Vikan - 29.11.1990, Síða 41
Boneyard er sú
hljómsveit sem hefur
komið hvað mest á
óvart í sumar af
nýjum sveitum.
Nabblastrengir úr Hafnarfirði, sem sigruðu Músiktilraunir í ár.
heim til hans einn daginn og heill-
aði hann upp úr skónum með
einu gítarsólói. Eftir það varð ekki
aftur snúið.
„Þá hófust æfingar af miklum
krafti enda við með frumsamið
efni eingöngu og leitin mikla að
söngvara hófst. Milli fimmtán og
tuttugu manns voru prófaðir áður
en við fundum Villa. Hann kom í
prufu eftir að hafa lesið auglýs-
ingu í DV sem reyndar var mjög
umdeild innan hljómsveitarinnar
á sínum tíma. Fyrstu tónleikana
héldum við svo á Akranesi 21. júlí
síðastliðinn en þá hafði Villi tekið
þrjár æfingar með bandinu."
Síðan hefur hljómsveitin verið
þónokkuð iðin við að halda tón-
leika og hefur spilað á ýmsum
stöðum með hinum ýmsu hljóm-
sveitum. Næst er hin dæmigerða
spurning um hverjir séu helstu
áhrifavaldar þeirra í tónlist.
„Við hlustum á alls konar tónlist
og alls ekki bara á þungarokk
heldur alla sem okkur finnst vera
að gera góða hluti. Umfram allt
sína eigin hluti. Það er einmitt
það sem þetta band er að gera.
Við erum ekki að reyna að stæla
einhverja hljómsveit eða ein-
hverja stefnu heldur kemur tón-
listin beint frá hjartanu. Við semj-
um mikið af lögum en við hendum
líka miklu af þeim. Ef við ætlum
að nota lag verður okkur öllum að
finnast það gott og gaman að
spila það aftur og aftur. Ef við höf-
um ekki sjálfir gaman af lögunum
getum við aldrei spilað þau þann-
ig að karakterinn og grúvið í þeim
komist til skila.“
ROKKKLUBBAR
ÓSKAST
Af einhverjum ástæðum upphefj-
ast nú heitar umræður um hippa
og hippamenningu.
„Að ætla að fara að endur-
skipuleggja núna einhverja
hippatísku og þar með talda tón-
list er alger tímaskekkja og hrein-
lega nostalgía sem við íslending-
ar höfum ekkert með að gera. Við
eigum að hugsa fram í tímann og
reyna að búa til nýja hluti en ekki
að reyna að endurlífga það
gamla aftur og aftur.“
Hvernig er þá íslensk rokktón- g
list samanborið við það sem ger- q
ist í Bretlandi og Bandaríkjunum? §
Ég veit af eigin reynslu að á- %
standið í Bretlandi hefur ekki ver- ^
ið upp á marga fiska síðustu eitt,
tvö árin. Nú er þar heilmikil rokk- s
vakning og klúbbarnir blómstra. -o
Hér hefur vantað þessa rokk-
klúbba þar sem nýjar hljómsveitir
geta komið sér á framfæri og það
nýjasta í tónlistinni er spilað. Út-
varpsstöðvarnar hér hafa Ifka
sýnt þessu lítinn - og flestar eng-
an - áhuga utan Útvarp Rót.
„fslendingar eru líka allt of
seinir að taka við nýjungum í
tónlist. Þeir vilja helst bara hlusta
á það sem þeir eru vanir að heyra
og þeir þekkja. Það er kannski
ástæðan fyrir því að íslenskar
hljómsveitir eru fæstar mjög bylt-
ingarkenndar."
Mestu hræringarnar síðustu
árin hafa verið í Bandaríkjunum
og ótölulegur fjöldi hljómsveita og
margs konar rokkafbrigði hafa
komið þaðan. En eins og Hallur
benti á, þegar viðmiðunin við
Bandaríkin kom til tals, þá er það
bara rjóminn af rokkinu þar sem
við fáum að heyra; það besta af
öllum þesum fjölda. Það er það
sem við miðum okkur við. Við
erum ekki að keppa við meðal-
bönd eða lakari því þau komast
fæst út úr klúbbunum heldur setj-
um við standardinn við þau bestu.
En hver er þá standardinn á þeim
hljómsveitum sem eru að stíga
sín fyrstu skref í klúbbum í
Bandaríkjunum?
HVAR?
Siggi: „Ég var í Los Angeles í
fyrra og sá þá fjöldann allan af
nýjum böndum. Mér fannst hrein-
lega ekkert af þeim reglulega
gott. Þau voru mörg allt í lagi en
ekkert þeirra vakti neinn sérstak-
an áhuga hjá mér.“
Eftir að hafa fengið nákvæmar
útlistanir á hvílíkur mengunar-
valdur bleiktur pappír er og hvað
hægt er að koma mörgum tómum
mjólkurfernum í sama ruslapok-
ann, með réttum aðferðum, tókst
mér að koma að lokaspurning-
unni um framtíðarplön hljómsveit-
arinnar Boneyard.
„Við verðum að æfa ný lög og
höldum síðan áfram að spila á
tónleikum sem víðast. Síðan er á
dagskránni að fara í stúdíó, að
minnsta kosti til að taka upp
demó og vonandi er ekki mjög
langt í plötuna.“
Ég er núna á þeirri skoðun að
útlitið í íslensku rokki hafi ekki
verið bjartara síðan ég fór að
fylgjast með því fyrir allmörgum
árum. Það er örugglega fullt af
hljómsveitum að æfa í bílskúrum
um allt land og næsta skrefið er
að koma sér í það að spila opin-
berlega. I Reykjavík má nefna
þrjá staði sem eru ágætir til slíks
brúks en það eru Næturklúbbur-
inn í Borgartúni, Kjallari keisar-
ans og Duus hús. Það er um að
gera að grípa tækifærin þegar
þau bjóðast því það er allt að
vinna en engu að tapa.
Við íslendingar eigum líka að
reyna að notfæra okkur þá athygli
sem rokktónlist annars staðar af
Norðurlöndum hefur fengið í
Bandaríkjunum upp á síðkastið.
Það er orðið tímabært að íslenskt
þungarokk komist á markað er-
lendis. Það eru líka þær íslensku
hljómsveitir sem virðast setja
markið hærra en á næsta sveita-
ball eða næsta pöbb.
Nú er bara að kýla á það.
Hljómsveitin Pandóra kemur frá músíkbænum Keflavík.
24. TBL 1990 VIKAN 41