Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 9
Nr. 35, 1939 VIK AN 9 — við skoðum skepnurnar og kölsum svo kaupin við þann, sem okkur lízt betur á. Við getum tekið næsta sunnudag til þess. Sleit þar með fundi. Næsta sunnudag, eftir messu, riðu stjórnarmeðlimirnir þrír suður mýrar og fóru engar mannaleiðir. Þeir þræddu sig milli bæja, og tóku annað kastið langa út- úrkróka eins og þeir væru að sveigja fyrir ófærar og endalausar keldur. En það var nú ekki tilfellið. Smalastrákur, sem stadd- ur var upp á hæsta hólnum á þessum slóð- um, Strýthóll hét hann, sagði svo frá, að þeir hefðu ellt uppi hvern einasta kúahóp, sem sjáanlegur var á öllu svæðinu, líklega hefðu þeir verið að leita að kálfi. — Ojæja, sagði fólkið í Flatahreppi og brosti vantrúarfullt út í annað munnvikið. Litlu seinna fréttist það út um sveitina, að þeir væru búnir að kaupa naut hreppstjór- ans. En dýr hafði boli verið, — og það var nú skrambi! Ritarinn hafði heldur mælt með að fá naut kaupfélagsstjórans, þó það væri ívið þynnra um bógana, því það var dauðmeinlaust og spakt, aftur á móti var hitt glettið og lét ekki klóra sér út á víða- vangi, en formaðurinn og gjaldkerinn börðu það algjörlega niður, minntu á sýn- inguna og verðlaunin. Auk þess var kaup- félagsstjórinn þekktur að bölvaðri sér- vizku, sem meðal annars sýndi sig í því, að hann skyldi eiga þetta naut, án þess þó að hafa bú eða nokkra skepnu aðra. Þá var hreppstjórinn skárri viðskiptis, þó gyðingur væri og á móti félagsskap af flestu tagi. Nú var rokið í að setja upp girðingu. Sambandið lánaði efnið með vildarkjörum, félagsmenn gáfu vinnuna við að koma henni upp, og það var von á 50 krónum á ári. — Náttúrlega hefði maður, sko, átt að fá þetta eitthvað borgað, sagði gjaldker- inn og strauk snoturt skeggið. — Það sýndist nú vera, viðurkenndi rit- arinn og snýtti sér. — Nei, og andskotinn, mótmælti for- maðurinn, — félagið hefir ekki efni á svo- leiðis, eða er ekki kassinn tómur, Jón? — Náttúrlega er ég ekki búinn að rukka inn félagsgjöldin enn þá, svaraði gjaldker- inn, og svo kepptust þeir bullsveittir við að girða, því það var bráðum kominn slátt- ur. — Upp úr réttunum um haustið átti ráðu- nauturinn landsfrægi leið um sýsluna og boðaði til áður umræddrar sýningar. Hann kom úr ferðalagi umhverfis landið og var syfjaður og illa fyrir kallaður. Inngangs- ræða hans að athöfninni var því stutt og með litlum tilþrifum. Honum sagðist svo: — Ég hafði eiginlega ætlað mér að fresta þessari sýningu til vorsins, því áætl- un mín breyttist nokkuð eftir að ég var hér síðast á ferð. En svo sá ég þó fram á það fyrir nokkrum dögum, að ég gæti samt sem áður staðið við loforð mitt. Tíminn var þó orðinn svo stuttur til þess að koma boðunum til ykkar, að óvíst er hvort allir hafa fengið þau. Þrátt fyrir það vona ég, að sýningin nái nokkurn veginn tilgangi Sínum, og segi ég hana hér með setta. Þrjú nautgriparæktunarfélög voru þarna mætt með gripi sína, beztu kýrnar og svo griðungana. Auk þess hafði kaupfélags- stjórinn látið leiða þangað bola sinn til þess að fá hann dæmdan af sérfræðingi. Óþarft er að orðlengja hér um sýningu þessa. Fregnir af henni komu í útvarpinu kvöldið eftir, og mun hlustendur eflaust ráma eitthvað í þær enn þá, það er að segja þá hlustendur, sem hlusta. Vegna hinna, sem ekki gera það, skal það tekið fram, að nautið frá kunningja okkar, hreppstjór- anum, fékk 2. verðlaun, hafði ekki eignazt nógu marga afkomendur til að hreppa 1. verðlaun. Um kaupfélagsbola sagði ráða- nautur það, að útlitsins vegna ætti hann ef til vill 2. verðlaun, þó ívið væri hann þunnur um bógana, en hins vegar yrðu naut að vera í nautgripafélagi til þess að koma til greina, það væri ekki nóg að vera í kaupfélagi. Að þessu var hlegið og gerð- ur að góður rómur. Hélt svo hver heim til sín. En það er af hreppstjóra að segja, að stuttu eftir þessa atburði kemur hann heim til formannsins, ríðandi upp á gamm- vökrum hesti, og gengur í félagið. — Ég heyri sagt, að allt gangi að ósk- um, og boli minn geri það gott, sagði hann eftir að hafa fengið sér sæti á rúmi, og strauk lófanum um beran kollinn, þar sem einu sinni hafði gróið dálítið af ljósleitu