Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 14
14 VIK A N Nr. 35, 1939 FEGTJBÐ OG TlZKA: AUGUN. Hún: Vertu nú hreinskil- rigna duglega á morgun, því inn. Þið karlmenn eruð jafn að hún Lísa á afmæli og ætlar hrifnir af konum, sem tala ekki að bjóða mér í veizluna. mikið og hinum. Hann: Hvaða hin- um? * Forstjórinn (ung- ur maður, ókvænt- ur) : Eruð þér önn- um kafnar á sunnu- daginn, ungfrú? Jóna (vongóð): Nei, nei, fjarri því. Forstjórinn: Þér reynið þá einu sinni að koma í tæka tíð á mánudagsmorg- uninn. * 9 A ður fyrr var sagt, að augun gætu ekki skrökvað. Það er satt, að augun segja mikið um heilbrigðisástand konunn- ar, skap hennar og fleira. Hamingjusöm kona, sem hefir falleg, svipmikil augu getur fengið umheiminn til að gleyma, að þau sitji í óreglulegu, ófríðu andliti. Hið öfuga getur einnig átt sér stað: Andlitið getur verið fallegt, en sviplaust, ef augun eru sljó og þreytuleg. Augnanna verður að gæta. Þau gera sjálf allt sem þau geta til þess að verja sig gegn skaðlegum áhrifum. I sterku ljósi dregst ljósopið saman, í veiku Ijósi þenst það út. Þess vegna er flöktandi ljós skaðlegt fyrir augun. Hvítt ljós þreytir augun meira en nokkuð annað. Sérfærð- ingar mæla með gulleitu ljósi við lestur og handavinnu. Fínn saumur og smátt letur þreytir augun svo imkið, að maður verður að líta upp öðru hvoru og horfa í kringum sig til að hvíla augun. Ef þér þurfið að nota augun við langa, erfiða vinnu, verðið þér að hvíla yður oft á milli og setja lófana fyrir augun, svo að allt verði svart. Þetta er ágætt ráð, en þið megið ekki þrýsta fast á augnalokin. Sex tíma vinna með mörgum hvíld- um er betri en f jögra tíma, hvíldarlaus vinna. Augun þreytast fljótar en nokkur annar líkamshluti. Þreytt augu verða sljó og sviplaus. Nokkrir fegurðarsérfræðingar hafa sagt, að augun hvílist bezt á því að leggja heita og kalda bakstra á þau til skiptis — tíu mínútur hvom. Flestar konur vanrækja augun — sennilega vegna þess, að það er svo auðvelt að hirða þau. En gleymið ekki þessu: Snotur telpukjóll úr hvítu efni, sem þolir vel þvott. Kjóllinn er útsaumaður að neðan og í hálsinn. Útsauminn getur hver haft eins og hann vill. Binna litla: Svo ætla ég að biðja þig, góði guð, að láta Brúðhjónin ungfrú Unnur Þorsteinsdóttir og hr. Jón Bergsveinsson, burstagerðarmaður. Heimili ungu hjónanna er á Hringbraut 165. (Sigurður Guðmundsson tók myndina.). Nýjasta hárgreiðsla. Nú er mikið i tízku að hnýta litlar slaufur í hárið eins og sést á myndinni. 1. Augun þarf að hreinsa daglega. Það er bezt með því að skola þau úr bórvatni. Það verndar slímhúðina og kemur í veg fyrir, að augnahvarmarnir verði rauðir og þrútnir. 2. I kringum augað eru sex vöðvar. Fjórir þeirra eru þýðingar- mestir — þeir, sem stjórna hreyfingum augans, upp, niður, út og inn. Þessa vöðva þarf að hreyfa daglega. Horfið eins langt upp og þið getið, síðan niður og síðast til hliðar. Látið augun að lokum hringsnúast í höfðinu. 3. Opnið augun rólega eins mikið og þér getið, slakið síðan á vöðvunum, svo að augun lokist. Ef þess er gætt daglega, að augun fái næga hreyfingu, er jafnframt komið í veg fyrir, að í kringum þau myndist hrukk- ur. Séu hrukkumar komnar, má nudda þær í burtu, en ákaflega varlega. Ef augnahvarmar og augnalok eru rauð og þrútin er bezt að baða þau upp úr heitu vatni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.