Vikan


Vikan - 23.02.1939, Qupperneq 3

Vikan - 23.02.1939, Qupperneq 3
Nr. 8, 1939 VIKAN 3 Talið íslenzku við útlendinga hér Eftir öuðna Jónsson, magister. Því fer fjarri, að útlendingum sé með því greiði gerr, að tala við þá þeirra eigin mál, þótt þeim finnist kannske svo í fyrstu, og það kunni að gera þeim hægara fyrir í svip- inn. Ekkert getur hjálpað þeim eins vel til þess að komast niður í málinu og samtal og viðræður við fólk, hið lifanda orð af vörum þess. llir munu hafa veitt því eftirtekt, hversu misjafnlega útlending- um, sem búsettir hafa verið hér á landi eða dvalizt hér um skeið, gengur að nema íslenzku svo, að þeir tali hana lýtalaust eða lýtalítið. Sumir eru merkilega fljótir að læra málið og fá jafnvel fullt vald á því, en aðrir ná því aldrei, þótt þeir dvelj- ist hér á landi áratugum saman. Til þess geta auðvitað ýmsar ástæður verið. Sumpart eru þær auðvitað persónu- legar. Menn eru misjafnlega fallnir til málanáms, misjafnir að næmi og hæfileik- um og síðast, en ekki sízt, misjafnlega áhugasamir fyrir því að læra málið. Margir láta sér því miður nægja það, ef þeir geta gert sig sæmilega skiljanlega, þótt mál þeirra sé fullt af ambögum, beygingavill- um og hugtakaruglingi. Vissulega fer því fjarri, að sumt af því fólki, sem þannig talar, sé verr gefið en margt annað, sem gengur betur að læra málið. En það skort- ir þá annað en hæfileikana, sem sé dugn- aðinn og viljann til þess að leggja á sig það erfiði, sem íslenzkunámið er fyrir út- lendinga. Og raunin virðist vera sú, að ef þeir byrja ekki strax með ráðnum hug og eftirgangsmunum við sjálfa sig, þá er eins og þeir geti aldrei lært málið almennilega, þótt þeir dveljist árum eða áratugum sam- an hér á landi. Það, sem mest ríður á, er að byrja strax og yfirvinna fyrstu erfið- leikana. Öll byrjun er erfið, en þeim, sem ekki guggnar í fyrstu, er góður árangur vís. Þá hafa menn og þótzt taka eftir því, að ýmsum þjóðum gengi mjög misjafn- lega að læra íslenzku, og efalaust mun talsvert mikið hæft í því, enda er það líka eðlilegur hlutur, þegar það er skoðað frá almennu sjónarmiði. Islenzkan er mikið beygingamál, eins og kunnugt er, eins og aðrar germanskar tungur voru til forna. Hins vegar hafa t. d. hin norrænu máhn gengizt miklu meira og fellt niður mikið af beygingum sínum. Þegar svo þeir, sem eiga beygingalítil mál að móðurmáli, taka að kynnast íslenzkunni, finnst þeim eðli- lega hún vera svo þung og erfið, að þeim hættir við að gefast upp við að læra hana. Það ruglar þá jafnvel enn þá meira, að orðaforðinn er, eins og kunnugt er, um margt sameiginlegur með íslenzku og Norðurlandamálunum hinum. Þegar t. d. Dani eða Norðmaður hittir fyrir 1 íslenzku fjölda mörg orð, sem hann þekkir úr sínu máli, og á að fara að beygja þau eftir íslenzkum reglum, þá hættir honum ákaf- lega við að fatast í því og koma með þau óbeygð eins og hann er vanur úr sínu máli. Það er því engan veginn óeðlilegt, þótt það orð hafi legið á, að einmitt nágranna- þjóðir okkar, Norðmenn og sérstaklega Danir, ættu einna erfiðast með að læra ís- lenzku til hlítar. En auk þess bætist þar við veigamikil ástæða, sem sé sú, að þess- ar þjóðir, og einkum þó hinir síðarnefndu, telja sig ekki þurfa að leggja mjög að sér um að nema íslenzku, því að hér á landi kunna svo margir dönsku eða nægilegt hrafl í henni til þess að gera sig skiljan- lega. Og það er sízt um það að kvarta, að íslendingar liggi á hði sínu með það, á landi. sem þeir kunna, ef útlendur maður á 1 hlut. Verður þetta svo til þess, að Danir og aðrir, sem það mál skilja, fá þá hugmynd, að það sé hreinasti óþarfi að vera að leggja það á sig að læra íslenzku, vegna þess að þeir komist vel af með sitt eigið mál hér á landi. Talsvert öðru máh gegnir með fjar- skyldari þjóðir. Til skamms tíma hefir t. d. þýzkukunnátta verið mjög takmörkuð hér á landi, og svo er raunar enn. Þjóðverjar geta því ekki bjargazt af að fullu gagni hér á landi með þýzkuna eina, svo að þeir verða að læra íslenzku, ef þeir setjast hér að. Af þessum sökum er það engin tilvilj- un, að svo mun almennt talið, að þeir séu manna skjótastir til af útlendingum að læra íslenzku. Málin eru nægilega f jarskyld til þess, að engin hætta er á að rugla þeim saman. Þýzka er hins vegar að byggingu mjög skyld íslenzku, beygingamál eins og hún og tungutakið ekki ólíkt. Það er líka aðdáunarvert, hve sumir Þjóðverjar eru fljótir að komast niður í íslenzku, og yfir- leitt virðist þeim miklu síður hætt við að bera sér í munni rangar beygingar en til dæmis Norðurlandabúum, sem tala skyld- ari mál og beygingalítil. Það er auðvitað, að hér er einungis rætt um hið almenna, það, sem virðist mega segja um þetta efni yfirleitt. Allir vita, að til eru ýmsar undantekningar, og margir þekkja það af persónulegri reynslu. Ég þekki t. d. danskan stúdent, sem dvaldist hér á landi tvo sumartíma og einn vetur, og talaði hann þá svo vel íslenzku, að naumast mátti heyra, að hann væri útlend- ingur á öðru en helzt því, að hann talaði nokkuru hægara en venja er til um íslend- inga almennt. Að vísu kom þessi stúdent hingað í þeim tilgangi að læra málið og var auk þess málfræðingur að námi,- svo að hann má kannske telja fremur sem undantekningu meðal undantekninga, eins og Rask forðum, sem talaði svo vel ís- lenzku, þegar hann kom hingað til lands, að séra Árni Helgason heyrði ekki fyrst í stað, að hann væri útlendingur. En þetta sýnir þó, hvaða árangri má ná á tiltölu- lega stuttum tíma, ef rækt er lögð við að læra málið og áhugi er fyrir hendi. Nú er það vafalaust, að útlendingi, sem flyzt til annars lands og sezt þar að, er enginn hlutur jafn nauðsynlegur og enda sjálfsagður eins og sá, að læra mál þeirr- ar þjóðar, sem hann tekur sér dvöl hjá. Hann verður alltaf hálfgerður gestur og framandi, ef hann getur ekki talað við fólkið á þess eigin máli, kemst aldrei inn

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.