Vikan


Vikan - 23.02.1939, Page 10

Vikan - 23.02.1939, Page 10
10 VIKAN Nr. 8, 1939 fínu búðarmenn, næst þegar útsala verður. Og ef vel líkar við hann, þá á hann að verða aðstoðarmaður við fyrsta tækifæri. Hann er að reyna að vera eins fyrirmann- legur og hann getur, frú. Ef honum tekst það ekki, segir hann, að það skuli ekki vera af því að hann æfi sig ekki. Hr. Mayn- ard hefir mesta álit á honum. — Honum er að fara fram, sagði kon- an mín. — Já, frú, sagði Jana, — honum er að fara fram. Og hún andvarpaði. Næsta sunnudag, þegar ég var að drekka teið mitt, sagði ég við konuna mína: — Hvernig stendur á því, góða mín, að mér finnst þessi sunnudagur vera eitthvað öðru vísi en aðrir sunnudagar ? Hvað hefir komið fyrir? Hefir þú skipt um glugga- tjöld, fært til húsgögnin, eða hvað er öðru- vísi en vant er? Ertu farin að greiða þér öðruvísi en þú ert vön, án þess að segja mér það ? Ég finn glöggt einhverja breyt- ingu á umhverfinu, en mér er alveg ómögu- legt að segja í hverju hún er fólgin. Þá svaraði konan mín döpur í bragði: — Georg, sagði hún. — Þessi Vilhjálm- ur hefir ekki látið sjá sig hér í dag. Jana er hágrátandi uppi á lofti. Og þá byrjaði þagnartímabilið. Jana steinhætti að syngja og fór að fara varlega með það, sem brot- hætt var, en það þótti konu minni allund- arlegt. Næstu tvo sunnudaga bað Jana um leyfi til að fara út með Vilhjálmi, og kon- an mín, sem aldrei er nærgöngul, gaf henni leyfið án þess að spyrja nokkurs. — 1 bæði skiptin kom Jana aftur eldrjóð í framan og ákveðin. Einn góðan veðurdag sagði hún konu .minni alla söguna. — Vilhjálmur er kominn á einhverjar villigötur, sagði hún allt í einu og greip andann á lofti. — Hún selur kvenhatta og kann að spila á píanó. — Ég hélt, að þú hefðir farið út með honum á sunnudaginn, sagði Efemía. — Ekki með honum, heldur á eftir hon- um. Ég gekk við hliðina á þeim og sagði henni, að hann væri trúlofaður mér. — Hjálpi mér, Jana, gerðirðu það, og hvað sögðu þau? — Þau tóku ekki meira mark á mér en götunni, sem þau gengu á. Svo að ég sagði henni, að hún skyldi ekki hafa betra af því. — Þetta hefir ekki verið neitt sérlega skemmtilegt ferðalag, Jana, sagði konan mín. — Ekki fannst mér það, sagði Jana. — Ég vildi, að ég kynni að spila á píanó, en annars ætla ég alls ekki að láta hana ná honum frá mér. Hún er eldri en hann og hefir litað hár. — Það var á frídegi verzlunarmanna, sem slitnaði upp úr trúlofuninni. Við heyrðum aldrei nákvæmlega, hvernig það vildi til. Aumingja Jana sagði okkur aðeins undan og ofan af. Hún kom heim óhrein, æst og öskureið. Hattasölukonan, móðir hennar og Vilhjálmur höfðu farið að skoða safnið í South Kennyton. Jana hafði ávarpað þau, köld og ákveðin á götunni og gert kröfu til þess, sem hún taldi sína eign, hvað svo sem skáldin segja um það. Ég held, að hún hafi gengið svo langt, að leggja hendur á Vilhjálm. Þau sýndu henni takmarkalausa fyrirlitningu, og allt varð í uppnámi. Þau náðu í vagn, og Vil- hjálmi tókst að komast upp í vagninn ásamt konuefni sínu og tilvonandi tengda- móður. — Eitthvað höfðu þau verið að hóta því að láta setja hana í steininn. — Aumingja Jana, sagði konan mín og kepptist við að brytja niður kálfskjöt, rétt eins og hún væri að brytja Vilhjálm. — Þetta er forsmán! Ég skyldi ekkert hugsa um hann meir. Hann er ekki verð- ur þín! — Nei, frú, sagði Jana. — Þetta er aumingi. En þetta er allt úr kerhngunni. — Hún gat aldrei fengið sig til að nefna stúlkuna með nafni né viðurkenna, að hún væri ung. — Ég skil bara ekki, hvernig sumt kvenfólk er gert, að geta fengið af sér að tæla trúlofaða menn frá unnustum sínum. En það þýðir ekkert að vera að tala um þetta, sagði Jana. Eftir þetta steig Vilhjálmur aldrei fæti sínum inn í okkar hús. En það var eitt- hvað í fasi Jönu, krafturinn á henni,- þeg- ar hún var að þvo og hreinsa, sem sann- færði mig um, að ekki væri allt búið enn. Einn daginn spurði Jana konu mína, hvort hún mætti fara út til að vera við hjónavígslu. Konan mín vissi undir eins, hver mundi ætla að fara að gifta sig. — Heldurðu, að þú ættir nokkuð að vera að fara, Jana mín, sagði hún. — Ég hefði gaman af að sjá hann einu sinni enn, sagði Jana. Tæpum hálftíma eftir að Jana fór, kom konan mín inn til mín: — Góði minn, sagði hún, — Jana hefir farið upp í geymslu og tekið allt, sem til var af gömlu skódrasli og farið með það í pinkli. Hún ætlar þó ekki — — ? — Jana er að spekjast, sagði ég. — Við skulum vona það bezta. Jana kom aftur, föl í andliti og einbeitt á svip. Allir skórnir virtust vera í pinkl- inum. Konunni minni létti stórum, þegar hún sá það, en það var of snemmt. Við heyrðum Jönu fara upp og láta skóna með talsverðum fyrirgangi þar, sem hún hafði tekið þá. — Það var fullt af fólki við hjónavígsl- una, sagði hún, þegar hún var komin niður í eldhús og farin að þvo kartöflur. — Og veðrið var svo indælt. Hún sagði frá mörgu smávegis, sem fyrir hafði komið, en það var augljóst, að Framh. á bls. 20.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.