Vikan - 23.02.1939, Qupperneq 14
14
VIKAN
Nr. 8, 1939
Freknumeðal.
Afhýðið stóra gúrku og .pressið úr henni
safann, blandið saman við hann matskeið
af menguðum spíritus eða brimtoverilte og
geymið þetta næturlangt. Að morgni bæt-
ið þér í það matskeið af viðsmjöri, 10
dropum af benzotinktúru og matskeið af
rósavatni, menguðu með 1 grammi af salt-
súru quinin.
Rjóðið þessu þrisvar á dag yfir frekn-
umar eða þar, sem þær ásækja yður. Þetta
eyðir þeim áreiðanlega eða varnar því, að
þær myndist, ef þær eru ókomnar.
Quininið er vörn gegn þeim, með því að
það ver útbláu geislunum aðgang að lita-
kirtlum húðarinnar.
Svona — ekki svona.
Ef þér hafið lágt enni, — sem sagt er,
að beri vott um litla skynsemi, — þá
skuluð þér um fram allt ekki gera það
lægra með því að greiða hárið niður á
ennið. Heldur skuluð þér greiða hárið upp
frá enninu. Þetta er mjög auðvelt nú sem
stendur, þar sem í tízku er að greiða hárið
í smálokka uppi á höfðinu.
*
Ef þér hafið lítið höfuð, megið þér alls
ekki ganga með stóra hatta með miklum
börðum, heldur litla hatta, sem sitja hátt
uppi á höfðinu. En varið yður á því að
gera andlitið ekki of langt. Þér vitið, að
það er ekki fallegt að vera mjög lang-
leitur.
Hér sjáið þið kápu með frakkasniði úr
gráu ullarefni. Hún er ákaflega einföld,
en ljómandi lagleg. Kragin, löfin, boðung-
urinn, vasarnir og uppslögin eru stungin.
Að aftan er hún alveg slétt.
#
Vöðvaolía til að verjast hrukkum.
35 grömm Ricinusolía.
15 — möndluolía,
10 — pernolía.
Þessum þrem efnum er blandað saman,
blandan hrist vel og þá samstundis tilbúin
til notkunar. Þér rjóðið því síðan vel á
yður á kvöldin neðan við og kringum aug-
un, þar sem hrukkur ásækja yður venju-
lega mest, og látið það liggja á húðinni
yfir nóttina.
Afbragðs handáburður.
2 grömm rósaolía (tilbúin),
50 — glycerín,
40 — gúrkusafi,
10 — hveitilínsterkja.
Hveitilínsterkjan er vandlega steytt í
gúrkusafanum og glyceríninu. Þetta er
síðan hitað í heitu vatni (eins og trélím)
og stöðugt hrært í á meðan, þangað til
blandan er orðin að gagnsæjum, fljótandi
graut, sem látinn er kólna hægt og hrært
í þangað til allt er orðið vel samlagað og
þykkt, þá er rósaolían sett saman við.
Varist að geyma of stóran skammt af
þessu í sömu krukkunni, sem þér eyðið úr
daglega.
Svarthærðar konur.
Mógult andlitsduft eða brúnleitt (við
hvítt hörund hvítt púður). Vara- og
augnalitur: hindberjarauður eða fagur-
rauður. Brúna- og hvarmalitur: svartur.
Augnskuggi: dökkblár.
Dökkhærðar konur
og mjög hörundsdökkar.
Mógult eða sítrónugult andlitsduft.
Vara- og vangalitur: purpurarauður eða
fagurrauður. Brúna- og hvarmalitur:
svartur. Augnaskuggi: dökkblágrár eða
rauðbrúnn.
Ljóshærðar konur.
Gulleitt eða ljósbleikt andlitsduft. Vara-
og vangalitur: rauðgulur (því ljósari, sem
húðin er hvítari). Brúna- og hvarmalitur:
dökkbrúnn eða brúnn. Augnaskuggi: blý-
grár.
Rauðhærðar konur.
Mógult andlitsduft, blandað hvítu.
Vangalitur: enginn, eða mjög Ijósrauður.
Varalitur sem minnstur, annars fagur-
rauður eða rauðgulur. Brúna- og hvarma-
litur: brúnn. Augnaskuggi: grænleitur.
*
Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú
Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Eiríksson, for-
stjóri. Heimili hjónanna er á Óðinsgötu 11. (Sig.
Guðmundsson tók myndina).