Vikan - 24.11.1938, Síða 20

Vikan - 24.11.1938, Síða 20
20 VIKAN Nr. 2, 1938 Bónorð fyrir 400 árum. Framh. af síðu 5. Ekki ein einasta af kvikmyndastjörnum Hollywood-borgar, — sem hvað nákvæm- ast eru valdar úr, — mundu standast slíka rannsókn með góðum árangri. Hin samvizkusama lýsing á prinsessunni. Sendimönnunum hafði ekki verið falið auðvelt erindi, en þeir lögðu sig alla fram að reka það sem bezt, þannig að konung- ur mætti sem bezt við una. Hinrik VII. þekkti ekkert spaug og heimtaði gott starf fyrir sína peninga. Á hans dögum voru fangelsin yfirfull, en samt fannst alltaf eitthvert skot í þeim fyrir óduglegan hirð- mann, ef því var að skipta. Eftir að sendimennirnir höfðu notið gistivináttu Neapel-hirðarinnar í 4 vikur, senda þeir eftirfarandi skýrslu til London: „Eftir því sem vér getum treyst augum okkar, sem eru þó aldrei óskeikul, virðist oss unga prinsessan ósminkuð. Vaxtarlag hennar og andlitsdrættir féllu oss vel í geð. Yfirbragð hennar er hreinlegt og sléttleitt, andlitið kringluleitt og feitlagið. Barmur hennar er mjúklega hvelfdur og eftir því sem séð verður, hvorki of lítill né of stór, ein handfylh, — eins og hæfilegt er. Handleggirnir eru hvorki stuttir né lang- ir, þeir bera fagrar línur og eru hraustleg- ir. Hálsinn er feitlaginn, hrukkulaus, barkakýli heldur ekki áberandi. Herðarn- ar eru mjúklega álútar, en hvort hnakka- svipurinn er nautnalegur getum vér ekki sagt, því að vér komumst ekki aftan að prinsessunni. Hún hefir brún augu, sem senda frá sér varmt augnaráð, augnahárin eru svört, augnabrúnirnar mjóar og yndislega boga- dregnar. Ennið er all hátt og mjótt. Hvað nefi prinsessunnar viðvíkur, verð- ý ur því ekki neitað, að það er all langt og skagar að vissu leyti fram úr andlitinu. Nefbroddurinn teygir sig fram og niður og virðist leitast við að ná sambandi við efrivörina, alveg eins og hjá hinni tignu móður, drottningunni. Nasirnar veita enga innsýn, samt eru þær all víðar. Berar hendur hennar höfum vér oft séð, og kysst meira að segja. Vér lýsum því yfir, að snerting handa hennar var þægi- leg, þær eru sléttar og aðlaðandi mjúkar, bein og hnúar eru lítið áberandi. Hend- urnar eru ekki þvalar, enda er prinsessan ekki haldin neinni svitalykt, þótt hún noti engin ilmvötn. Hvað andardrætti prinsessunnar viðvík- ur, höfðum vér ekkert tækifæri á að kanna hann, þar eð vér komumst ekki nægilega nálægt munninum á henni. Er vér rædd- um við hana, tókum vér heldur ekki eftir, að hún notaði nokkurt munnvatn til þess að gera andardráttinn vellyktandi. Eftir rósroða varanna, liljuhvíti húðar- innar og hreinleik munnsins að dæma, er prinsessan skírlífið, heilsusemin og lífs- gleðin sjálf. Hvað hæð hennar snertir, var ómögulegt að komast að því, hvort hún notar háa hæia eða ekki. Pilsin eru alltaf síð, svo að vér gátum aðeins stundum séð tærnar á skónum hennar, sem virtust mjög fíngerðar. Kvöldskó af prinsessunni var ómögulegt að útvega, því að tvær mey- kerlingar halda strangan vörð um herbergi hennar. Prinsessan hefir sýnilega smekk fyrir góðum mat, tekur tvisvar af aðalréttunum og naslar í sælgæti og ávexti. Vanalega drekkur hún kaffi, blandað all-miklu vatni, sjaldnar kryddvín. Hún er alltaf geðgóð og alls ekki kaldlynd né rellin. Það er létt yfir henni, en með því eigum vér ekki við léttúð heldur frjálsleik hreyfinga hennar. Orðfæri prinsessunnar er ekki óhugsað né flumósa, öll framkoma hennar er öllu fremur sett og fyrirmynd kvennlegrar blygðunar. Þó að hún væri oft dálítið orð- hvöss, þá er það að voru áliti meir náveru móður hennar að kenna, sem alltaf gefur dóttur sinni auga, svo að hún leyfi sér ekki aðlaðandi orð né fas. Yfir höfuð hegðaði hún sér sem góðri meyju sæmir, og skeytti lítið um okkur. Hún gerði frek- ar að gamni sínu við hirðmeyjarnar. Vér höfum ekki uppgötvað neitt um sér- stök mök við Aragóníukonung, og senni- lega er þar um illgjarnt slúður að ræða.“ Hingað ná þessi tvö sögulegu plögg og ekki lengra. Hinrik VII. giftist ekki Charl- ottu prinsessu. íslenzk frímerki ávalt keypt hœsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast. Innkaupsverðlisti fyrir 1939, 12 síður með 26 myndum, kostar 50 aura. Mikið úrval af útlendum frímerkjum fyrirliggjandi. Frímerkjabækur fyrir útlend og íslenzk frímerki, frá kr. 0.75. QlsÍl SígwiJ^öJmsso-yi Austurstræti 12 (áður afgr. Vísis). Sími 4292. Reykjavík.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.