Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 35, 1939 Rauðu sníglarnir. r g og Óli keyptum einu sinni lagar- dýrasafn af strák, sem við kölluð- um Buxna-Láka, því að hann hékk alltaf með hendurnar í buxnavösunum. Það var ljótur siður! Annars var þetta prýði- legur strákur að mörgu leyti. Einu sinni sagði kennarinn við-hann í frímínútunum. — Er þér kalt á höndunum? — Nei, svaraði Buxna-Láki. — Hvers vegna tekurðu hendumar þá ekki upp úr buxnavösunum ? — Þá verður mér kalt, svaraði Láki og stakk höndunum enn dýpra niður í vas- ana. • Jæja, við keyptum sem sagt lagardýra- safn af Buxna-Láka. Hann safnaði öllum hugsanlegum sjávar- og vatnadýrum. Nú urðum við Óli auðvitað að fá eitthvað í safnið. Við ákváðum því að fara í veiði- ferð með Buxna-Láka. Daginn eftir lögðum við af stað og kom- um von bráðar að litlu vatni, sem lá fyrir utan bæinn. Við höfðum net og fötu með okkur og veiddum marga smáfiska. Því næst kom okkur saman um að leita að tjörn, sem í væru vatnasniglar, sem fiskar lifa á. Óli fann tjörnina fyrstur. Hún var full af sniglum. Já, meira að segja svo full, að vatnið var sumsstaðar rauðbrúnt á lit. Þegar sniglaveiðin stóð sem hæst, uppgötvaði Öli dálítið skemmtilegt. Óli uppgötvar alltaf eitthvað. — Sjáið þið, sagði hann. — Hér eru rauðir sniglar. — Ha? hrópaði Buxna-Láki og spratt upp. Já, þetta var satt. Þarna var fullt hann gæti nokkurn veginn horfzt í augu við gamla manninn. Bara, að honum heppnaðist það, áður en það yrði um seinan. Honum var Ijóst, að þetta yrði erfitt. Það er svo auðvelt að ganga niður á við, en hafi það illa náð að festast í mönnum, er vegurinn upp á við erfiður, því að alls- staðar eru freistingar og hættur. Juju tæmdi vasana með skjálfandi hönd- um. Hann lét hvern einasta hlut á sinn stað, svo að engin vegsummerki sæjust. Hann nam staðar í hverju spori og hlust- aði, reiðubúinn til að flýja, ef hann heyrði einhvern hávaða. Að lokum var hann kom- inn fram í forstofuna. En þegar hann ætlaði að ganga út, hik- aði hann. Myndirnar! Hann varð að hafa myndirnar fyrir framan sig, ef allt átti að fara vel. Hann hraðaði sér inn aftur og stakk myndunum á sig. Andartaki síðar skelltist hurðin á eftir honum. Og þó að hann gengi niðurlútur niður tröppurnar, hafði honum aldrei liðið betur. Hann skyldi ná ásetningi sínum. Barnasaga af fallegum, eldrauðum sniglum. Sumir kalla þá póstlúðursnigla. Það þykir víst fínna. — Þeir eru seldir á 15 aura stykkið, sagði Láki, alveg óviljandi. Síðan áttaði hann sig og hélt áfram: — En þeir eru Ég rauk inn í stofu, þar sem Óli sat . . . líklega öðruvísi. Já, það eru ekki þessir. Þeir eru ekki svona litir. — Hem, sagði ég, — þessir eru alveg nákvæmlega eins og þeir, sem eru úti í glugga hjá kaupmanninum. — Nei, þeir eru ekki eins, sagði Buxna- Láki. — Þetta eru villtir sniglar, sem lifa á fiskum og jurtum. Nei, þeir eru ómögu- legir. Nú skulum við koma heim. Við höf- um veitt nóg. — Það skulum við gera, sagði Óli. — Klukkan er líka orðin svo margt. Ég skildi ekki, hvers vegna þeim lá allt í einu svo mikið á. En við lögðum nú samt af stað heim. Þegar við höfðum kvatt Láka, hnippti ég í Óla og sagði: — Heyrðu, hvað meinti hann með þess- um villtu sniglum ? Sniglamir eru alveg