Vikan


Vikan - 23.02.1939, Side 16

Vikan - 23.02.1939, Side 16
16 VIKAN Nr. 8, 1939 hans. Síðan stekkur hann fram úr rúminu og klæðir sig í buxurnar. Allt í einu eru allir vaknaðir í herberg- inu. Anna rís upp í rúminu og hlustar. Jani klæðir sig skjálfandi. Klárí er sú eina, sem sefur róleg. Hún hefir ekkert heyrt. — Farðu upp í rúmið! segir faðirinn við Jani, en hann tekur.ekkert eftir því, að drengurinn hlýðir ekki. Og*Anna fer líka að klæða sig. Hún er náföl. Tennurn- ar glamra í munninum á henni. Enginn veitir henni athygli. Hljóðið, sem borizt hefir til þeirra í gegnum náttmyrkrið og rifið þau upp úr draumum þeirra, er ekki eins og venjulegt hljóð úr mannsbarka. Það er ámátlegt hljóð, sem setur hroll í mann, það er hljóð, sem er hærra . . . hærra en allt annað. Það fyllir stofuna, húsið, það er eins og úlfsvæl eða óp frá manni, sem verið er að lemstra lifandi . . , Frú Barabás hefir kveikt á lampanum, sem kastar daufri birtu á fjögur föl andlit, sem glápa hvert á annað. Hljóðið verður hærra og hærra. Það er ekki manneskju- legt, það er dýrslegt. Það er svo hrylli- legt, að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Barabás hrindir upp hurðinni, þýtur út og fer í þremur skrefum upp stigann upp á fjórðu hæð. Þar er nefnilega Ijós, og þaðan kemur hljóðið. Börnin elta hann. Móðir þeirra kallar árangurslaust á þau. Herbergi Vassja og Fedors er beint fyrir ofan herbergið þeirra, dyrnar standa í hálfa gátt, og þaðan fellur ljósið. Lög- regluþjónn stendur á miðju gólfi ásamt starfsbróður sínum, sem ekki er einkenn- isbúinn, og monsieur Gaston, sem hefir farið í buxurnar utan yfir náttskyrtuna. Og Fedor . . . Fedor liggur í sparifötun- um á hnjánum fyrir framan rúmið sitt og slær höfðinu við rúmstokkinn um leið og hann veinar og veinar . . . — Hvað hefir komið fyrir? spyr Bara- bás, en það er varla, að hann geti talað. Einhver hreyfir sig við hliðina á honum, það er stúdentinn frá Búlgaríu, sem hefir komið að þröskuldinum á undan honum. — Vassja . . . hvíslar stúdentinn, — Vassja varð fyrir slysi. Anna, sem stendur við hlið föður síns, grípur hendinni fyrir hjartað. Jani sting- ur krepptum hnefanum upp í sig. Liiv kemur skjögrandi eftir ganginum, á eftir honum kemur Alvarez, þá verkamaðurinn frá Algier og madame Germaine. Hún nemur ekki staðar á þröskuldinum, heldur ryður hún sér braut með sterkum hand- leggjunum og gengur inn. Fedor heldur áfram að slá höfðinu við rúmið. Einglyrn- ið hangir á mjóum þræði við hnappagat og slæst til og frá við hverja hreyfingu. Hljóðið gerir hvorki að vaxa né minnka, það er alltaf eins, nærri því draugalegt. — Mon cher ami . . . Það er lögreglu- þjónninn, sem ekki er einkennisklæddur, sem ávarpar Fedor, og Gaston beygir sig líka yfir þessa bognu mannveru og tekur í öxlina á honum. — Monsieur Jarossev-Pelczinski . . . Fedor sér þá ekki og heyrir ekki til þeirra. Hann finnur ekki hönd Gastons á öxl sinni. — Hvað hefir komið fyrir? spyr ma- dame Germaine óþolinmóð. Þeir hafa gefizt upp á því að fá Fedor til að þagna. Lögregluþjónninn í borgara- búningnum brýnir raustina, Gaston hjálp- ar honum, og þeir skýra í sameiningu frá því, sem komið hefir fyrir: — Hann ók á vörubíl . . . Kannske var það bílstjóra vörubílsins að kenna. Rann- sóknin mun skera úr því. Við áreksturinn hentist hann niður úr sætinu og datt fyrir sporvagn. — Er hann dáinn? hrópar Germaine. Lögregluþjónninn kinkar kolli. Anna þrýstir hendinni að hjartanu. Jani fer að gráta. Stúdentinn frá Búlgaríu stígur feti framar. — Hann talaði við mig . . . Hann sagði, að hann yrði að skila bílnum sínum fyrir framan Madelein fyrir miðnætti. Hann bað mig að koma með sér, við gætum gengið heim saman og fengið okkur bita á heim- leiðinni. Ég fór ekki með honum, af því að ég var með höfuðverk . . . Þau vita öll, að stúdentinn frá Búlgaríu var ekki með neinn höfuðverk — hann hefir ekki viljað láta hann bjóða sér enn út til að borða. Bardichinov frændi kemur alklæddur, síðan koma tveir gestir, sem ætla aðeins að dvelja í veitingahúsinu í