Vikan


Vikan - 23.02.1939, Side 15

Vikan - 23.02.1939, Side 15
Nr. 8, 1939 VIKAN 15 Jolán Földes w A vegum vonleysingjanna. í*að, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flytur búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjöl- skyldu sína, konu og þrjú börn í Veiðikattar- stræti. Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísar- búar kynnast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og' Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karl- ar, er öllum vilja vel. Kona Barabásar nam Ijósmóðurfræði á sínum yngri árum. En í París vantar sízt af öllu ung- verska ljósmóður. Aftur á móti þarfnast heimilið vinnu hennar, því Barabás hefir stopula og illa launaða vinnu. Anna, elzta dóttir þeirra hjóna, annast heimilisstörfin á daginn. I lok annars ársins í útlegðinni grípur Bara- básfjölskylduna heimþrá. Samt hefir þeim aldrei vegnað eins vel. Hjónin vinna bæði og eru meira að segja farin að leggja í sparisjóðinn. En svo verður frú Barabás veik. Hún leggst á sjúkrahús og er skorin upp. Barabás, Bardichinov og Liiv sitja á veitinga- húsinu á kvöldin og tala saman. Eitt kvöldið bætist grískur flóttamaður í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn i hópinn, annar er Vassja, sem öllum hjálpar, og Anna verður ástfangin af, hinn er Fedor. Vassja smitar alla af starfsgleði. Papadakis pressar húfur, Bardichinov eykur frönskukennslu sína, Barabás fær nýja stöðu og betri laun, en vesalings Liiv er óhamingjusamur maður og klaufi. Vassja fær hann samt til að leggja fyrir sig bókband, en það gengur hálfilla. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. Hinir pólitísku útflytjendur sjást sjaldan, nema við jarðarfarir Ungverja. Barabás situr öll kvöld á veitingahúsinu og rabbar við kunningjana. Ung- verski trésmiðurinn hefir fengið brjálæðiskast og drepið konu sína. — Anna kemst að raun um það, að það er ekki erfiðast að vinna heima, heldur að vinna hjá útlendingum. — Já, þú ert öðru vísi, og það er engin furða, segir Bardichinov. Þau hafa ekki verið dregin út úr sínu eigin landi og rek- in í ókunnugt land,, þegar þau voru tólf ára að aldri. Þar að auki hefi ég kennt þér ýmislegt. Þú ert betur að þér en allir hinir til samans. — Vassja getur allsstaðar bjargað sér. — Það getur hann. Vassja er mjög létt- lyndur maður. Anna hristir höfuðið. — Hann er mikill maður. I því er mis- munurinn fólginn, Bardichinov, að Vassja er mikill maður. Jafnvel spámaður. Allir eru ánægðir, ef hann er nálægur. Nema ég, segir Anna við sjálfa sig, því að hún er ástfanginn af honum. Annars hefir hún að kalla rétt fyrir sér. Það glaðnar í raun og veru yfir öllum, þegar Vassja kemur heim á kvöldin og lítur inn í hvert herbergi. — Qava? spyr hann og brosir, og í tón- inum er falið: Er ekki allt í lagi, og er lífið ekki dásamlegt? Og allir brosa til hans aftur og segja: — Merci ga va. Vassja leggur litla gjöf á borðið og heldur áfram. Hann dvelur aðeins lengi þar, sem eitthvað er að. Hann býður stund- um stúdentinum frá Búlgaríu með sér út að borða miðdegisverð. Hann kemur með vængbrotna dúfu til Liiv, því að Liiv er mest einmana af þeim öllum. En Jani er sá eini, sem hann spjallar lengi við, og Jani er hreyknari af því heldur en að vera efstur í sínum bekk. Jean Barabás — nafnið er ennþá dálítið útlendingslegt, en Jani er ósvikinn franskur borgari, sem lærir hæfilega mikið og hefir ákveðið að verða flugmaður. Klárí Barabás mundi líka vera efst í sínum bekk, ef hún fengi ekki svo lágt í hegðun. En hún flyzt leikandi úr einum bekk í annan. Hún hefir mjög ákveðna lyndiseinkunn. Hún veit með vissu, hvað hún ætlar að veróa. Hún ætlar að verða læknir. En foreldrar Klárí Barabás, systir