Vikan - 24.11.1938, Side 3

Vikan - 24.11.1938, Side 3
Nr. 2, 1938 VIKAN 3 RNIN og gamalmennin. Eftir dr. phii. Símon Jóh. Ágústsson. Vér leggjum með réttu mikið upp úr því, að ungur maður eða ung stúlka sé af góðu fólki. Ástæðan til þess er ekki einungis sú, að vér vitum, að gáfur og fleiri eiginleikar ganga í erfðir, heldur og að vér vitum, hvaða menningarumhverfi hefir lagt grundvöllinn að persónu mannsins.- EIMILIÐ annast venjulega hið fyrsta uppeldi barnsins eða þar til það fer að ganga í skóla. Til þess tíma, eða til 6—7 ára aldurs, er heim- ihsuppeldið hið eina reglulega uppeldi, sem börnin fá, en auk þess verða þau auðvitað fyrir margvíslegum áhrifum, góðum og ill- um, af utanheimilismönnum eða „um- hverfinu". Þetta fyrsta uppeldi barnsins er svo þýðingarmikið, að heimilið má með réttu kalla hornstein allrar menningar. 1 f jölskyldunni er barnið vanið og siðað. Þar eru því innrættar hinar fyrstu siðgæðis- og trúarhugmyndir, þar er því kenndur greinarmunur á góðu og illu, þar eru því settar reglur um hegðun og framferði. Fjölskyldan getur betur en nokkuð ann- að mannfélag haft menntandi áhrif, sem ná til allrar sálar eða persónu barnsins, sökum ástar þeirra, er tengir alla fjöl- skyldumeðlimina saman, og sakir þess, hve uppeldissambandið á milli foreldra og barna stendur lengi og órofið. Fjölskyld- an, einkum ef hún er barnmörg, er betur fallin en nokkurt annað umhverfi til þess að vekja óeigingirni, hjálpsemi og fórn- fýsi hjá börnunum. Foreldrarnir hafa og betri aðstöðu en nokkur annar uppalandi til að þekkja barnið og haga uppeldisað- ferðunum eftir upplagi hvers eins. Fjöl- skylduuppeldið hefir því djúp og óafmáan- leg áhrif á skapgerð og siðferði barnsins: þær hugsjónir, sem oss voru innrættar í bernsku og vér fundum, að foreldrar vor- ir og vandamenn virtu mest, leita oftast upp hjá oss seinna í lífinu. Vér leggjum með réttu mikið upp úr því, að ungur mað- ur eða ung stúlka sé af góðu fólki. Ástæð- an til þess er ekki einungis sú, að vér vit- um, að gáfur og fleiri eiginleikar ganga í erfðir, heldur einnig hin, að vér vitum, hvaða menningarumhverfi hefir lagt grundvöllinn að persónu mannsins. Það þarf hvorki að fara mjög langt aftur í tímann né hafa kynni af frumstæð- um mannflokkum til þess að komast að raun um, að þjóðfélagsstofnun sú, sem kölluð er fjölskylda (famille), hefir ekki allt af verið eins og hún kemur oss fyrir sjónir nú í dag í nánasta umhverfi. Fé- lagsfræðingar greina á milli f jölda margra tegunda og afbrigða af f jölskyldum, en út í þá sálma yrði of langt mál að fara hér. En fjölskyldan hefir ekki einungis breyst, heldur einnig heimilið. Vér vitum, að það er t. d. töluverður munur á íslenzku sveita- heimili og heimili hér í Reykjavík. Heim- ihð í borgum er yfirleitt mannfærra en sveitaheimilið. Á kaupstaðarheimilinu eru oft aðeins maðurinn, konan og börn þeirra ófullveðja, eða á því dvelst oftast aðeins fjölskyldan í þrengstu merkingu (auk vinnukonu, sem hjálpar húsmóðurinni við heimilisstörfin). Á sveitaheimilinu er oft- ast fleira og færra fólk, f jölskyldunni óvið- komandi (vinnufólk). Yfirleitt er heimilið stærri mannfélagsheild í sveitum en bæj- um og oftar dvelst á því aldrað venslafólk húsbænda, svo sem foreldrar þeirra. Er því miklu sjaldgæfara að sveitabörn alist upp á heimili, sem ekkert aldrað fólk er á, en börn hér 1 Reykjavík. Þessi munur á heimilisháttum í bæjum og sveitum hefir all-veruleg áhrif á upp- eldi barnanna. Hvorttveggja heimilis- háttunum fylgja kostir og gallar. Frá uppeldislegu sjónarmiði má að sumu leyti telja það kost, er á heimilinu dveljast að- eins f jölskyldumeðlimirnir: foreldrarnir og börnin. Þá er ekki að óttast, að barnið verði fyrir áhrifum frá heimilisfólki, sem gagnstæð eru vilja foreldranna, því að það er undir þeim sjálfum komið, hvers konar uppeldisáhrifum barnið verður fyrir á heimilinu. En á stóru sveitaheimili, þar sem margt vinnufólk er, hafa foreldrar ekki beint vald yfir öllum þeim áhrifum, sem börnin verða fyrir frá heimilisfólkinu. Því er það skylda húsbænda, gagnvart börnunum, að velja góð hjú, svo sem segir í Varabálki Sigurðar Guðmundssonar: „Vel þér hjú, sem þekkir þú, þrifin, trú og lagin.“ Ókostur fámenns heimilis, frá uppeldis- legu sjónarmiði, er aftur á móti sá, að áhrifin, sem barnið verður fyrir, eru fá- breyttari og einhæfari en á margmennu heimili, — því að náin kynning barns- ins er bundin við hið fáa heimilisfólk (oft aðeins foreldrana) sem það umgengst dag- lega. Barnið á þá ekki kost á að temja sér að koma skapi við og lynda við ólíka menn. Eftir því sem heimilið verður mann- færra, færist það fjær því að vera minnk- uð mynd af þjóðfélaginu í heild, og hinu félagslega uppeldi, sem það getur veitt, verða því þrengri skorður settar. Þessa kosti og ókosti hins fámenna fjölskylduheimilis hafa heimilin yfirleitt hér í Reykjavík. Er heppilegt, að börn umgangist aldrað fólk ? Hverjir eru kostir þess og gallar, að börn og gamalmenni séu á sama heimili? Hve mikla hlutdeild á aldrað fólk að hafa í uppeldi barna? Fyrst er á það að líta, að mjög varhuga- vert er að fela öldruðu fólki uppeldi barna eingöngu, enda þótt það sé í alla staði hið vandaðasta. 1 dönsku barnaverndarlögun- um er t. d. ákvæði um það, að barna- verndarnefndir skuli yfirleitt eigi fela manni eða konu eldri en 55 ára börn til uppfósturs. Ástæðan til þessa er ekki ein- ungis sú, að hætt er við, að heilsa og starfskraftar fósturforeldranna þrjóti áð- ur en barnið er uppkomið, og líkamlegri hirðingu þess og umönnun verði áfátt, heldur einnig sú, að agi og eftirlit með

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.