Vikan - 23.02.1939, Qupperneq 21
Nr. 8, 1939
VIKAN
21
„Vökukona bæjarinsu.
Framh. af bls. 11.
— Já, ég var sótt til að hjálpa, svaraði
ég og reyndi að sýnast róleg.
Á meðan ég horfði á hann fara úr
frakkanum, var ég að hugsa um, hvort
hann myndi eins vel og ég eftir síðasta
fundi okkar. Þá var hann nýbúinn að
ljúka prófi og var að fara til að vera að-
stoðarlæknir. Kvöldið áður hafði honum
verið haldin veizla. Þegar hann ók fram
hjá húsinu okkar á leiðinni til stöðvarinn-
ar, nam hann staðar og stökk út úr bíln-
um, þegar hann sá mig í garðinum.
— Vertu sæl, María, sagði hann inni-
lega og rauk allt í einu að mér og kyssti
mig beint á munninn. — Ég er búinn að
kveðja svo marga með kossi, svo að ég
ætla að kyssa þig líka. Hann hafði horft
brosandi á mig og þrýst hönd mína.
Þessum kossi gat ég aldrei gleymt, þó
að hann væri aðeins moli af borði ríka
mannsins.-------
Karl var kjólklæddur, svo að ég vissi,
að hann hafði komið frá Ritu. Mér fannst
ég aldrei hafa séð hann eins laglegan, —
háan og glæsilegan — og í þetta skipti
í þessu litla herbergi.
— Þetta er engin vinna fyrir þig, María,
sagði hann, eftir að hafa litið lauslega í
kringum sig. — Þetta er inflúenza, og við
verðum að fá eldri og reyndari hjúkrun-
arkonu.
— Það er of seint í dag, greip ég fram
í fyrir honum. — Auk þess hefi ég oft
stundað inflúenzu-sjúklinga.
— Fyrirgefðu, ég gleymdi því, að þú
ert öðru vísi en aðrar ungar stúlkur. —
Komdu og hjálpaðu mér.
Hann skoðaði konuna vandlega og þeg-
ar hann hafði lokið því, hristi hann höf-
uðið yfir hinum þunga andardrætti henn-
ar. Síðan gaf hann henni sprautu og fór
að klæða sig í frakkann. Eitt andartak
stóðum við og horfðum á konuna.
— Auminginn, ságði ég og klappaði á
hönd hennar.
— Ég fer á morgun, María, sagði hann.
— En hvað mér þykir leiðinlegt, að við
skulum aldrei hafa hitzt! Hvers vegna
skemmtir þú þér ekki eins og jafnaldrar
þínir?
— Ég veit ekki, við erum eins og skip,
sem mætast á nóttu, sagði ég og brosti
dauflega.
—- Já, það er satt. Við erum skólasyst-
kini og sjáumst rétt með höppum og
glöppum. Hann tók í höndina á mér.
— Er þetta ekki erfitt starf fyrir þig,
María ?
Ég hristi höfuðið. Hann leit á klukk-
una.
— Því miður verð ég að fara aftur til
Ritu, ég lofaði því.
— Auðvitað, flýttu þér bara, sagði ég
og leit undan. En hvað ég öfundaði Ritu
og hinar að fá að dansa við hann.
— Verður þú hér í nótt, María?
— Já, Níels segir, að systir sín komi
heim á morgun, svo að ég verð hér þangað
til. Ég sendi Jenssen með skilaboð til
mömmu, svo að hún verði ekki hrædd.
— En getur þú vakað, María?
— Auðvitað; veiztu ekki, að ég er köll-
uð „vökukona bæjarins“. Rödd mín titr-
aði. — Og þar að auki er ég sterk.
— Þú ert dugleg og góð stúlka. Hann
rétti mér höndina.
— Jæja, vertu sæl, við erum eins og
skip, sem mætast á nóttu, eins og þú
segir.
-----Eitt handtak, og hann var far-
inn! En ég fann þetta handtak lengi á
eftir. Enn var rigning, og nóttin var
dimmri en nokkru sinni áður.
Þegar birti var íbúðin enn leiðinlegri, ef
hægt var. Ég þvoði yngstu börnunum, gaf
þeim að borða og tók eins vel til og ég
gat. Frú Jenssen var nær hitalaus, svo
að mér fannst ég geta farið snöggvast
heim til að gefa mömmu morgunverð.
Undir eins og ég hafði lokið því, hljóp ég
aftur út til að bíða eftir dótturinni.
Börnin voru úti í garði að leika sér. Niels
fór til að taka á móti systur sinni, og
ég var að þvo í eldhúsinu, þegar dyrnar
opnuðust, og Karl Berg kom inn.
