Vikan


Vikan - 31.08.1939, Page 16

Vikan - 31.08.1939, Page 16
16 VIKAN Nr. 35, 1939 — Mér finnst mér líða ágætlega, herra biskup. — Ég skal með ánægju veðja tveim messuhöklum á móti tveim knéfallapúðum um það, að yður líður ekki eins vel og mér, sagði biskupinn. — Það hlýtur að vera eitthvert óumræðilegt heilnæmi í loftslaginu hérna. Ég hefi ekki fundið neitt þessu líkt síðan á kappróðrabátanóttinni sælu, árið 1893! Síðan æpti hann með óhemju fögnuði og hrifningu: Ó, hversu dá- samleg eru tjöld þín, Jakob, og unaðsleg musteri þín, Israel, stendur í 4. Mósb., 24, 5. Og í sama vetfangi þreif hann um fóta- gaflinn á rúminu, hóf sig á loft og lék hinar glæsilegustu jafnvægisæfingar með fæturna beint í loft upp. Ágústínus glápti á hann með vaxandi, óttablandinni undrun. Hann gat ekki losn- að við þá einkennilegu tilfinningu, að ver- .ið gæti, að eitthvað misjafnt eða óheilla- vænlegt stæði að baki þessari sjóðbullandi ofsakæti biskupsins. Hann hafði að vísu margsinnis áður séð gest sinn með tign- arlega fjörugu látbragði, enda var hin fyrirferðarmikla og ofsafengna glaðværð biskupsins og lífsskoðun orðin kirkjufleyg og höfð að orðtaki meðal hempuklæddra manna. En hér var sannarlega á ferðum eitthvað meira en tignarlega fjörugt lát- bragð og limaburður. — Já, sagði biskup og lauk við leik- fimisæfingar sínar, og settist á rúmið, — mér finnst ég Vera eins og hani, sem er al- búinn í áflog, síra Ágústínus. Mér finnst ég vera stútfullur af heilnæmu jurtaseyði. Og mér fannst það svo fráleit vitleysa að eyða þessum gullnu klukkutímum nætur- innar í bólinu, að ég varð að skjótast hing- að til þess að masa við yður. Það var ein- mitt þetta, sem ég ætlaði að spjalla við yður um, kæri félagi. Munið þér nokkuð eftir því, að þér skrifuðu mér — ég ætla, að það hafi verið um Þrettánda-leytið, — og gátuð þess við mig, að þér hefðuð haft eitt hlutverkið í skátaleiksýningunni hér? Þér lékuð Simbað sjófaranda, ef ég man rétt. — Öldungis rétt. — Ágætt. Það, sem ég kom hingað til að spyrja yður um, minn góði síra Ágúst- ínus, var það, hvort þér með nokkru mögu- legu móti gætuð náð í búninginn hans Simbaðs sjómanns. Ég þarf endilega að fá hann lánaðan hjá yður. — Til hvers þá? — Það skiptir ekki máli, síra Ágústínus. Það eru meira en full rök fyrir yður, að fá að vita það, að það eru hinar heilsu- samlegustu og hágöfugustu kirkjulegu og prestslegu ástæður, sem valda því, að mér er lífsnauðsyn að fá lánaða hjá yður garmana. — Allt í stakasta lagi, herra biskup. Ég skal finna búninginn eldsnemma í fyrra- máhð. — 1 fyrramálið er það vita þýðingar- laust. Þessi seinlætislegi hugsunarháttur að slá öllu á frest, þessi læðupokaháttur og silakepps-seinlæti, mælti biskup og hleypti brúnum, — var sízt af öllu það, sem ég gat búizt við af yður, síra Ágúst- ínus. En, bætti hann við í blíðari róm, — við skulum ekki tala meira um þetta. Mannið yður nú upp, síra Ágústínus og náið fljótt í búning Simbaðs sjómanns, og lítið eftir honum í saumunum. Svo gleym- um við þessu hjali öllu. En hvernig lítur búningurinn annars út? Hverju er hann líkur? — Rétt eins og venjulegur sjómanna- búningur, herra biskup. — Ágætt. Það fylgir honum víst ein- hverskonar höfuðfat? — Já, húfa með bókstöfunum H. M. S. (sjóliði hennar hátignar) og orðið Blotto (hinn faldi, leynilegi) á bandinu. — Alveg dásamlegt. Jæja þá, kæri fé- lagi, sagði biskup, og sindraði af lionum ánægjan. — Ef þér viljið láta mig fá bún- inginn, skal ég ekki ómaka yður frekar í nótt. Þér hafið sannarlega unnið fyrir hvíldinni með starfa yðar í víngarðinum í dag. Sætur er svefninn þeim, er erfiðar, segir Prédikarinn, 5, 11. Þegar dyrnar luktust á eftir gestinum, gerðist síra Ágústínus næsta áhyggjufullur og kvíð- inn. Það var einungis einu sinni áður, að hann hafði séð hinn andlega yfirboðara sinn í svona æstu ástandi. Það var fyrir tveim árum. Þeir höfðu farið niður til Harchester-háskóla til þess að afhjúpa líkneskju eða myndastyttu Hemels