Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 3
Nr. 35, 1939 VIKAN 3 ,,11’s a - m ííö lcoMumst þemgouð. samt. FERÐAMINNINGAR FRÁ ÍRLANDI eftir KNTJT ARNGRÍMSSON, kennara. Sú var tíðin, að írland lá við þjóðbraut Islendinga. Irar fundu Island á und- an Norðmönnum. Irskir menn fluttu eða voru fluttir til Islands á landnámsöld. Og á söguöldinni lágu leiðir ýmsra Islend- inga til írlands, er þeir fóru í víkingu, og margir þeirra báru þar beinin, eins og t. d. brennumennirnir 15, sem féllu í Brjáns- bardaga árið 1014, eins og frá er skýrt í Njálu. Samt var það engin víkingaaldar- ,,rómantík“, sem dró okkur hjónin til Ir- lands í sumar, heldur þær ofur hversdags- legu ástæður, að ég hefi lagt fyrir mig landafræði á síðari árum, og lexían, sem ég setti sjálfum mér fyrir í þeirri skemmti- legu og gagnlegu grein — fyrir þetta sum- arið — varð írland, og sér í lagi írska lýð- veldið, sem nú gengur undir nafninu Eire. Mestan hluta tímans, sem við vorum þar, vorum við á ferðinni um landið. Þetta er ekki nema 7/io af Islandi á stærð, meiri hlutinn láglendur og marflatur, með ágætum akbrautum víðast hvar, svo að það má teljast lítið þrekvirki að skjótast um þetta land þvert og endilangt á fáeinum dögum. Það ætti að vera óþarft að taka fram, að við fórum þetta allt á hjóli. Og nú var það hjól af þeirri tegund, sem ég hefi aldrei séð hér heima. „Tandem“ er það nefnt á erlendum málum. Tvímennis- hjól yrði það víst nefnt á íslenzku. Það er mesti kúnstagripur, karlmannshjól að framan, kvenhjól að aftan, „a bicycle built for two“, eins og komist er að orði í ljóð- inu til Daisy, sem dansað hefir verið eftir hér á landi árum saman. En þetta hjól er að því leyti kostagripur, að það hag- nýtist tvöfalt betur orka manns á því, heldur en verða myndi á tvennum venju- legum hjólum. Samt grunar mig, að „tand- em“ myndi ekki reynast hentugt á veg- unum okkar hérna heima. Það er svo langt, að það er erfitt að stýra því í kröppum beygjum, og ég óttast, að það myndi verða þungt að stíga það, þar sem mikil lausa- möl er á veginum. Á aðal-vegunum í Eire, sem eru allir malbikaðir eða steyptir og flestir þeir beztu ekki eldri en 10—15 ára, reyndist okkur „Tandem“ manns nokkurs í Dubhn, sem Cartwell nefnist, hið prýði- legasta farartæki. Við lékum okkur að því að skjóta aftur fyrir okkur 60 enskum mílum á dag, og það með því að gefa sér góðan tíma til að nema staðar, þar sem eitthvað markvert var að sjá eða tækifæri gáfust til að skrafa við fólk .og kynnast þjóðlífinu. Og nú nokkrar stuttar ferðamyndir. Sívalur tum í Clonmacnoise, umkringdur kross- um og legsteinum frá ýmsum tímum síðustu 10 alda. -— 1 baksýn Shannonfljótið, akur og skógur. Við vöknum upp einn morgun við vond- an draum: Sleitulausa hellirigningu. Við erum þá stödd í smábæ einum, 20 mílur austan við Athlone, borgina, þar sem írska óvenju góðviðrasamur, ef ekki kæmu nema þrjár regnskúrir, en fólk er nú einu sinni þannig gert, að nokkrir algerlega regn- lausir dagar fá það til að gleyma slíkri athugasemd, eða að minnsta kosti að hætta að gera vitund með hana. En nú var kom- in rigning, því varð ekki breytt, og við höfðum engan tíma til að sitja regnteppt. Á þjóðvegunum bar nú ýmislegt fyrir augu. Fólk ók þar í opnum léttivögnum (drossíum), sumt með hestum fyrir, sumt með ösnum. En allir spenntu yfir sig regn- hlífar. Þar sem krónubreið tré standa með veginum, hímir gangandi fólk og „stendur af sér“ verstu demburnar, því að trjákrón- urnar eru svo laufprúðar, að undir þeim er alveg þurrt, nema því hvassara sé í veðri. Stundum húkir á slíkum stað mað- ur með barðastóran hatt niðri í augum. Fötin hans eru rifin og sóðaleg. Hann gýt- ur stálgráum og skuggalegum augum upp á vegfarendur og situr um færi til bein- inga. Þetta er landshornaflakkarinn, lík- lega einn af sonum fátækrahverfanna i Dublin eða einhverri af hinum borgunum. Hann kemst leiðar sinnar með betli og stuldi einnig þennan regnvota dag. Landið er eins og skákborð. Því er skipt í smáa reiti, mest engi eða bithaga, sumt akurreinar með byggi, höfrum, hveiti eða kartöflum. Milh reitanna eru limgirðing- ar, trjáraðir eða torfgarðar. Sums staðar eru dökkbrúnir mýraflóar eða svört og opin sár í jarðveginn: Mógrafir, kolanám- ur Irlands. Kringum þær stendur mórinn í háum hlöðum. Hnausarnir eru ekki klofn- Kirkjudyr í Clonmacnoise, reistar á 12. öld. útvarpsstöðin er. Rigning á Irlandi þurfti náttúrlega ekki að koma flatt upp á okk- ur. Ég hafði lesið það einhversstaðar í áreiðanlegri bók, að dagur á Irlandi teldist ir í flögur, eins og við myndum hafa gert. Þeir hafa samt getað þornað, þótt furðu megi gegna í svo regnsælu landi. Við nemum staðar í smábæ, þar sem öll

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.