— Ég — ég hélt, að þú værir farinn,
hrópaði ég.
— En þú sérð, að svo er ekki, sagði
hann brosandi. — Mig langaði til að vita,
hvort þú værir hér enn.
— Var gaman í gærkvöldi? spurði ég
og leit undan.
— Já, því þótti víst gaman, en Rita
reiddist við mig fyrir að fara hingað.
Hann hló. — Og þess vegna langaði mig
til að vita, af hverju þér var ekki boðið
— þess vegna fór ég þangað aftur.
— Og fékkstu að vita ástæðuna ? spurði
ég-
— Ég fékk að vita það, sem ég vildi,
svaraði hann og fór inn til sjúklingsins.
— Henni líður miklu betur, sagði hann.
— Betri hjúkrunarkonu en þig hefði hún
ekki getað fengið.
Ég roðnaði af ánægju og flýtti mér fram
í eldhús til að líta eftir hafragrautnum,
sem ég var að sjóða. Karl kom á eftir mér.
— Þú hefir ekkert sofið í nótt, góða
mín, það hefi ég ekki heldur. Þegar ég
fór héðan, var ég að hugsa um þig — ég
var að hugsa um, hvort þú héldir, að ég
væri alveg gengin af göflunum, ef ég bæði
þig um að koma með mér.
— Þú átt við, að þú hafir starf handa
mér, stamaði ég.
— Já, einmitt. Hann gekk nær mér. —
Mér finnst þú vera yndislegasta stúlkan,
sem ég hefi nokkurn tíma þekkt! Ég gekk
úti í rigningunni í alla nótt til að velta
þessu fyrir mér, og nú spyr ég þig, hvort
þú haldir, að þér geti þótt svolítið vænt
um mig. Þú verður fyrirmyndar læknis-
frú.
Ég varð orðlaus, en hann las svarið í
augum mér — hnífurinn, sem ég hélt á,
datt á gólfið, síðan tók hann mig í faðm
sér.
— Ó, ástin mín, hvíslaði hann, —
manstu, þegar ég kyssti þig síðast? Hann
þrýsti mér að sér og kyssti mig blíðlega.
Ég hélt, að mig væri að dreyma. Við
gleymdum stund og stað. Allt í einu opn-
uðust dyrnar, og Jenssen kom inn ásamt
elztu dóttur sinni.
— Hvað — hvað er nú þetta? Hann
brosti góðlátlega.
— Þér eruð eins fallegar og fegursta
málverk, ungfrú María, hrópaði hann. —
og ég er viss um, að lækninum finnst það
líka.
Karl sagði fólkinu, að við værum trú-
lofuð, og það óskaði okkur allra heilla.
Þegar hann hafði talað við það um kon-
una, tók ég í hönd hans og sagði:
— Við verðum að fara heim og segja
mömmu frá þessu. Hann kinkaði kolli, og
þegar við höfðum kvatt fólkið, tókumst
við í hendur og hlupum niður veginn eins
og börn.
En allt í einu sleppti ég hendi hans og
hrópaði óttaslegin:
— Ó, Karl, ég hefi alveg gleymt — ég
get ekki farið með þér, ég get ekki farið
frá mömmu.
Hann tók utan um mig.
— Elskan mín, heldur þú, að ég ætli
að láta þig fara frá mömmu þinni? Hún
verður hjá okkur — það er nógu stórt
húsið okkar — við tölum ekki meira um
það, þetta er ákveðið mál.
*
Ég hló að því, hvað hann var ákveðinn
og tók aftur í hönd hans, og við hlupum
heim. Ég gat varla beðið með að segja
mömmu frá þessu, en samt varð ég að
bíða drykklanga stund, því að Karl vildi
endilega kyssa mig í forstofunni, og ég
verð að játa það, að mér var það ekkert
á móti skapi.
Huggun.
Ekkja nokkur grét mjög við greftrun
manns síns. — Kunningjar hennar reyndu
að hugga hana og báðu hana að sefa harm
sinn og minnast þess, að nú hefði hann
fengið „rólegan samastað“.
— Já, þetta er satt, svaraði hún með
tárin í augunum, — nú veit ég, hvar hann
er á nóttunni.
/ #
Hún: Þú trúir þá ekki á neitt?
Hann: Nei, ég trúi ekki á neitt, sem ég
skil ekki.
Hún: Jæja, það kemur nokkurnveginn
í sama stað niður.
*
Prestur var að hugga ekkju og sagði:
— Já, það var sjaldgæft valmenni hann
Jón, hans líka finnið þér aldrei.
Ekkjan: — Það er ekki gott að segja,
að minnsta kosti ætla ég að reyna það.