Vikan


Vikan - 23.02.1939, Side 11

Vikan - 23.02.1939, Side 11
Nr. 8, 1939 VIKAN 11 „Vökukona bæjarins“. úr eldhúsglugganum hjá nágranna okkar. Síðan hlupum við Niels og leiddumst út í rigninguna. Á hlaupunum var ég að hugsa um, að ef ég hefði verið lítil, lagleg stúlka, hefði ég verið hjá Ritu, — en nú var ég stór og klunnaleg. Ég gat ekkert gert nema hjúkrað sjúkum, og það þótti ekki beint fínt, — að minnsta kosti fannst Ritu það ekki. — Pabbi fór að sækja lækninn, sagði Niels, þegar við gengum inn í eldhúsið. Ég leit í kringum mig. Frú Jenssen hafði aldrei haft orð á sér fyrir að vera myndar- leg húsmóðir. En nú, þegar hún var veik, var allt miklu óþrifalegra en venjulega, — pottar og diskar með leifum voru allsstaðar, og inni í svefnherberginu lá frúin sjálf í óumbúnu rúmi og i óhrein- um náttkjól. Hún bylti sér í rúminu. Ég lagði kalda höndina á sótt- heitt enni hennar, og hún starði á mig, án þess að þekkja mig. — Auminginn, sagði ég lágt og fór að hagræða í rúm- inu. — Niels, eru systkini þín háttuð? kallaði ég. — Já, ungfrú. Pabbi hátt- aði þau, áður en hann fór, og við ætluðum að þvo upp, — en . . . Niels benti vonleysislega fram í eldhúsið. — Ég skal sjá um það, vinur minn, sagði ég huggandi og gekk að skápnum til að ná í hrein rúmföt og náttkjól, áður en læknirinn kæmi, og mér til mikillar undrunar fann ég það, sem ég leitaði að. Síðan kveikti ég upp í eldavélinni, hitaði vatn og þvoði sjúklingnum. Það er enginn furða, þó að ungar stúlkur vilji ekkert skipta sér af mér, hugsaði ég og beit á jaxlinn. En ég gladdist yfir því, að sjúklingnum leið augsýnilega miklu betur. Dyrnar lukust upp, og inn kom Jensen ásamt lækninum, sem var í síðum, þykkum frakka. Ljósið féll á andlit hans, og ég hrökk við, þegar ég sá, að þetta var Karl Berg, en ekki gamli læknirinn, faðir hans. — María! hrópaði hann undir eins og hann kom auga á mig. — Ert þú hérna ? Framh. á bls. 21. — Er mamma þín mikið veik? spurði ég drenginn. — Ég veit það ekki, sagði hann hálf kjökrandi. — En hún er alveg utan við sig, og ég er svo hræddur. Ég fór í kápuna 1 flýti. Mamma svaf, svo að ég vildi ekki ónáða hana. Ég lét loga á lampanum, svo að ég gæti séð ljósið Vertu sæl, María, sagði hann innilega . . . Mamma stóð við gluggann og horfði á regnið og fólkið, sem hraðaði sér eins og því var unnt. Síðan sneri hún sér að mér og sagði: — Ég skil ekki, hvers vegna Rita bauð þér ekki til sín, María. Hún bauð öllum öðrum. — Hvers vegna skildi hún einmitt þig eftir? Þig, sem aldrei hefir gert neitt á hluta hennar. Ég leit upp frá saumunum. — Ég vildi, að þú hættir að hugsa um þetta, mamma. Ég er búin að segja þér, hvað hún sagði við Gerðu, — að ég væri vökukona bæjarins. — Og er nauðsynlegt að rifja þetta upp? Augun í mömmu, sem voru venjulega svo blíðleg, skutu neistum. — Vökukona bæjarins! — Vegna þess, að þú þolir ekki að sjá fólk þjást og hjúkrar sjúkum og fátækum! Það er naumast! Ég vildi gjarnan tala við stúlkuna. En annars er þetta engin minnkun fyrir þig, góða mín. Ég andvarpaði. — Þú hefir rétt fyrir þér, mamma. Það er heimskulegt, að kæra sig ekki kollótta um þess háttar, en mig langaði til að hitta Karl Berg í kvöld. Þú veizt, að hann fer á morgun, og ég hefi aldrei séð hann núna. — Þið hafið alltaf verið kunningjar, síðan þið voruð í skólanum? — Já, en nú er hann orðinn læknir og líklega búinn að gleyma mér. Ég sneri mér undan til að dylja tárin. Mamma strauk hár mitt. — Þú ert alveg eins falleg og aðrar ungar stúlkur, María mín. Þær eru grann- ar og lágvaxnar, — en þú . . . — Stór og klunnaleg vökukona, sagði ég og brosti. — En komdu, mamma. Ég ætla að hjálpa þér í rúmið. Ég bar hana svo að segja upp stigann. Ég hafði hjúkrað henni síðan um sumar- ið, er hún datt og fótbrotnaði. Fyrrver- andi vinkonur mínar gerðu bersýnilega gys að mér, af því að ég skemmti mér ekki með þeim. Það rigndi stöðugt, og ég hélt áfram að sauma. Allt í einu var barið á eldhús- dymar, og þegar ég lauk þeim upp, stóð Niels litli, sonur nágranna okkar, holdvot- ur fyrir framan mig. — Ó, getið þér ekki komið heim til okkar, ungfrú. Mamma er orðin svo veik, og pabbi er ekki heima. — Ég veit ekki, hvað ég á að gera.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.