Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 11
Nr. 35, 1939 VIKAN 11 Dr. Göbbels og Forster í Danzig. Þessi mynd var tekin í sumar, þegar dr. Göbbels, útbreiðslumálaráðherra Þjóðverja kom i heimssókn til Dan- zig. Var honum þá haldin vegleg veizla í þjóðleikhúsinu og sést hann hér ásamt Forster foringja nazista í Danzig. En á svölum leikhússins hyllti mannfjöldinn þá, og hrópaði: „Við viljum hverfa heim til rikisins." ZíiWi-Stevi-xl!** ««•:< ■: •• •>•-;-■-•: •■:• Þessi mynd var tekin af Anna Ne- agle, ensku kvikmyndaleikkonunni, þegar hún var stödd i Hollywood eft- ir að hún hafði leikið í kvikmynd- inni um Edith Cavell, hina ódauð- legu hjúkrunarkonu og pislarvott, Þýzkur grasafræðingur hefir flutt þessa risajurt frá frumskógum Su- matra til Berlínar, en þar tók jurtin að vaxa, og þykir það einsdæmi. Blöðin á þessari risajurt geta orðið helmingi stærri en fullvaxinn maður. Tréklossar hafa verið mikið í tízku í sumar. Myndin sýnir gamlan, sænskan trésmið á vinnustofu sinni. Hann hefir meira að gera nú en nokkru sinni áður. 1 Stuttgart hefir sporvagnafélag lát- ið útbúa sporvagna með glerþaki, sem ferðamenn geta farið ýmist stuttar eða langar hringferðir í. Sporvagnsstjóramir leiðbeina einnig ferðafólkinu. Stjömufræðingar hafa fengið sér- stakan áhuga á stjömunni Mars, þar sem hún er nú nær jörðu en hún hefir verið síðastliöin 15 ár. Stjömu- fræðingur einn sýnir á þessari mynd, hvemig stjaman liti út, ef hún væri 15,000 enskar mílur frá jörðinni. Hinn syngjandi kvikmynda-cowboy, Gene Autry er kominn frá Ameríku til Englands, en þar ætlar hann að ferðast um sér til skemmtunar. Á myndinni sést hann ásamt hesti sta- um, „Champion" í London. Sabu, litli Indverjinn, sem leikur aðalhlutverkið í ensku kvikmyndinni ,Þjófurinn frá Bagdad“, verður að sækja skólann sinn á milli leikæf- inga. Hollywood-leikarinn, Rex Ing- ram, sem leikur einnig í myndinni, hjálpar Sabu með stærðfræðina. Hin fræga, ameriska sundstjarna, Eleanor Holm, sem var rekin úr fé- lagi sínu vegna þess, að hún drakk of mikið kampavín á leiðinni til Ólympíuleikanna í Berlin, hefir nú tekið að sér að safna pening- um handa ameriskum sundmönnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.