nokkrar nætur, frú Barabás, madame He- léne og fjögur börn frá Algier, sem hríð- skjálfa og haldast í hendur. Nú eru þau þama öll nema Papadakis, sem sefur fast af svefnlyf jum, og Klárí, sem sefur rólega, hvað sem á dynur. Alvarez gengur á móti þeim og hvíslar að þeim, hvað fyrir hefir komið. Frú Barabás fer að gráta. — Við gátum sannað með ökuskírtein- inu hans, að hann var það, sem hann sagð- ist vera, og við símuðum til strætisvagna- stöðvarinnar, segir lögregluþjónninn. — Þeir gáfu okkur upp heimilisfangið. Á hann enga ættingja, sem búa hérna? Allir horfa á Fedor, en Fedor er stein- blindur og heyrnarlaus. Hann slær höfð- inu við rúmið. Það er ekkert lát á þess- um langdregnu, hryllilegu og tilbreyting- arlausu veinum. — Þeir voru aðeins vinir, sem bjuggu saman, segir Gaston til skýringar. Bardichinov tekur sig út úr hópnum, sem stendur í þvögu við dyrnar, og geng- ur að lögregluþjóninum. Hann lítur svo ellilega út, skref hans eru reikul, hann kynnir sig. Hann er Rússi, og mátti heita föðurlegur vinur hins óhamingjusama, unga manns. — Ef hann gæti orðið lög- reglunni að nokkru liði . . . Nei, hann þekkir ekkert til fjölskyldu Vassja. Lögregluþjónninn, sem ekki var ein- kennisbúinn, talar við þann einkennis- klædda og þeir ganga að kommóðunni, sem Gaston segir, að Vassja hafi átt. Þeir opna eina skúffuna og allt í einu skín alvarleg undrun út úr svip þeirra. Bardichinov er þrumu lostinn. Germaine slær saman hönd- unum. — Ég skil ekkert í þessu. Hópurinn í dyragættinni fer á hreyfingu og gengur framar. Anna getur séð ofan í skúffuna. Þar eru gömlu verkamannaföt- in hans Vassja, sokkarnir hans og nærföt- in, allt í röð og reglu. Og hinu megin í skúffunni er — vandlega samanbrotið — silkikjóll, undirföt og silkisokkar. í miðri skúffunni eru splunkunýir kvenskór. — Ég skil ekkert í þessu, segir Gaston og hristir höfuðið. — Hann hefir búið hér í hálft annað ár, og það hefir aldrei kom- ið hingað stúlka til að finna hann. — Ég skil ekkert í þessu! endurtekur Germaine aftur og tekur upp ljósbláa silki- kjólinn. Allt í einu verður hreyfing í hópnum við þröskuldinn. Tveir litlir, brúnir, kreppt- ir hnefar lemja frá sér. Útgrátið barns- andlit ryðst áfram. Það er Jani, sem græt- ur, svo að honum liggur við köfnun. Hann veinar: — Ég veit það! Vassja sagði mér það . . . Hann átti von á kærustunni sinni . . . Hann bjóst við henni í næstu viku! Anna hallar sér upp að dyrastafnum. Hún er náföl. Það hringsnýst allt fyrir augum hennar. Hvað síðar gerðist, getur hún ekki munað. Hún sér, að lögreglu- þjónninn klappar honum á kollinn um leið og hann huggar hann og spyr hann spjör- unum úr. Jani svarar kjökrandi: — Kærastan hans var rússnesk stúlka. Hún var saumakona. Myndin af henni hlýt- ur að vera hérna, nei ekki þarna, undir viðtækinu. Vassja hefir ekki séð hana í sex ár . . . Hann safnaði peningum, til þess að hún gæti komið hingað, en það er dýrt, því að stúlkan varð að flýja . . . í gegnum Finnland . . . Hún heitir Din- otchka. Lögregluþjónarnir finna myndina undir viðtækinu. Germaine skoðar hana og er vonsvikin. Það er varla hægt að greina drætti stúlkunnar af þessarri máðu mynd. — Bjóst hann við kærustunni í næstu viku? spyr leynilögreglumaðurinn. — Já, — hann var búinn að safna öll- um peningunum fyrir tveimur mánuðum . . . eitt þúsund og fimm hundruð frönk- um . . . hann sendi þá til vinar síns í Finn- landi . . . ég fór með honum á pósthúsið . . . Og í gær fékk hann bréf frá kær- ustunni sinni, þar sem hún segist vera um borð í gufuskipi. Hún kemur hingað í næstu viku. Litli hópurinn við dyrnar flytur sig. Þau horfa öll hvert á annað og verða niðurlút . . . Lögregluþjónninn lokar skúffunni hranalega. Leynilögreglumaður- inn situr og skrifar eitthvað niður. Jani hefir enga hugmynd um, að allir veita honum athygli, að hann einn getur svar- að, þegar allir hinir voru hljóðir. Nú stend- ur hann yfirgefinn og sorgmæddur í miðju herberginu. Bardichinov gengur að leynilögreglu- manninum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.