Vikan - 29.11.1990, Page 66
Skilaboð ffrá Ijósverum
- sem vilja leiðbeina okkur móttekin af miðlum
Asíöustu árum hefur
mikill fjöldi bóka um
svokölluö nýaldar-
málefni verið á markaönum
hér á landi en aðallega á
ensku. Þótt framboöið sé mik-
ið eru alltaf ákveðnar bækur
sem njóta meiri vinsælda en
aðrar og má þar nefna bækur
eins og Living with Joy sem er
rituð af Sanaya Roman og
Emmanuel’s Book rituð af Pat
Rodegast og Judith Stanton.
Báðar þessar bækur hafa nú
verið þýddar á íslensku og eru
væntanlegar á markaðinn á
næstunni. Efni beggja bók-
anna er móttekið af miðlum og
hefur að geyma skilaboð frá
Ijósverum sem vilja leiðbeina
okkur á leið okkar í gegnum
Iffið.
á nauðsyn
þess að öðl-
ast jafnvœgi
og öryggi í lífi
okkar og
leita að
innsta kjarna
okkar
Lifðu í gleði
Rituð af Sanaya Roman
lnnbundin/185 bls.
Sanaya Roman er miðill sem
komst árið 1977 í samband
við „Ijósveru" sem kallar sig
Orin. í mörg ár unnu þau sam-
an og Orin veitti henni
persónulegar leiðbeiningar,
svo og vinum hennar en þeim
leiðbeiningum dreifði Sanaya
til þeirra á segulbandsspólum.
Árið 1983 sagði Orin henni frá
því að hann vildi að hún skrif-
aði bók meö sér. Hann sagðist
vera að vinna að því að um-
breyta ríkjandi hugsunarhætti
í heiminum með því að hjálpa
fólki til að skilja eigin hug og til-
finningar og meö því að efla
kærleikann i heiminum.
Bókin er vel upp byggð og
tekur Orin ákveðið málefni fyrir
í hverjum kafla. Hann bendir á
ríkjandi venjur og hvernig
hægt sé að breyta þeim. Hann
bendir okkur á að lifa í gleði,
breyta neikvæði í jákvæði,
biðja um hjálp því ekki sé
hægt að veita eitthvað sem
ekki sé beðið um, auðsýna
þakklæti bæði fyrir það sem
við höfum nú þegar, svo og
það sem okkur áskotnast dag
hvern. Orin leggur áherslu á
hversu mikilvægt þakklætið sé
í lífinu og einnig kærleikurinn,
sem hann segir að sé fæða al-
heimsins. Hann bendir á
nauðsyn þess að við lærum að
elska okkur sjálf, að við lærum
að öðlast jafnvægi og öryggi í
lífi okkar og að við lærum að
leita að innsta kjarna okkar. í
bókinni eru sérstök æfinga-
blöð þannig að lesandinn get-
ur jafnóðum og hann les bók-
ina notaö hana sem vinnubók
í tengslum við eigin þroska.
Uppruni bókarinnar kann að
virðast umdeildur í huga
margra en Orin biður lesand-
ann um að hefja sig upp yfir
það og reyna að færa sér í nyt
þær leiðbeiningar sem hún
inniheldur, til að öðlast meiri
lífsfyllingu og nánari tengingu
viö sitt æðra sjálf.
Þessi bók, svo og aðrar bækur
eftir sama höfund, hefur verið
mjög vinsæl og virðist sífellt
geta bent lesandanum á nýjar
og bjartari hliðar tilverunnar. í
íslensku útgáfunni er bókin
smekklega innbundin og
kápumyndin sérhönnuð. Út-
gefandi: Nýaldarbækur hf.
Verð: 2.490 kr.
• Emmanúel
síenduitekur
þau fyrirmœli
sín til okkar
að treysta
eingöngu
þeim boð-
skap sem
við finnum
og skiljum
djúpt í hjarta
okkar að er
réttur...
Bók Emmanúels
Rituð af Pat Rodegast
og Judith Stanton
lnnbundin/256 bls.
Pat Rodegast er miðill sem
komst í samband við Emman-
úel í hugleiðslu upp úr 1970. f
mörg ár veitti Emmanúel Pat
og þeim sem til hennar leituðu
leiðbeiningar. Pat komst fljót-
lega að því að margir spurðu
sömu spurninganna svo hún
og aðstoðarkona hennar, Jud-
ith Stanton, útbjuggu lista með
algengustu spurningum fólks
og svörum við þeim. Listinn
var síðan afhentur öllum sem
til þeirra leituðu. Seinna
ræddu þær við Emmanúel um
útgáfu bókar og eftir fimm ára
samvinnu varð þessi bók til.
Emmanúel kemur víða við í
leiðbeiningum okkur til handa.
Hann tekur á jákvæðan hátt á
málum og útskýrir lífið og
dauðann, óttann sem virðist
fylgja manninum, myrkrið og
hiö neikvæða, hið illa og synd-
ina. Hann ræðir um lífsreynslu
okkar og ábyrgð á því lífi sem
við höfum valiö að lifa í þess-
ari jarðvist. Hann hvetur okkur
til að líta á mannlegt eðli okkar
(langanir, vináttu o.s.frv.) sem
visbendingu um sannleika
Guðs og varar okkur við að
leita æðri sannleika annars
staðar en i lífinu sjálfu. Hann
bendir á nauðsyn gleðinnar í
lífinu og ræðir opinskátt um
þróunarbraut þá sem líf okkar
Láðaríjós tií
auðugra íífs
Bók
Emmanuels
Inngangur eftir
fylgir. Hann margítrekar að
myrkrið sé afurð vitsmunanna
og að þeir verði að víkja fyrir
hjartanu og innsæi okkar til að
við getum öðlast hina leyndu
vitneskju um æðri visku. Hann
ræðir um jörðina og vistfræði
hennar og þær breytingar sem
hún er að fara í gegnum. Hann
veitir líka svör við spurningum
um önnur málefni eins og
kynhvöt, fóstureyðingar, sam-
bönd milli manna, sannleika,
trúarbrögö og helgisiði, verur
utan úr geimnum og fleira.
Emmanúel bendir á að í
raun sé ekkert af þessu nýtt
heldur virðumst við hafa þörf
fyrir að heyra það aftur og aft-
ur og nú í samhengi við þann
tíðaranda sem ríkir. Hann si-
endurtekur þau fyrirmæli sín til
okkar að treysta eingöngu
þeim boðskap frá honum eða
öðrum sem við finnum og skilj-
um djúpt í hjarta okkar að er
réttur.
Bókin er Ijóðrænt uppsett í
ensku útgáfunni og sú upp-
setning hefur haldist í þýðing-
unni. Emmanúel bendir á að
oft sé gott bil í textanum svo
fólk geti hugleitt í ró það sem
þaö er að lesa áður en haldið
er áfram. Bókin er Ijúf og kær-
leiksrík eins og boðskapur
hennar ber með sér. Handbók
sem alltaf er hægt að fletta
upp í. í íslensku útgáfunni er
hún innbundin. Útgefandi:
Nýaldarbækur. Verð kr. 2.490
66 VIKAN 24. TBL1990