Vikan - 24.11.1938, Síða 4

Vikan - 24.11.1938, Síða 4
4 VIKAN Nr. 2, 1938 barninu fer oft í handaskoíum hjá þeim. Börnin læra furðu fljótt að „fara í kring- um“ gamalmenni, ef þau fá ekki með öðru móti vilja sínum framgengt við þau. Reynsla barnaverndarnefnda og kennara er sú, að siðferði þeirra barna, sem alast upp hjá gömlu fólki, sé tiltölulega oft áfátt, og er þar sjálfsagt mest því um að kenna, að aganum er ábótavant. Það er því mjög viðsjárvert, að uppeldi barnanna hvíli eingöngu á öldruðu fólki. Öðru máli gegnir um uppeldisáhrif þau, sem aldrað fólk hefir á börn, á heimilum, þar sem föður og móður nýtur við. Þá er ég á þeirri skoðun, að börn hafi yfirleitt gott af því að umgangast aldrað fólk. Flestir kannast við, að sambúð aldraðs fólks og barna á sama heimili er yfirleitt hin ástúðlegasta. Börnum þykir nærri und- antekningarlaust ákaflega vænt um afa sinn og ömmu. Þetta stafar ekki eingöngu af því, að gamla fólkið láti meira eftir börnunum en foreldrarnir og taki vægara á yfirsjónum þeirra, þótt slíkt sé ekki fá- títt. Sjaldan munu þó svo mikil brögð að því, að aldrað fólk á heimilinu komi börn- unum upp á óvanda og láti svo mikið eft- ir þeim, að skaðlegt megi teljast uppeldi þeirra, ef foreldrar eru vel á verði. Ástæð- an til þess, að börnum og öldruðu fólki kemur svo vel saman og raun er á, er önn- ur og dýpri. ,,Veit barn, hvað við sig er átt.“ Gamalt fólk ber yfirleitt dýpri ást til barna, er barnbetra en menn í blóma aldurs síns. Spakmælið segir, að tvisvar verði gamall maður barn. Með aldrinum færist maðurinn nær sinni eigin bernsku, hann minnist með söknuði hinnar misstu Paradísar, bernskunnar, og lifir oft að mestu í endurminningum um hana. Hon- um stendur eigin bernska ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sálfræðilegar rannsóknir hafa sannað þetta einkennilega afturhvarf eða heimþrá gamalmenna til bernsku sinn- ar. Bernskuminningarnar ásækja þau og þeim skýtur ósjálfrátt upp í hugann úr djúpi gleymskunnar. Hinar fyrstu minn- ingar vorar mást seinast í glöpum ellinn- ar. Sennilegast eru hinar síðustu minning- ar, sem skýtur upp í huga öldungsins, frá bernsku hans. Andi mannsins hverfur þannig til upphafs síns. Allir, sem lesið hafa mikið af sjálfsæfisögum merkra manna, munu hafa veitt því eftirtekt, að þeir dvelja flestir langlengst við bernsku sína og horfa til hennar með ást og sökn- uði. Aftur á móti gefa sjálfsæfisögur oft kalda og ópersónulega mynd af fullorðins- árunum, hversu athafnarík, sem þau hafa verið. Athugun á sálargerð aldraðs fólks leiðir greinilega í ljós, að það stendur nær börn- um en menn í blóma aldurs síns. Það er þessi andlegi skyldleiki, sem dregur börn og gamalmenni hvort að öðru. Gamalt fólk á oft hægara með að setja sig inn í hugs- unarhátt barnanna og skilja þarfir þeirra en ungt fólk. Gamla fólkið er yfirleitt þol- inmótt og þreytist ekki á að svara fyrir- spurnum bamsins, það hefir yndi af því að svala fróðleiksþrá þess. Einkum er því sú list lagin, að segja börnunum sögur og æfintýri. Einn aðalþáttur heimauppeldisins er ekki fólginn í kennslu, heldur í því, að börnin læra margt og mikið ósjálfrátt af því að umgangast heimilismenn, með því að hlýða á tal þeirra og sjá atferði þeirra. Þannig tileinkar barnið sér menningar- anda þann, sem ríkir á heimilinu. — Þarna á gamla fólkið á heimilinu merkilegt hlut- verk að rækja. Það hefir góðan tíma til þess að vera með börnunum, og segja þeim æfintýri og frá atburðum, sem gerðust í ungdæmi þess o. s. frv. Börnin hlýða oft- ast á frásagnir þessar með mestu athygli. — Þannig kemst andi hinna gömlu kyn- slóða inn í börnin, svo að þau skjóta dýpri rótum í fortíðina en almennt er haldið. Ég fyrir mitt leyti tel sum hin dýrmætustu uppeldisáhrif, sem ég varð fyrir í