Vikan - 24.11.1938, Síða 2

Vikan - 24.11.1938, Síða 2
VIKAN ;r’ ■ 2 Nr. 2, 1938 WMtlfj tl\/WUAA~ VUVVvWUvT^ Hvort sem mála skal hús að utan eða inn- an, mun H A K P A ávalt eiga fyrirliggj- andi í miklu úrvali hina réttu liti, sem liæfa bæði smekk yðar, kröfum nútím- ans um góða endingu og hinu íslenzka veðurfari. Þó að veður og vind- u r reyni mikið á húsamálningu, eru á- tökin, sem skip verða fyrir, enn harðari, og hefir reynslan sýnt, að hér dugir engin málning nema skipa- málning, sem við framleiðum undir „International“ vörumerkinu. ■ Lakk & Málningarverksmiðjcan HARPA PETROMAX luktirnar, Sendar hvert á land sem er gegn póstkröfu. með';hraðkveikju, selur Verzlnn 0. lnpn 11 Frúin (í samkvæmi): „Það er merkilegt, að yður skuli ekki vaxa skegg. Faðir yðar hafði mikið alskegg." Hermaðurinn: „Já, það er satt, ég líkist í því meira móðurinni en föðurnum." * Tveir skipstjórar voru að metast um, hvor hefði komizt lengra norður. Oddur: „Ég komst síðastliðið vor svo nálægt norðurheimsskautinu, að ég sá á því svartan blett.“ Sæmundur: „Stendur heima! Svarti bletturinn — það var ég.“ * Maðurinn (er að halda ræðu): „Gæfan, herrar mínir og frúr, ja, hvað er gæfan? Ég fyrir mitt leyti hefi verið gæfusamast- ur í faðmi konu annars pianns.“ (Almennt hneyksli hjá áheyrendunum). „ . . . Ja, það var hjá móður minni.“ # Brúðkaup geta stundum verið alvarlegri en jarðarfarir. # Menn læra bezt, hvers virði þögnin er, með því að taka vel eftir munnsöfnuð annarra. Þú verður að láta eins og þú sjáir ekki bresti og veikleika vina þinna. Annars missir þú vináttu þeirra. Menntun er — segja menn — þau áhrif lærdómsins, er eftir verða' í hverjum manni, þegar hann er búinn að gleyma því, sem hann hefir lært. Ef þig langar til að vita, hvað misjafnt er um þig sagt, þá stríddu einhverjum kunningja þínum, og reyndu, hvort þú færð engar fréttir um sjálfan þig. — Hvað er það bezta, sem menn geta eignazt? spurði eitt sinn gamall heimspek- ingur lærisveina sína. En svör þeirra voru: Frá þeim fyrsta: „Lífsgleði". Öðrum: „Sannan vin.“ Og þriðja: „Gott hjarta.“ — Rétt segir þú, sagði heimspekingur- inn. — 1 þessum tveimur orðum eru óskir hinna beggja innifaldar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.