Vikan


Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 21

Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 21
Nr. 35, 1939 V IK A N 21 FÉLAGSSAMTÖK í FLATAHREPPI. Frh. af bls. 10. — Áfram með ykkur! skipaði formað- urinn og risti og skar eins og óður maður. Hinir bitu á jaxlinn og þögðu. Eftir ör- skamma stund var verkinu lokið. Það var ekki laust við, að þremenning- arnir væru dálítið mæddir og úrillir, þeg- ar þeir gengu fyrir kaupfélagsstjórann að þessu sinni. Þeir voru líka svo skollans illa til reika úr sláturhúsinu, en hann, skarf- urinn, sat dragfínn inni á skrifstofu og blaðaði í reikningum. — Jaso, þið eruð búnir að slakta, höfð- ingjarnir, byrjaði hann og lagði frá sér pennann. — Já, og skítt veri með það, nöldraði formaðurinn og hlammaði sér niður á stól ólundarlega. — Nú, er ekki allt í lagi með það ? spurði kaupfélagsstjórinn glottandi og bauð hin- um tveimur að setjast. — Hja, það má sjálfur sá gamli vita. Við erum komnir til að gera upp. Hvað viltu hafa fyrir nautið þitt? 1 stað þess að svara spurningunni opn- aði kaupfélagsstjórinn skrifborðsskáp, tók fram þrjár upptrektar sítrónflöskur og setti fyrir gestina. — Á nú að fara að fylla mann? spurði gjaldkerinn þvermóðskulega og vildi ekki neyta drykkjarins að svo stöddu. Þessi einstaka bindindissemi kom hinum í betra skap og greiddi fyrir væntanlegum samn- ingaumleitunum. Eins og ósjálfrátt leiddi kaupfélagsstjórinn samræðuna fyrst út í skáldskap, íþróttir og félagsmál. Loks sagði hann og brýndi röddina: — Þið eruð allir ungir menn, fullir af umbótaáhuga og frjálslyndi, hver vill bera á móti því? — Jú, það gat víst nokkurn- veginn passað, héldu mennirnir og þótti ekki miður. — Það er ég líka, sagði kaup- félagsstjórinn, — og skal meira að segja s a n n a ykkur það. — Þið munið það síð- an í vor, að ég sagðist ekki hafa í hyggju að auðga sjálfan mig á okkar viðskiptum? Gott. Það sama veit ég að þið hafið hugs- að í minn garð, því að þið eruð heiðar- legir menn. Nú veit ég líka, að þið hafið svo heilbrigðar skoðanir og skynsemi til að bera að viðurkenna félagsskap og sam- tök sem einu leiðina til að koma á veru- legum umbótum í sveitunum. Ekkert er því sjálfsagðara en það, að hver sá félags- skapur, sem kominn er vel á fót, styrki annan, sem skemmra er á veg kominn og berst við byrjunarörðugleikana. Ung- mennafélagið héma í hreppnum er eitt þessara félaga. Það er fátækast þeirra allra, en samkvæmt okkar skynsemi hljót- um við að játa, að það stefnir þó að hæsta markinu, eflingu líkamlegrar og andlegrar menningar. 1 vor hefir það ákveðið að byggja vandaða sundlaug, sem í framtíð- inni er ætlað að vera í sambandi við vænt- anlegt skólasetur sveitarinnar. Og nú kem ég að því sem áðan: Ég ætla að styrkja þessa hugmynd með því að gefa ungmenna- félaginu þá peninga, sem ég tek fyrir naut- ið og sanna með því, að ég sé frjálslyndur og hafi áhuga fyrir umbótum. Gerið þið svo betur. — Þetta geta þeir sagt, hálaunamenn- irnir. Og hvað viltu svo hafa mikið? sagði gjaldkerinn, sem minnst hafði hrifizt af ræðunni. — Nautið, sem þið voruð að slakta, verðlaunin fyrir það og girðingarstyrkinn í næstu fimm ár. Hér hef ég skrifað samn- ing. Nú er að undirskrifa. Hann ýtti skjal- inu yfir borðið og horfði hvasst á naut- gripafélagsstjórnina. — Nú, nú, hvað segið þið? spurði hann, þegar hinir þögðu. — Ég hefði ekki tekið svona mikið, hefði ég ætlað að hirða þetta sjálfur. Þið getið skoðað verðlaunin og styrkinn sem gjöf frá nautgripafélaginu til sundlaugarinnar, ef þið viljið. — Já, anzaði formaðurinn að lokum. — Það er auðvitað satt, félögin þurfa að styðja hvert annað. En væri þá ekki hugs- anlegt, að ungmennafélagið gæti lofað nautgripafélaginu einhverjum hlunnindum, þegar það er búið að hrynda áfram sín- um málum? Kaupfélagsstjórinn hugsaði sig um, svo sagði hann: — Jú, ég skal sjá um, að ykkur þremur verði boðin ókeypis þátttaka í fyrsta sund- námskeiðinu, sem haldið verður í nýju lauginni að vori. — Skítt og helvízkt. Þú bætir því á