Vikan - 29.11.1990, Síða 45
AÐFJARAUT
Elskulega Gabriella!
Mikið ertu jákvæð og skilningsrík í skrif-
um þínum um mig. Þakka þér innilega
fyrir. Ekki veitir af á þessum síðustu
og allra undarlegustu tímum. Við reynum,
elskuleg, að skoða ástand það sem þú ert í og
þig sjálfa í gegnum innsæi mitt og lítillega
skoða ég vísbendingar í skriftinni þinni sem
koma mættu að einhverju gagni fyrir þína
ágætu persónu. Mér þykir svo vænt um að fá
bréf frá fólki undir tvítugu, fólki sem er að pæla
í sér og lífinu sem slíku - þá bæði strákum og
stelþum.
SKILNAÐUR FORELDRA
ÁHRIFARÍKUR
Við skulum til að byrja með, kæra Gabriella,
hverfa nokkur ár aftur í tímann og íhuga eilítið
hvað gerist í litlu barnshjarta þegar pabbi og
mamma skilja. Þegar við erum börn erum við
mjög háð foreldrum okkar og ef við finnum að
ekki er allt með felldu í framkomu þeirra og
samskiptum erum við óafvitandi flest í því aö
reyna að milda ástandið með því að reyna að
þóknast þeim og reyna jafnframt að uppfylla
flestar þeirra kröfur, hvort sem þær í rauninni
koma frá þeim eða bara að viö búum þær til
fyrir þeirra hönd.
Undanfari skilnaðar er alltaf erfiður og á ein-
hvern hátt taugatrekkjandi fyrir okkur smáfólk-
ið. Við getum ekki áttað okkur á hvers vegna
pabbi og mamma geta ekki fellt sig hvort við
annað, sérstaklega þegar við sjálf getum auð-
veldlega komist af viö þau bæði svo vel fari
finnst okkur.
Rétt er þó að taka fram að við erum mjög
mismunandi sterkt tengd hvoru foreldranna um
sig. Það virðist í þínu tilviki vera eins og þú haf-
ir verið tilfinningalega háðari föður þínum en
undir meiri stjórn mömmu þinnar og þess
vegna hangir þú í ófullkomnu sambandi við
strákinn sem þú ert með. Væntumþykja og
smyrsl á gömul sár er allt annað en ást, elsku-
leg.
Það rót sem kemur á okkur krakkana við
skilnað foreldra okkar er meiri háttar mál. Ef
okkur veröur það á á þessum tíma, sem skiln-
aðurinn er að ganga í gegn, að vera óþjál eða
erfið getum við þess vegna ímyndað okkur að
vegna þess hvað við erum erfið höfum við gert
þetta stríð þeirra raunverulegt. Það er náttúr-
lega algjör grundvallar misskilningur. Öryggis-
leysið sem þú talar um, sem afleiðingu af skiln-
aði foreldra þinna, er örugglega rétt greining
hjá þér. Málið er bara að þú bætir það ekki upp
í gegnum aðra og alls ekki hitt kyniö. Það er
líka bersýnilegt að þú ert sjálf það klár að þú
sérð þetta ef þú slakar aðeins á og lætur eins
og þú sért að skoða einhvern annan en þig og
þá persónu sem er í sömu eða svipaðri að-
stöðu.
FULLKOMNUNARÁRÁTTA ÓÆSKILEG
Þú talar um að þú sért sérlega óáhugaverð og
ófær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þetta
getur ekki verið, elskan, því þú hefðir aldrei
valið að skrifa mér svona einlægt og greindar-
legt bréf ef þú værir ekki undir niðri bæði
þroskuð og líklega býsna sjálfstæð. Minnimátt-
arkenndin er þó að gera þér lífið leitt í augna-
blikinu.
Ef við reiknum með að þú sért að fara í
gegnum svo sem eins og þriðja og kannski
fjórða kafla þinnar eigin lífsbókar er ekkert dul-
arfullt við að þér hundleiðist. Þú veist það,
elskan, að bækureru með mismunandi áhuga-
verðum köflum og tímabilum út alla bókina.
