Vikan - 01.12.1938, Qupperneq 4

Vikan - 01.12.1938, Qupperneq 4
4 VIKAN Nr. 3, 1938 Fyrsti desember 1918 Dr. phil. Dorkell Jóhannesson minnist pess, er hann stóð á Lækjartorgi 1. desember 1918. Vi k a n Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Aust.urstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: Sigurður Benediktsson. Simi heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. EIM, sem dvöldu í Reykjavík í nóv- embermánuði 1918, mun seint úr minni líða, hversu þá var umhorfs í bænum, meðan spánska veikin stóð sem hæst. Ég kom til bæjarins seint í október, hafði ekki komið hér fyrr. Ég veiktist skjótt af spönsku veikinni, og slapp furð- anlega vel úr klóm hennar. En mér er allt- af fyrir minni síðan, er ég komst á fætur og fór út í fyrsta sinni, rölti eftir Þing- holtsstræti morgun einn eftir hríðarnótt. Hvergi var mann að sjá á ferli og á hús- tröppum var víða enga slóð að sjá í snjón- um. Líklega lágu allir veikir þarna, kannske fyrir dauðanum — eða dauðir auk heldur. Hver vissi um það. — Dagarnir liðu. Mannfallið varð æ meira, en þó kom þar, að sóttin rénaði. Eigi að síður var bæjarlífið allt í lamasessi enn um hríð og mesta deyfð yfir öllu. Leið svo fram að fyrsta fullveldisdeginum. Það er alveg ef.a- laust, að um þessar mundir var miklu meira hugsað um sorg og dauða en undirbúning fagnaðarhátíðar þann dag, er lýst skyldi fullveldi þjóðarinnar eftir langa og stranga baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði, enda varð raun á um þetta. Ég held ég megi fullyrða það, að 1. des- ember 1918 sé sá langaumasti tylhdagur, sem ég hefi vitað. Það er nú reyndar al- kunna, að okkur Islendingum er miðlungi sýnt um að skapa okkur hátíðlegar stund- ir, þótt mikið liggi við. Viðhöfnin verður oftast hálf klúrleg og einhver ramdráttur milli tilfinninganna, sem gjarnan vildu hrífast með á stundinni, og skynseminnar, sem helzt vill standa álengdar og lætur sér finnast fátt um alla dýrðina, vill vera áhorfandi, standa utan gátta. Þeir, sem voru viðstaddir á Þingvöllum 1930, á Al- þingishátíðinni, vita, hvernig íslenzk þjóð- hátíð fer fram, þegar bezt tekst. Sú hátíð var áhrifarík og virðuleg, að vísu með þeim íslenzka brag, sem treglega lætur til- finningar sínar, fögnuð eða hrifning, mjög í ljós, og þykir hann hálf-kaldranalegur þeim, sem aðkomumenn eru. Ég minnist á þetta um leið og ég minnist 1. desember 1918 vegna andstæðunnar og með fram þó til afsökunar, því reyndar stóð ákaflega ólíkt á um samkomur þessar, þótt báðar væri tengdar merkilegum þáttaskiptum í sögu þjóðarinnar. Nú rifja ég upp þessar tuttugu ára gömlu minningar um 1. desember. Veður var gott, logn og lítið frost, einn þeirra daga, sem þjappa reykjarstybbunni úr eldstæðum bæjarins saman í húsaskjólin. Líklega hefir kafið þennan dag ekki verið eins mikið og oft síðan, því að um þessar mundir var dýrtíð svo mikil á eldsneyti, að fáir höfðu efni á að kynda nema lítið eitt. Auglýst hafði verið, að hátíðahald ætti fram að fara hjá Stjórnarráðshúsinu um hádegi og safnaðist allmikill mann- fjöldi saman á Lækjartorgi á 12. tímanum til þess að sjá, hvað fram færi. Þangað kom ég líka. Á stéttinni við Stjómarráðs- húsið var dálítill hópur manna saman kom- inn, ráðherrar og helztu embættismenn, ræðismenn erlendra ríkja og eitthvað af blaðamönnum. Soldátar af varðskipinu danska stóðu í röðum innan við girðing- una á Stjórnarráðsblettinum, vopnaðir byssum. Mér leiddist að sjá þessa menn þarna. Mannfjöldinn á torginu var þögull og tómlátur að sjá. Blaðastrákar ruddu sér braut gegnum raðirnar og hrópuðu um eitthvert íþróttamálgagn og létu ekki aftra sér helgi þessarar stundar. Nú hófust ræðuhöld, og er mér ekkert minnisstætt af því, sem þarna var sagt. Lúðrasveit lék nokkur lög og fór það heldur ólaglega úr hendi. Kl. 12 var ríkis- fáninn íslenzki dreginn að hún á Stjómar- ráðshúsinu og var honum heilsað með virð- ingarskotum af danska varðskipinu. Húrrahrópin tókust ólaglega, urðu jafnan einu fleira en skyldi, og þegar þjóðsöng- urinn var leikinn, kom fæstum til hugar að taka af sér pottlokið. Mér var gramt í geði, er ég gekk heimleiðis. Hér höfðu gerzt stórtíðindi, en það var eins og mönn- um kæmi þetta yfirleitt sáralítið við, allt meira og minna utangarna og líkast vænni hjálpræðisherssamkomu. En kannske gramdist mér mest við sjálfan mig, gaml- an og glóðheitan sjálfstæðismanninn, sem ekki gat fremur en flestir hinir hrifizt minnstu ögn á slíkum „stórhátíðisdegi í lífi 'þjóðarinnar“. Ég hefi hugsað til þess síðan einstaka sinnum, hvað þessu olli. Tómlætið mörlenzka olli miklu. En mestu olli vafalaust tvöfaldur skuggi styrjaldar- innar miklu, sem nú var að vísu á enda kljáð að nafninu, og drepsóttarinnar, sem herjað hafði borgina fyrir skemmstu svo eftirminnilega. 1. desember mun jafnan talinn með mestu merkisdögum í sögu vorri. Reynsl- an hefir samt sýnt, að hann getur aldrei orðið þjóðminningardagur í eiginlegum skilningi. Það skiptir minnstu, að ófimlega tókst í öndverðu að gefa honum virðuleg- an hátíðarblæ, vermdan og þrunginn þakk- látri fagnaðarkennd þjóðar, sem finnur helgustu óskir sínar rætast eftir langa og þreytandi baráttu. Til þess lágu sérstak- ar ástæður, svo sem á var bent áður. Fyrst og fremst er árstíminn mjög óhentugur. Það er óhugsanlegt, að íslendingar geti nokkru sinni haldið almenna þjóðhátíð í svartasta skammdeginu. Islenzka þjóðhá- tíð á að halda í júnímánuði, á sjálfum sól- mánuði. Vel fer á því, að þjóðhátíð okkar sé tengd við úrslit sjálfstæðismálanna. Þau mál eru og verða helgust og hjartfólgnust allra mála. Síðasta þætti sjálfstæðisbarátt- unnar er ekki lokið. En vel færi á því, að náttlausir dagar sólmánaðar mætti lýsa á þeirri úrslitastund yfir nýjum og glæsileg- um tímamótum í sögu vorri og skapa okk- ur ógleymanlegan þjóðminningardag, sem jafnan yrði minnst veglega af vorglaðri þjóð.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.