Vikan - 23.02.1939, Page 20
20
VIKAN
Nr. 8, 1939
virtist vera róleg, en svipurinn í augum
hennar kvaldi Baldur.
Hershöfðinginn þekkti hann ekki. — Það
kvaldi hann líka.
Baldur talaði við lækninn í forstofunni.
— Það er engin von um hann, sagði
læknirinn og hristi höfuðið. — Hann lifir
ekki yfir nóttina.
— Veit frú Hildur það? spurði Baldur.
— Ég hefi ekki sagt henni það, sagði
læknirinn. — Það er ekki nauðsynlegt, —
að hún viti það.
Baldur bað um að mega vaka yfir litla
drengnum. Frú Hildur kinkaði kolli til
samþykkis. Þegar Baldur kom aftur inn í
svefnherbergið, þekkti litli hershöfðinginn
hann.
— Góðan dag, kafteinn! sagði hann og
brosti.
— Gott kvöld, hershöfðingi! svaraði
Baldur og skellti saman hælunum og heils-
aði að hermannasið.
— Er nokkur skipun í dag?
— Vertu góður við konurnar, svaraði
drengurinn veikri röddu og síðan bætti
hann við hvíslandi: — Mamma mín er
kona!
Frú Hildur gaf frá sér hljóð, en hún
náði sér fljótt og beygði sig yfir barnið.
— Nú áttu að sofa, ástin mín! sagði
hún ástúðlega.
— Já, mamma mín, svaraði hann og
teygði hendurnar á móti henni.
— Góða nótt, elsku drengurinn minn,
hvíslaði hún.
— Góða nótt, elsku mamma mín!
Varir hennar skulfu, og hendur hennar
titruðu, þegar hún sneri sér undan, en hún
grét ekki; geðstjórn hennar var dásamleg.
— Ég — ég vil —
Litli, granni snáðinn fékk ógurlegt
hóstakast. Móðir hans fór strax til hans
og lyfti honum upp. Stuttu síðar gat hann
talað á ný.
— Ég vil sjá kafteininn minn, sagði
hann hásri röddu.
Baldur kafteinn gekk að rúminu.
Drengurinn reyndi að lyfta upp litla
handleggnum. Baldur skildi hann, — hann
skellti saman hælunum og stóð teinréttur.
Hershöfðinginn reyndi í síðasta skipti að
heilsa kafteininum sínum að hermannasið.
— Góða nótt, hershöfðingi! sagði Bald-
ur. — Nú átt þú að sofa.
— Já, nú áttu að sofa, elsku litli dreng-
urinn minn, sagði móðir hans lágt. Og litli
drengurinn sofnaði í síðasta skiptið í fang-
inu á móður sinni.
Baldur kafteinn gerði allt, sem gera
þurfti næstu daga. Frú Hildur bar harm
sinn í hljóði. Hún gekk um eins og í leiðslu
og lagfærði leikföng og f öt sonar síns. Tím-
unum saman sat hún og blaðaði í barna-
bókunum hans. Læknirinn hafði miklar
í' yggjur út af henni og einnig Baldur
kafteinn. Það fór hrollur um hann, þegar
hún gekk inn í svefnherbergið til að sjá
í síðasta sinn litla, föla drenginn, sem lá
í hvítri kistu með bros á vörum, eins og
ho.nn svæfi.
Baldur fór inn til að vita, hvort allt
væri ekki í lagi, áður en frú Hildur kæmi
inn. Hann var með fjóluvönd, sem hann
lagði á brjóstið á litla hershöfðingjanum.
Við hliðina á auðu barnarúminu lá þrí-
strendur hattur og lítið sverð. — Hann
flýtti sér að fela það inni í skáp.
Frú Hildur gat ekki stillt sig, þegar hún
kom inn í svefnherbergið, — hún lagðist
á hnén við hliðina á hvítu kistunni og grét
og grét, eins og hjarta hennar væri að
springa af harmi. Þetta var átakanlegasta
sjón, sem Baldur hafði nokkurn tíma séð
— hina örvingluðu móður á hnjánum við
kistu dáins barns síns. Þegar hún var orð-
in dálítið rólegri, reisti hann hana upp og
síðan stóðu þau dálitla stund og horfðu á
litla hershöfðingjann.
— Það síðasta, sem hann sagði, var
þetta: — Vertu góður við konumar, —
mamma mín er kona, sagði Baldur hljóð-
lega.
Hún leit á hann með hinum fallegu, bláu
augum sínum:
— Þetta var það síðasta, sem faðir hans
sagði við hann áður en hann fór í síðustu
ferðina, hvíslaði hún.
Það er ekkert dagheimili fyrir börn leng-
ur í litla, rauða húsinu, en stundum eru
börn niðri við garðshliðið — tvær litlar
stúlkur. Baldur kafteinn og Hildur, kona
hans, eru bæði ánægð yfir því, að það skuli
vera stúlkur — minninguna um litla hers-
höfðingjann munu þau geyma til hinztu
stundar.
Á leiksýningum.