Hver persóna fær í vöggugjöf óskrifaða bók
sem henni ber að leggja metnað sinn í að gera
eins áhugaverða aflestrar og hægt er þegar
upp er staðið. Viljann til verksins átt þú sjálf því
Guð gaf okkur öllum frjálsan vilja. Ef ég ætti að
lesa lífsbók þína á endanum bið ég þig vin-
samlegast að gleyma ekki að vera leiðinleg,
döpur, óviss, óörugg og fúl af og til gegnum
þína ágætu bók. Annars verður bókin svo flöt
og á annan hátt óeðlileg.
Mistök eru nauðsyn til að viö getum lært og
þroskast af þeim. Þú virðist aftur á móti núna
einungis geta fellt þig við það liðna og þá þau
tímabil þegar þú stóðst þig betur heldur en
kannski var eðlilegt fyrir lital viðkvæma stelpu
eins og þú óneitanlega ert, elskan. Málið er að
ekkert okkar er fullkomið sem betur fer.
SVEFN OG AUKAKÍLÓ
Þegar við viljum sofa af okkur lífið erum við
vissulega dálítið þung. Ef við svo í þokkabót
örvum okkur með aukabitum og kannski sæl-
gæti erum við líka pínulítið þung. Okkur sem
þannig er ástatt fyrir skortir flest persónulegan
áhuga á okkur sjálfum á þann hátt sem örvar
okkur til dáða.
Sjálfsást er mjög mikilvæg og fyrsta og eina
forsenda þess að geta elskað aðra. Megrunar-
kúrar geta verið hættulegir og alls ekki hollir
unglingum. Ef þeir eru ekki framkvæmdir með
hjálp læknis er hætt við að eitthvað fari úr-
skeiðis sem erfitt getur verið að sjá fyrir end-
ann á. Aukakíló eru alls ekki það versta sem
getur hent okkur því að útlitið er, sem betur fer,
ekki mælistika á manngildi okkar. Hitt er svo
annað mál að það er ekkert skemmtilegt að fá
ekki á sig þær buxur sem við viljum helst eöa
þurfa kannski að draga peysuna óþarflega
langt niður ef okkur finnst rassinn of stór.
Mundu bara, elskan, að fitubollustand er
eitthvað sem er hægt að laga. Ef þig vantaði
aftur á móti heyrnina væri öllu erfiðara fyrir
læknisfræðina að eiga við það. Þó hún sé
komin langt.
Hvað varðar mikinn svefn og ánægjuna sem
honum fylgir þarf slíkt ekki að vera neitt sér-
lega dularfullt eða annarlegt. Sumt fólk er til
dæmis mjög þungt og slappt í lægðum sem
fara yfir landið og þær eru nánast eitt algeng-
asta veðurfarið á þessu annars ágæta landi. Ef
þú ert ein af þeim sem eru plöguð af slíku er
mjög gott fyrir þig að sofa tvisvar á sólarhring,
þá á nóttunni og svo aftur á milli svona fimm og
átta síðdegis. Þú kemst fljótt aö þvi að þú
breytist og færð aukinn þrótt í ofanálag.
Ef ég væri þú myndi ég fá mér góðan og
nærgætinn sálfræðing til að koma mér út úr
fortíðinni, þá sérstaklega skilnaöi foreldra
þinna á sínum tíma. Þar hafa greinilega skap-
ast röng samskiptatengsl þín við sjálfa þig og
Frh. á bls. 49
Frábœr eldavél!
HL 66120
5 ólíkar hitunaraðferðir:
venjuleg hitun, hitun
með blæstri, glóðar-
steiking m. blæstri,
venjuleg glóðarsteiking
og sjálfvirk steiking.
Keramíkhelluborð.
Rafeindaklukka.
s\£
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
24. TBL.1990 VIKAN 45