uppvext- inum, komin frá öfum mínum og ömmu, sem dvöldust í hárri elli á heimili foreldra minna. Loks má ætla, að samvistir barna við aldrað fólk hafi góð áhrif á framkomu þeirra. Börnin læra þá að gæta réttrar framkomu gagnvart gamalmennum, vera greiðvikin við þau, rétta þeim hjálparhönd og auðsýna þeim virðingu. Drengurinn, sem vanur er að hjálpa afa gamla og ömmu og sýna þeim nærgætni, mun ekki fylla hóp götustráka, sem þyrpast að gam- almennum, gera hróp að þeim eða jafnvel henda í þau snjó eða öðru þvíliku, heldur er hann þekktur að hinu, að bjóða gamal- mennum aðstoð sína, leiða þau yfir götu, standa upp fyrir þeim í strætisvagni o. s. frv. Að framkoma barna hér við gamal- menni er sorglega áfátt, eins og oft sjást dæmi um á götum úti og í strætisvögnum, stafar fyrst og fremst af vanræktu upp- eldi og síðan af hinu, eins og áður er drepið á, að mörg börn umgangast ekki aldrað fólk á heimili sínu og lærist því ekki að taka tillit til þess né auðsýna því þá virðingu, sem hverjum siðuðum manni er skyld. Margt fleira mætti segja um sambúð aldraðs fólks og barna, sem ég tel að sé mjög æskileg, innan vissra takmarka, og báðum aðiljum til gagns og gleði. Það verður að viðurkenna, að framkomu og siðfágun barna og unglinga er almennt mjög áfátt hér í Reykjavík, meðal annars að því leyti, að þau taka of lítið tillit til gamals fólks og sýna því ekki hæfilega kurteisi né virðingu. Einn merkasti núlifandi rithöfundur Is- lendinga, hr. Guðmundur Kamban, hefir oft að því vikið, hve siðfágun Islendinga væri ábótavant og saknað þess, að almenn- ir mannasiðir og framkoma væru ekki kennd hér í skólum. Ég er honum alveg sammála um þetta atriði. Þó að ég sé þeirrar skoðunar, að uppeldisáhrifum skól- anna séu takmörk sett, geng ég þess ekki dulinn, að íslenzku þjóðinni er brýn þörf þess, að tekin sé upp siðferðileg kennsla almennt í skólunum, ekki á fræðilegum V i k a n TJtgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Aust.urstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. >■---- grundvelli, heldur hagnýtum, þar sem börnunum séu kenndar og þau séu látin iðka með framferði sínu, eftir því sem við verður komið, hinar nauðsynlegustu regl- ur um almenna framkomu og hegðun, sem enginn getur gengið á snið við nema sjálf- um sér til vansæmdar. Ég efast ekki um, að þannig löguð kennsla um siðferði, al- menna framkomu og mannasiði myndi bera mikinn árangur, og óvíða mun henn- ar meiri þörf en hér á landi. Símon Jólv. Ágústsson. Kristján Albertsson var eitt sinn á tali við Árna Pálsson, prófessor. Kristján var nýkominn utan frá París, þar sem hann hafði ætlað að skrifa bók. Var hann að segja Árna frá því, að hann hefði hitt Einar Benediktsson úti í París og væri Einari mjög aftur farið með minni. Hefði hann t. d. verið að tala um einhvern Ágúst Blöndal og hefði það ekki verið fyrr en eftir langa mæðu að Kristján skildi, að Einar ruglaði saman Ágústi H. Bjarnasyni prófessor og Sigfúsi Blöndal bókaverði í Kaupmannahöfn. — Ekki þykir mér það svo mikið, sagði Árni, en tók sig svo á og bætti við: — En hamingjan góða! Ef slíkur maður væri nú til! Eftir að Grímur Thomsen dró sig út úr dönsku pólitíkinni og gerðist bóndi á Bessastöðum, fór hann að gefa sig að ís- lenzkri pólitík. Eignaðist hann þá marga pólitíska andstæðinga, eins og að líkum lætur. Eitt sinn dó einn andstæðingu hans og var jarðaður. Grímur hafði skömmu áður gerst nokkuð- harðorður um þennan and- stæðing sinn, en fór þó að jarðarförinni. I kirkjugarðinum vék einn samherji hins látna sér að Grími og sagði: — Hvað ert þú að flækjast hér, Grím- ur? — O, ég vildi sjá hann grafinn, svaraði Grímur. * Varastu að verja fyrri hluta æfinnar til þess að ónýta seinni hluta hennar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.