Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 22
22 V IK A N Nr. 35, 1939 Nokkrir menn voru staddir á gatnamót- um Pósthússtrætis og Austurstrætis, við Reykjavíkur Apótek, en það horn hefir stundum verið nefnt ,,splæs“-hornið. Meðal annarra ágætismanna, er þar voru staddir, var Páll Skúlason ritstjóri og Carl D. Tuliníus forstjóri. Kemur þar og aðvífandi Kristján Kristjánsson, söngvari, sem þá var nýkominn ofan úr Borgarfirði frá því að syngja þar á skemmtun. Páll ávarpar Kristján og segir: — Þarna ert þú kom- inn úr Borgarfirðinum frá því að þreyta þar söng og áheyrendur, — og tók Kristján því vel. En það er af Carli að segja, að hann gengur til skrifstofu sinnar og hefir þar orð á fyndni Páls, en í útgáfu Carls var sagan þannig: — Þarna ert þú þá kominn úr Borgar- firðinum frá því að heyja þar söng og áheyrendur! * Sigurður Draumland heitir maður á Akureyri. Hann fæst við skáldskap og rit- störf og er ekki með öllu óþekktur norður þar. En frægastur mun hann vera fyrir brellur sínar ýmsar. 1 vetur, sem leið, sendi hann pósthúsinu geysistórt bréf. Þegar búið var að opna þetta gríðarstóra umslag, kom í ljós ann- að umslag þar innan í, lítið eitt minna. Þegar það var opnað kom enn umslag í Ijós. Þannig gekk koll af kolli, unz síðast var eftir örsmátt umslag. Þegar það hafði verið opnað kom í Ijós agnarsmár miði, og var á hann ritað með smágerðri snarhönd: — Þetta borgaði sig ekki. * Ölafur Lárusson, nú starfsmaður hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, var áður kaupfélagsstjóri á Skagaströnd. Hann er maður hæglátur en orðheppinn. Eitt haust tók hann tali viðskiptamann einn, er var all-skuldugur, og spurði hann, hvað mikið hann gæti borgað inn á skuldina. Maður- inn lét lítið yfir því, en kvaðst þó myndi koma með 5—6 gærur. — Já, það getur verið gott að fá gær- urnar, segir Ólafur, — en hvernig er það þá með skrokkana? Ætlarðu kannske að setja þá á? # Um síðastliðna helgi fór starfsfólk Isa- foldarprentsmiðju í berjaferð og skyldi ferðakostnaður verða 10 krónur á mann. Sveinn Ásmundsson heitir handsetjari einn í Isafold, og á laugardagsmorguninn var hann spurður, hvort hann ætlaði ekki að fara í berjaferðina, en hann svaraði: — Nei, ég vil heldur kaupa mér ber fyrir 10 krónurnar og spara mér fylliríið! Guðlaugur Bjarnason frá Ciljuni, fimmtugur. f-\ann 18. þ. m. átti Guðlaugur Bjarna- son, bílstjóri, frá Giljum, 50 ára af- mæli. Einnig á hann á þessu ári 20 ára starfsafmæli sem bílstjóri. Um margra ára skeið var hann í póstferðum, með Hansi heitnum pósti, austur yfir fjall, bæði á meðan hestar voru notaðir til þeirra ferða og eftir að bílarnir komu til sögunnar. Er hann síðan mörgum að góðu kunnur. Þegar „Kaupfélagið Þór“, á Rangárvöllum, var stofnað réðist Guðlaugur í þjónustu þess og hefir hann verið starfandi þar síðan. Þótt hann sé einn þeirra manna, sem lengst eru búnir að stjórna bílum á íslenzk- um vegum, hefir aldrei hent hann neitt slys. Slíkt má ef til vill teljast heppni, en hitt er og víst, að fáir munu gætnari og öruggari í starfi sínu en hann. Enda er Guðlaugur stilltur maður og prúður. Hann er tryggur sínum vinum og trúr sínum skyldum. Áreiðanlegheitum hans í öllu er við brugðið. Hann má í engu vamm sitt vita og vill öllum vel gera, þeim, er til hans leita. Með prúðmennsku sinni, drengilegri framkomu og áreiðanlegheitum í öllum sín- um störfum, hefir Guðlaugur áunnið sér traust og virðingu allra þeirra, er hann þekkja. Margir munu því verða til þess að senda honum hlýjar kveðjur, er hann nú byrjar sjötta tug æfi sinnar, með þökk fyrir vel unnin störf og óskum um góða framtíð. Menn, eins og Guðlaugur Bjarnason, mega alls staðar koma og alls staðar vera. Þeir eru alltaf prýði sinnar stéttar og sinnar þjóðar, hvort sem staða þeirra er há eða lág. R. J. er þvottasápa nútímans. „Arfur Islendinga" Prófessor Sigurdur Nordal sér um útgáfuna. D ókaútgáfufélagið „Mál og menning" hefir ákveðið að gefa út merkilegt rit- verk um land og þjóð fyrir 1943. Á rit þetta að nefnast: Arfur Islendinga. Rit- stjóri að útgáfu þessari hefir verið ráð- inn hinn ágæti vísindamaður, prófessor Sigurður Nordal. En sem meðstarfsmenn sína hefir hann valið Árna Friðriksson, fiskifræðing, Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóra, Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing og dr. phil. Þorkel Jóhannesson. Ritverk þetta verður í fimm bindum, hvert á stærð við bókina um Vatnajökul, sem félagið gaf út, og mörgum er kunn. „Mál og menning" hefir þegar unnið þrekvirki í bókmenntum hér á landi, og eru bækur þess svo vinsælar, að þær koma út í stærri upplögum en títt er á öðrum forlögum í landinu. Þess vegna er félaginu auðið að gefa út ódýrar bækur. Það mun sjaldgæft, hér á landi, að ein- staklingar leggi fram af frjálsum vilja þúsund krónur til að styrkja bókaútgáfu, eins og átt hefir sér stað við undirbúning að úútgáfu þessarar nýju menningarsögu, sem bókgefnir og menntaðir Islendingar munu bíða með óþreyju að komi út. Nöfn þeirra fimm manna, sem annast munu rit- stjórn hins væntanlega ritverks eru þjóð- inni trygging fyrir því, að vel verði til verksins vandað. Feitur maður ruddist með feita konu sína inn í miðjan bekk, þegar sýning var hafin. Þau skimuðu bæði í kringum sig og hvísluðust á. — Síðan beygði maðurinn sig niður að einum áhorfandanum og spurði: — Steig ég ofan á yður áður, þegar ég fór út? Áhorfandinn (bálreiður): Já, þér gerðuð það. Maðurinn: Allt í lagi! Jóhanna, við er- um á réttum stað. Maður, sem hikar, er glataður. Sömu- leiðis kona, sem hikar ekki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.