lávarð- ar af Hempstead. Við þetta tækifæri mundi hann eftir því, að biskupinn, sem var und- ir áhrifum af of stórri inntöku úr Bo-o-kk- unni, hafði verið andvígur afhjúpuninni. Biskupinn hafði farið út um lágnætti og málað myndastyttuna ljósráuða með nell- ikulit. Og Ágústínus mundi enn eftir ólg- andi geðshræringunni, sem hann komst í, þar sem hann hallaði sér út um gluggann og sá prelátann koma klifrandi upp vatns- rennupípuna aftur inn í herbergið. Hann minntist enn hinnar sáru hluttekningar, sem hann hafði borið í brjósti með bisk- upnum, á meðan hann varð að hlusta á hið átakanlega harmakvein hans út af því, að hann væri kötturinn eldabuskunnar. Um svefn gat ekki verið að ræða undir svona kringumstæðum. Með dapurlegu and- varpi smeygði Ágústínus sér í hempuna og gekk niður stigann og inn í lestrarstofu sína. Hann bjóst við því, að það mundi létta skap sitt að fara eitthvað að fást við ræðugjörð sína. Skrifstofa síra Ágústínusar var á neðsta gólfi og sneri út að blómagarðinum. Það var yndisleg nótt og hann opnaði frönsku gluggana til þess að njóta enn betur hins unaðslega og styrkjandi blómailms. Þessu næst settist hann við skrifborðið og tók til starfa. Það starf að semja ræðu, sem í senn átti að vera hæfilega háfleyg og andrík til þess að hafa áhrif á sveitamanna-söfnuð hans, en fara þó ekki fyrir ofan og néðan garð hjá áheyrendunum, olli síra Ágúst- ínusi venjulega allmikilla heilabrota. Brátt yar hann samt niðursokkinn í starf sitt og hugsunarlaus og tilfinningarlaus fyrir öllu öðru en því, hvernig hann ætti að finna einsatkvæðisorð, sem þýddi eða táknaði sama og Supralapsarrianisme. Augun í hon- um urðu einna líkust augunum í freðinni ýsu og tungubroddurinn á þjótandi hring- sveiflu milli munnvikanna. Ur þessu vakandi miðilsástandi komst hann samt smátt og smátt til óljósrar með- vitundar um það, að einhver væri að nefna nafn hans, og að hann væri ekki lengur einn í herberginu. Hinn mjúki og grannvaxni likami Hyp- atiu Vace sat í bríkarstólnum hans, fagur- lega hjúpaður grænum kveldkjól. — Hæ, hó, sagði síra Ágústínus gap- andi. — Þér hér! — Halló, sagði Hypatia, — já, ég er hér. — Ég hélt, að þér hefðuð farið ofan að Vegamótum til þess að hitta Ronald. Hypatia hristi höfuðið. — Það varð ekkert af því. Ronald. hringdi til mín til þess að segja mér, að hann hefði fengið prívat-bendingu um það, að það ætti að „hreinsa musterið" í nótt. Svo okkur þótti vissara að vera ekki með neitt tilstand. — Öldungis rétt, sagði síra Ágústínus samþykkur. — Fyrst og fremst varkárni. 1 upphafi skyldi endirinn skoða, ogþúmunt aldrei missa marks, stendur á einum stað. Hypatia veifaði klútnum sínum mjúk- lega fyrir augum sér. — Ég gat ekki sofið, en sá hér ljósið og gekk svo niður. Mér líður svo afskap- lega illa, síra Ágústínus. — Er það út af málefnum ykkur Ron- alds? — Já. — Tarna, tarna, það sem gengur alveg eins og í sögu. — Ég sé ekki, hvemig þér farið að finna það út. Hafið þér heyrt Percy frænda og Persciilu frænku tala um Ronnie ? Hann gæti í þeirra augum ekki verið ógæfusam- ari marhnútur, þó að hann væri sjálf skækjan frá Babylon. — Ég veit, ég veit. En eins og ég minnt- ist lítillega á í kveld, þá geng ég með ofur- litla hugmynd í kollinum. Ég hefi hugsað all-mikið um málefni ykkar, og ég gæti bezt trúað, að þér fallist á það, að þar er Priscilla, frænka yðar, sem gerir alla bölv- unina. Reynið að smyrja hana, og biskup- inn fylgir henni. Það, sem hún hugsar í dag, það sama hugsar hann á morgun. Ef við með öðrum orðum getum fengið hana á okkar band, þá gefur hann sitt samþykki á mínútunni. Hefi ég rétt eða rangt fyrir mér? Hypatia kinkaði kolli. — Já, sagði hún. — Það er satt, svo langt sem það nær. Percy frændi gerir ætíð allt, sem Priscilla frænka segir honum. En hvernig ætlið þér að milda hana. # Konan: Þú ert ræfill, lygari, letingi . . . Maðurinn: Svona, svona, Hulda mín, enginn maður er gallalaus.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.