Vikan


Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 78

Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 78
Framhald af bls. 74 Stingið kerti í þá og dragið það í gegn - gatið helst í bakstrinum. Flötu stjakarnir eru gerðir úr eins sentímetra þykku deigi sem skorið er út meö smákökuformum. Þegar stjakarnir eru tilbúnir eru þeir settir á bökunarplötu með bökunarpappír. Setjið stjak- ana í 150 gráða heitan ofn og bakið þá í einn og hálfan tíma. Látið þá kólna í ofninum og málið þá síðan með lakklitum. MÁLAÐUR RAMMI Efni: Trérammi i hentugri stærð, tómstundalakk, pensill. Finnið gamlan ramma í geymslunni eða kaupið ódýran ramma sem hentar utan um mynd af ykkur. Málið blómamynstur á rammann með tómstundalakki. Það er auðvelt í meðförum og þornar hratt. Pensilinn má hreinsa í vatni. MÖNDLUR Bæði saltmöndlur og brenndar möndlur tilheyra jólunum og það er auðvelt að búa þær til. Brenndar möndlur: Setjið 100 grömm af möndlum (takið ekki utan af þeim) og 100 grömm af sykri í pott ásamt 2 msk. af vatni. Hitiö og hrærið í á meðan. Fyrst verðursykurinn þurrog gráleitur en svo verður hann brúnn og gljáandi. Þegar fer að braka í massanum eru möndlurnar teknar upp úr og settar á bökunar- pappír. Aðskiljið möndlurnar hratt með tveimur olíubornum göfflum, áður en sykurinn harðnar! Saltmöndlur: 100 grömm af möndlum, 2 tsk. af olíu, f ínt eða gróft salt. Skolið möndlurnar, takið af þeim hýðið og þerrið þær. Setjið þær í skál og hellið olíunni yfir. Hrærið í svo olían nái að þekja allar möndlurnar. Stráið salti yfir og steikið þær Ijósgullnar á tefl- onpönnu. GULLHÚÐUN Gullhúðun fæst í mörgum útgáfum en ekki falla fyrir þeirri freist- ingu að kaupa þá ódýrustu. Hún hefur ekki rétta gljáann og þek- ur ekki nógu vel. Biðjið afgreiðslufólkið að leiðbeina ykkur og munið að í þessu samhengi er ekki ráðlegt að ætla að spara sér hundraðkall! JÓLAKERTASTJAKAR Nú er hægt að fá pasta í öllum útgáfum, meðal annars pasta- hreiður. Þau eru ágæt á bragðið en líka vel til þess fallin að verða jólaskraut! Gullbronsið pasta-hreiðrin, setjið í þau ferskan mosa og rauð jólakerti. Jólaskrautið getur líka verið fljótgert. Hér er einfaldasta jóla- skraut sem hægt er aö hugsa sér: Komið mosa fyrir í flatri glerskál, setjið nokkur sprittkerti í og stráið gullpallíettum yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.