samninginn, sagði formaðurinn. Svo sneri hann sér að félögum sínum og þrumaði: — Eruð þið með á nótunum, strákar? Þetta er menningarmál. — Já, náttúrlega er nýi tappurinn þynnri um bógana en sá gamli. Svo er það fóðrunin á honum í vor. Með hverju á þá að borga hana? sagði gjaldkerinn tregðu- lega. Sem snöggvast dró áhyggjuskugga yfir andlit formannsins, en þá leit ritarinn til veggjar og sagði: — Það sýndist nú vera, að sá maður gæti gefið sundlauginni þessa heytuggu, þó hann sé ríkur og heiti Jón. — Það var orð og að sönnu, kallaði for- maðurinn feginn, nú skrifa ég undir. — Já, og hafa verðlaunin og styrkinn frá okkur, bætti hann við og leit á kaupfélagsstjór- ann. Kaupfélagsstjórinn jók hinni nýju grein við samninginn og ýtti honum ásamt sjálfblekungnum sínum til þremenning- anna. Glott lék um andlitið. ^ Síðast skrifaði gjaldkerinn undir, en : hreppstjórans en verzlunarstjórans. Auk þess fylkti æskan sér nú sem óvígur her utan um öll þessi þrjú félög, sem svona góð samvinna var hafin milli um menn- ingarmálin, svo einnig af þessari ástæðu dapraðist hinum eldri sóknin. Jafnvel hey- fyrningabóndinn Jón, slakaði til og hætti við málsókn. — Og svo hraðvaxandi fór félagsþroski Flatahreppsbúa, að næsta vet- ur var það strokin og gljáandi skepna, sem oft sást leidd gegnum skafrenninginn á mýrunum milli bæja. Engar kærur komu, allt í ró og spekt. — Og um vorið lærði nautgripafélagsstjórnin að synda. SKEMMTIREIÐ UM SNÆFELLSNES. Frh. af bls. 19. við áðum og snæddum miðdagsverð, gát- um við haft að ábæti íslenzka ávexti, því að víða voru brekkur og hlíðar berjum grónar. Fjöllin, sem við oft höfðum horft á forvitnisaugum úr fjarska, höfðum við nú fengið að skoða, einnig í nálægð. En það er með f jöllin eins og konurnar, að sum eru fallegust í hæfilegri fjarlægð, en önnur þeim mun fallegri, sem nær þeim er komið. Ég hefi sannfærzt um það af þessu ferðalagi, og ferðum mínum um landið síðastliðin átta ár, að það er verk harla mikið að skoða allt landið okkar, og mikið á ég enn eftir óséð af því. Margur hyggur sig oft fátækari en hann er, og víst er um það, að við íslendingar eigum fagurt og mikið land, og víða kallar mold- in á kjarkmikla syni þjóðarinnar, því að mikið landnám hlýtur að bíða þeirra. Ég hefi þá minnzt á landið, sem við sá- um, á veðrið og hestana okkar, sem voru ágætir, og lýk máli mínu með því að geta þess, að samferðafólk mitt var traust og gott. Séra Björn er maður „þéttur á velli og þéttur í lund“, yfirlætislaus maður, sem hægt er að treysta, gáður og gætinn í öllu. Slíkum mönnum er gott að vera samferða, hvar á lífsleiðinni sem er. Aldrei var kveikt í sígarettu á þessu ferðalagi, og hvorki voru menn né klárar daufir í bragði, þótt ekki væri áfengisguðinum færðar neinar fórnir. Fimmtudagskvöldið kvaddi ég prófast- hjónin, er þau héldu lengra heim á leið. En ég varð eftir í Söðulsholti og náttaði þar, því að nú varð ég að skipta um hesta og taka reiðhjól mitt næsta morgun, og var þá komin rigning, svo að ég náði í þibbaðist þó við enn um stund, líkt og ^áætlunarbíl og fór með honum í Borgar- Árni lögmaður forðum. Þó grét hann ekki, ^nes og þaðan heim með Laxfossi. Við það en svo mjög skalf hönd hans, að illlæsilegt ;var auðvitað ekkert sögulegt. Samferða- varð nafnið. — ,^fólki mínu skulda ég margvíslegar þakkir Það er svo niðurlag þessarar sögu, að "fyrir skemmtilegt ferðalag, góða hesta og hreppstjórinn brást reiður við þessari annan farargreiða. Ég bætti töluverðu við ráðabreytni nautgripafélagsstjórnarinnar þekkingu mína á landi og lýð og tel mig og reið bæ frá bæ í því skyni að æsa menn | ríkari eftir en áður. upp á móti henni. Ef til vill hefði þetta riðið Nautgripafélagi Flatahrepps að fullu, ; hefði ekki svo staðið á, að flestir voru ' Enskum hagfræðingi hefir talizt svo til, meira eða minna skuldugir í kaupfélaginu ^að 63% af þeim íbúum jarðarinnar, sem og fómuðu af þeirri ástæðu fremur hylli einhverja vinnu stunda, yrki jörðina.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.