Vikan


Vikan - 23.02.1939, Page 8

Vikan - 23.02.1939, Page 8
8 V I K A N Nr. 8, 1939 Hin fræga mynd Urcellos af riddaraorustu á viðreisnartímabilinu. Giovanni Sforza Medici kom á léttari búningum og hestum og tók að lokum upp fótgöngulið, þó að það þætti tignara þá að hafa riddaralið. En hann vildi gera menn sína að „rómverskum hermönnum" og honum tókst það. Leo X. Hann ætlaði að komast yfir Urbino og ná hertogatitli fyrir bróður sinn og bróðurson. Til þess þurfti hann að láta hinn kornunga Giovanni hjálpa sér. Hann stóð sig vel. Þegar hann var 18 ára gamall kvæntist hann bernskuvinkonu sinni og leikfélaga, Maríu Salviati, sem þá var 17 ára gömul. Með þessu róm- antíska hjónabandi sameinuðust báðar greinar Medici-ættarinnar, sem Lorenzo hafði svo lengi lang- að til. Hjónabandið lagði samt engin höft á þenna unga leiguliðsfor- ingja. Hann var meira að segja rekinn burt úr Firenze um skeið fyrir uppþot, sem hann hafði stað- ið fyrir. Árið 1519 fæddi María honum son, og eftir ósk Leós páfa var hann skírður Cosimo eftir hin- um mikla, gamla manni ættarinn- ar. Það er sagt, að einu sinni, þeg- ar Giovanni kom heim til konunn- ar og barnsins, hafi hann skipað fóstrunni að kasta barninu til sín ofan af fyrstu hæð í Salviati-höll- inni, en hann stóð í garðinum og greip það. Þetta gerði hann til að venja strákinn við að vera hug- aðan. Giovanni var ekki mikið heima. Leo X. mat hann mikils og þurfti oft á hjálp hans að halda. En skömmu síðar dó páfinn, og þá var það, sem Giovanni lagði niður hvítu fánana, en tók að nota hina svörtu fána, sem hann fékk sitt heimsfræga nafn af: „Giovanni delle bande nere“. innar og erfingi Firenze. En hann hafði engan áhuga á pólitískum undirróðri. — Hann hugsaði eingöngu um að berjast, og ef til vill hefir hann ætlað sér eitthvað miklu meira. María, kona hans, óttaðist sífellt um mann sinn, sem hún sá örsjaldan, og bjóst alltaf við einhverjum slysafregnum. „I hvert skipti, sem gengið er upp tröppurnar, er eins og hnífi sé stungið í hjarta mitt“, skrifar hún. Giovanni hló að henni. Hann fékk mála sinn — ekki vegna pen- inganna og ekki sjálfs sín vegna, heldur fyrir her sinn. Hver eyrir gekk til hermannanna, til að gera útbúnað þeirra sem beztan. Hann hafði velbúið úrvalslið, og voru flestir hermennirnir frá Korsiku. Mönnum hans þótti vænt um hann. Hann bauð öllum hættum birg- inn. Hann var alltaf „fyrstur á bak og fór síðastur af baki“. Hann bar aldrei nein tignarmerki, var alltaf klæddur einföldum, svörtum búningi. Það fór mikið orð af honum sem hershöfðingja. Hann sigraði alltaf. Það er sagt, að páfinn hafi sent hinn vitra Machiavelli, sem hefir skrifað stóra bók um hern- aðarlistina, til að líta eftir hem- um. Hann bað Giovanni um að lofa sér að sýna honum aðferðir sínar. I tvær klukkustundir erjaði hann í glampandi sólskini á liðsveitun- Framh. á bls. 18. Stuttu áður höfðu bróðir og bróðurson- ur Leós páfa X. dáið, svo að eini skilgetni erfingi eldri Medici-ættarinnar var lítil, veikbyggð stúlka, sem síðar varð hin fræga Caterína frá Medici. Hinn ungi Giovanni var því auðvitað talinn aðalmaður ættar- Brjóstlíkan San Gallos af Giovanni Sforza Medici í Bargello. » *

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.