Beztu áhorfendur í leikhúsi eru þeir,
sem fylgjast svo vel með í leiknum að
þeir gleyma umhverfinu og „lifa“ með í
leiknum. Hér hefir það komið fyrir, að
slíkir áhorfendur hafa gefið til kynna
hrifningu sína með öðru en lófaklappi.
Einu sinni var verið að leika „Fjalla-Ey-
vind“ og þegar kom að glímunni milli Kára
og Björns í þriðja þætti og þeir höfðu
svipzt til um stund, stóð upp gráskeggjað-
ur öldungur á einum fremsta bekknum,
sló saman hnefunum og mælti svo hátt,
að allir máttu heyra þessi hvatningarorð
til Kára: „O, skeltu á hann klofbragði,
helvízkan." —
Öðru sinni var sýndur barnasjónleikur
um Litla Kláus og stóra Kláus. Þegar kom
að því atriði í leiknum er bóndakonan hefir
falið matinn, sem hún setti fram fyrir
djáknann, inni í ofninum, og Litli Kláus
er að spyrja hrosshána, hvar maturinn sé,
stóð upp lítill áhorfandi, benti á ofninn og
kallaði til Litla Kláusar: „Hann er í ofn-
inum.“
Fyrir skömmu var Skugga Sveinn sýnd-
ur hér við mikinn orðstír. I því atriði, er
Skuggi ætlaði að æða gegn byggðarmönn-
um og leggja til orustu við þá, vildi svo
til, að leikandinn, sem var eitthvað illa
fyrirkallaður, gleymdi atgeirnum. Stóð þá
upp strákhnokki á fremsta bekk og kall-
aði: „Þú gleymdir sverðinu þínu, manni.“
Unnustinn svíkur Jönu.
Framh. af bls. 10.
henni lá eitthvað á hjarta, sem hún vildi
ekki segja.
—- Það fór allt vel fram og virðulega,
frú, en faðir hennar var ekki í svörtum
frakka, og átti eins og ekki heima þarna.
Hr. Piddingquirk —
— Hver?
— Hr. Piddingquirk — Vilhjálmur, sem
einu sinni var, var með hvíta hanzka og
í frakka eins og prestar eru í og með
fallegt blóm. Hann var svo sætur. — Það
var rautt teppi á gólfinu, alveg eins og
þegar fyrirfólk giftir sig. Þeir sögðu, að
hann hefði gefið þjóninum fjóra skildinga.
Þau voru með reglulega fallegan vagn. —
Þegar þau komu út úr kirkjunni, var hent
í þau hrísgrjónum og tvær litlar systur
hennar stráðu blómum á götuna. Einhver
kastaði morgunskóm, og ég kastaði stíg-
véli.
— Já, frú, sagði Jana. — Ég ætlaði að
kasta því í hana, en það fór þá í hann.
Ég held, að hann hafi fengið glóðarauga.
Ég kastaði bara einu stígvéli, ég hafði ekki
brjóst í mér til að kasta fleirum. Allir
strákarnir æptu upp yfir sig, þegar stíg-
vélið hitti hann . . .
Nú varð þögn.
— Ég sé eftir því, að stígvélið skyldi
hitta hann.
Önnur þögn. Jana hamaðist á kartöfl-
unum.
— Hann var meiri maður en ég, eins
og þið vitið, frú, og svo var hann afvega-
leiddur.
Kartöflurnar voru meir en tilbúnar. —
Jana stóð snöggt upp, varpaði öndinni
mæðilega og þreif fatið ofan af borðinu.
— Mér er sama. Hann á einhverntíma
eftir að iðrast. Hann á það skilið! Ég var
hreykin af honum! Ég átti ekki að líta
svona hátt. Það fór bezt sem fór.
Konan mín var í eldhúsinu að líta eftir
matnum. Líklega hefir hún verið dálítið
ströng á svipinn, þegar Jana játaði á sig
skókastið, en sjálfsagt hefir það ekki var-
að lengi, og Jana séð, að Efemía mín var
ekki lengur reið, því að hún sagði:
— Ó, frú! Að hugsa sér, hvað ég hefði
getað átt í vændum. Hve hamingjusöm ég
hefði getað orðið! Ég hefði átt að sjá þetta
fyrir fram, en ég gerði það nú ekki. Þér
eruð svo góðar við mig, frú, að lofa mér
að segja yður þetta. Þetta hefir verið mikil
reynsla fyrir mig.
Og Jana féll háskælandi um hálsinn á
konu minni. Hún hefir, hamingjunni sé lof,
aldrei verið með neinn stéttaríg.
Eftir þetta virtist skapið í Jönu batna
og hún vinna verk sín með meiri stillingu.
Eitthvað fór að brydda á kunningsskap
milli Jönu og slátraradrengsins nýlega, en
það er önnur saga. Jana er ennþá ung og
á vonandi margt eftir í lífinu. Við eigum
öll okkar sorgir, og ég hefi enga trú á,
að til séu sorgir, sem aldrei fyrnist yfir.