ná- kvæmlega eins og þeir, sem kaupmaður- inn selur á 15 aura. Ég ætla að fara í fyrra- málið og veiða nokkra snigla. Þeir voru svo stórir. — Já, gerðu það, sagði Óli. Þegar ég vaknaði næsta morgun, var Óli löngu farinn á fætur. Annars var hann ekki vanur því. Ég spurði hann, hvort hann væri með niður að tjörninni. — Nei, svaraði hann, — ég var að koma inn. Mér er ómögulegt að nenna út aftur. — Blessaður, hafðu það eins og þú vilt, sagði ég, og það var alls ekki laust við, að ég væri móðgaður. Skömmu síðar fór ég á hjólinu mínu niður að tjörninni. Þegar ég kom þangað, sá ég lítinn strák vera að leita fyrir sér með spýtu í tjörninni. Það var Buxna-Láki. — Hvað ert þú að gera hér? spurði ég undrandi. — Ég? sagði hann vandræðalega. — Nú, ég er bara að veiða snigla. En hér eru engir sniglar í dag. Bless. Hann stökk á hjólið sitt og þaut af stað. Hvers vegna lætur drengurinn eins og kjáni, hugsaði ég og horfði undrandi á eftir honum. Síðan labbaði ég niður að tjörn- inni og varð þá fyrst alvarlega undrandi. Þar var nefnilega fullt af sniglum. Hvers vegna hafði Buxna-Láki sagt, að hér væru engir sniglar? Ég hristi höfuðið og tók að leita að rauðum sniglum. Ég leitaði lengi, lengi, en fann enga. Ekki einn ein- asta. Mér fannst þetta allt því dularfyllra, því lengur, sem ég velti því fyrir mér. Að Óli skyldi fara á fætur fyrir allar aldir, að Buxna-Láki skyldi ekki finna neina snigla og allir rauðu sniglarnir skyldu vera horfnir. Mér var þetta allt huhn ráðgáta. Ég hjólaði hægt heim aftur og læddist upp eldhúströppurnar. Þegar ég kom inn í eldhúsið, hafði ég nærri sett um skolp- fötu. Ég gægðist niður í hana — og enn varð ég var við dálítið dularfullt. í vatn- inu var fullt af rauðum sniglum. — Hvað er þetta? spurði ég mömmu. — Á að borða þetta? — Spurðu Óla, svaraði mamma. Ég rauk inn í stofu, þar sem Óli sat á bak við sunnudagsblaðið. Það má vel vera, að ég hafi hegðað mér illa. Óh lét mig skammast. Síðan leit hann upp úr blaðinu og sagði rólega: — Allur misskilningurinn liggur í því, bróðir minn góður, að þú lest ekki aug- lýsingar. Ég starði ruglaður á hann. — Kaupmaðurinn auglýsti, hélt Óli hik- laust áfram: Kaupi rauða snigla! Ég hneig máttlaus niður í stól. Nú tók að renna upp fyrir mér ákaflega dauft Ijós. — Jæja þá, sagði Óli, þú hefir sem sagt ekki lesið þessa auglýsingu. Við Buxna- Láki lásum hana. Og þegar við sáum rauðu sniglana í tjörninni, datt okkur4báðum það sama í hug. Við ætluðum að veiða snigl- ana og selja þá. — Þú fórst þangað snemma í morgun og veiddir alla sniglana, stundi ég. — Rétt, sagði Óli. og brosti, — annars hefði Buxna-Láki veitt þá. Og það var þó alltaf ég, sem fann þá. — En hvers vegna sagðir þú mér ekki frá þessu? spurði ég reiðilega. — Ég fór þangað og fann ekkert. — Mér fannst þú hafa gott af því að hreyfa þig dálítið, svefnpurkan þín, svar- aði Óli blíðlega. ,— En auðvitað skiptum við þessu jafnt á milli okkar. Hann huggaði mig alveg með þessum síðustu orðum. 1 sátt og samlyndi töldum við sniglana. Þeir voru 207. Daginn eftir seldum við þá. — Við fengum fimm aura fyrir stykkið. En lengi á eftir gaut Buxna-Láki illum augum til okkar, þegar hann sá okkur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.