hári. — Já, það geturðu bölvað þér upp á, sagði formaðurinn og nefndi við konuna, hvort ekki væri eitthvað á þeirri „bláu“ núna, til þess að hygla með góðum gesti. En í raun og veru var þetta engin spurn- ing, það var bara hæverska við hreppstjór- ann, sú „bláa“ var aldrei tóm. — Ja, sagði hreppstjórinn og byrjaði nú að strjúka hnjáhollana, — ég hefi nú aldrei verið á móti félagsskap, sem eitthvert vit er í, en alltaf viljað sjá, hverju fram yndi áður en ég tæki mína ákvörðun. Hum. — Eg held, að það sé bezt, að þú skrifir mig inn í félagið og látir mig hafa eina af þess- um bókum ykkar. Ojá, látum þá hafa það. Hum-hum. — — Það munar um mannsliðið, sagði formaðurinn spaklega og sló kumpánlega á öxl hreppstjórans. Svo var það klappað og klárt, og hreppstjórinn fékk kýrbók og nafn sitt innritað á meðlimaskrá Naut- gripafélags Flatahrepps. 1 því kom hús- móðirin með þá bláu, og rauk úr stútnum svo ilmaði um allan bæ. Næstu daga fékk formaðurinn margar svipaðar heimsóknir af sveitungum sínum, og félagsmannadálkurinn lengdist að mun. En það er oft þannig í lífinu, að þegar hamingjusólin skín skærast, þá blindar hún augu vor, svo vér sjáum ekki ógæfuna, sem lymsk og hægfara læðist að oss, einmitt þegar vér áttum hennar sízt von. Svo fór einnig hér, því nú er það, sem raunaþáttur nautgripafélagsins hefst. Svo var ákeðið í félagslögunum, að hver félagsmaður skyldi borga bolatoll fyrir sínar kýr með fóðrun á nautinu, ákveðinn dagaf jölda fyr- ir hverja kú. Flestum kom þetta vel í kreppunni og peningaleysinu, það voru einhver ráð með að hára skepnunni, jafn- vel þó túnin hefðu verið með sneggra móti í ár. — Ætli helvítis nautið sé of gott til að éta úthey! tautuðu bændur Flatahrepps hver í sinn barm um leið og þeir stráðu þessari fóðurtegund í básinn þess. En hver við annan sögðu þeir ekki þetta. Hver við annan sögðu þeir: — Það er auma skepn- an, þetta félagsnaut, það er sama, hvað góða töðu maður býður því, það fúlsar við öllu. Ólíkt er þó að sjá hann núna, tudda- skinnið, eða þegar hann kom til mín, þvengmjór og fastur í skinninu. Það mætti segja mér, að honum hefði verið gefinn tómur útheysruddi. En ég er nú að vona, að hann lagist eitthvað, ég hefi verið að angra í hann fóðurbæti alla þessa viku. — Það var kominn þorri, og það var ekki sjaldgæf sjón að sjá tvo menn teyma stórt, úfið naut gegn um skafrenninginn á mýr- unum. Annar gekk á eftir með stórt keyri í höndunum. Það þurfti nefnilega stundum að berja nautið, því að þetta þunga, klunnalega dýr átti erfitt með að fóta sig á hálum áfreðunum og sýndi lítinn áhuga fyrir því að komast leiðar sinnar. Menn- imir voru því fullir réttlátrar reiði gegn því, enda var það félagseign, og því í raun og veru það sama og einskis eign. Það var að minnsta kosti erfitt að skilja það, að maður ætti það, sem aðrir áttu líka, erfiðast þó að meðhöndla það sem sýna séreign. Og nú var það, sem kærum tók að rigna yfir nautgripafélagsformanninn. Þeim var ekki beint gegn honum persónulega, enda þó kuldalega andaði frá þeim í hans garð, heldur var það verðlaunaskepnan, sem málið snérist um. — Það er aumi djöfulsins tarfurinn, þessi félagstuddi, það líður oft hálftími eða meira áður en hann lítur við kúnni, stóð meðal annars í einni. 1 annarri var kvartað undan því, að kýmar héldu uppi yxmálum eftir sem áður, og það yrði engin snemm- bæran næsta ár, slæmt fyrir bömin, gott ef nokkur kálfur fæddist yfir höfuð næsta ár. Sú þriðja var bein úrsögn úr félaginu, ásamt nöpru háði um afskiptasemi hins opinbera, sem allsstaðar yrði að álíka miklu gagni og verðlaunaða nautið frá hreppstjóranum! Farvel, Frans. — Þetta er tóm helvítis illkvitni í garð okkar, nefndarmannanna, það er ekkert út á nautið að setja, sagði formaðurinn með þjósti, og átti þó sjálfur um sárt að binda af völdum þess. En hann var töðulítill eins og fleiri og lét því sitja við orðin tóm að grafast fyrir orsakir óhappanna. Fram undir vor stóð hann gallharður af sér hverja árás félagsbræðra sinna, en þá var ástandið í hans eigin f jósi orðið svo ískyggilegt, að hann stóðst ekki lengur mátið. — Það er þó grákollótt, ef allar belj-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.