hennar og bróðir, sem þekkja aðeins, hvað Klárí er ákveðin og dugleg, mundu verða undrandi, ef þau sæju hana með Aline, beztu vinkonu sinni. Aline er veikbyggðasti og tornæmasti nemandinn í bekknum. Hún er ekki svo heimsk — ef maður hefir einu sinni séð inn í augu hennar, sem bera vott um hryggð og skynsemi, þá veit maður, að hún getur ekki verið heimsk. Hún hefir afleitan galla: vont minni. Það, sem hún skilur vel í dag og þylur orðrétt, er horfið úr minni hennar á morgun, — tapað og að engu orðið. Faðir hennar, auðugur kaupmaður, hefir haft marga kennara til að lesa með henni — en það bar engan árangur. Klárí er sú eina, sem getur hjálp- að henni dálítið. Klárí, sem hefir svo tak- markalausa þolinmæði og viðkvæmni til að bera. Takmarkalausa þolinmæði og við- kvæmni? Ja, hún verður stundum vanstillt og klípur í mjóa handlegginn á Aline, svo að hún er með marblett í hálfan mánuð. En það er undantekning. Klárí, hinni villtu, drambsömu sál, þykir mjög vænt um Al- ine. Henni þykir aðeins vænt um þá, sem eru veikir og hjálparvana. — Þú getur ekki verið búin að gleyma því, segir hún í hundraðasta skipti. — Hugsaðu þig um. Reyndu að muna, liverju við hlógum að einu, sem Turene sagði. Hvað var það? — Bíddu! Augun í Aline ljómá. — Ég held . . . Nei, ég man það ekki, segir Al- ine og verður niðurlút. Klárí gefst ekki upp. Það er ekki vegna góða tesins, sem hún fer til Aline, þó að hún kvarti oft yfir teinu heima. Hún les með Aline og segir henni drauma sína. — Læ^narnir lina þjáningar mannanna! hún færir fram þessa nýju og frumlegu hugmynd. Aline horfir undrandi á hana. — Hvers .konar læknir langar þig til að verða? Frændi minn var sérfræðingur í eyrnasjúkdómum. Klárí yppir fyrirlitlega öxlum. — Mig langar til að verða holdsveikra- læknir, segir hún hugsandi. — Manstu, þegar við vorum að lesa um svartmunk- ana, sem eyddu allri sinni æfi í holds- veikrabústöðunum ? Aline man það ekki. Klárí er gröm út af því, en samt sem áður endurtekur hún samvizkusamlega hina fögru sögu úr lestr- arbók þeirra um hina heilögu æfi lækna- kristniboðanna. — Þangað vil ég fara, segir Klárí, þeg- ar hún hefir lokið sögunni. Ef Barabás- fjölskyldan heyrði til hennar, mundi hún ekki trúa sínum eigin eyrum, sérstaklega ekki Anna, sem heldur því fram, að Klárí hafi hjarta úr steini. Þetta segir hún, af því að Klárí fnæsir illgirnislega, þegar Anna fer að leika sér að því dauðuppgefin á kvöldin, að hitta mark með slöngvu, sem Vassja hefir búið til handa Jani. — Hittir ekki, hittir ekki! segir Klárí hæðnislega og grettir sig framan í hana. — Og þú heldur, að þú getir fengið hann til að verða ástfanginn af þér . . . Vassja giftist dóttur zarsins! Áður en Anna getur barið Klárí, er hún rokin út úr herberginu og til Papadakis. Aumingja Önnu líður svo illa. Hún er ekki lengur barn, og hún er enn ekki orðin kona. Hún reynir að vinna hylli Vassja með því að skjóta með slöngvu óg detta af hjóli og meiða sig á hnénu, en hún þjá- ist eins mikið og hún væri fullorðin, óham- ingjusöm kona. Ást hennar er hljóð og einlæg. Ef Vassja yrði veikur og hún fengi að hjúkra honum — eða ef það kviknaði í húsinu, og hún gæti borið Vassja í fang- inu út úr eldinum . . . Síðan kemur hryllileg nótt, hún kemur hvorki með sjúkdóm né eld, heldur það, sem er þúsund sinnum verra, með þau endalok, sem fá hjartað til að hætta að slá — dauðann . . . 7. KAPÍTULI. Frú Barabás vaknar fyrst. Hún sezt upp í rúminu og þrífur í handlegginn á manni sínum. Þá er Giula Barabás einnig vakn- aður. — Já, hvíslar hann, — ég heyri það . . . Hann leggur við hlustirnar eitt andar- tak, það spretta svitadropar fram á enni

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.