén með olnbogum. 9. Kólfar og hósin Standið með annan fótinn fyrir framan. Tærnar vísa beint fram. Beygið fremri fótinn og haldið aftari fæti beinum til að teygja á kálfa. Beygið hné á aftari fæti en haldið hæl í gólfi til að teygja á hásin (og framanverðum kálfa). Endurtakið með hinn fótinn fyrir framan. 24. TBL 1990 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.