Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 19
Nr. 35. 1939 VIKAN 19 PÉTUR SIGURÐSSON: Skesnmtireið um SnœfelEsnes Bjöm á Borg bjó sig vel með nesti og allan útbúnað, og jafnvel tjald að borða í, ef við skyldum hreppa rigningu. En á tjaldinu þurftum við aldrei að halda. Við riðum svo eins og leið liggur vestur sveitir: Mikl- holtssveit, Staðarsveit og Breiðuvík. Mið- dagsverð snæddum við undir berum himni, og voru það engin ókjör, því að veður var yndislegt og nóg að snæða: hangiket, salt- ket, flatbrauð, heimabakað pottbrauð, harðfiskur, reyktur lax, pylsur, niðursoð- ið kjöt og fleira, og ekki að gleyma rúg- brauðinu frá Reykjavík,en þaðvar tekiðað mygla, hafði verið illa bakað, og ekki er um það að tala ennþá, að brauðgerðarhús- in í Reykjavík fáist til þess að ganga frá rúgbrauðunum innpökkuðum í loftþéttan pappír, eins og þrifnar þjóðir gera. Ekki komum við við á bæjum fyrsta daginn nema á Staðarstað, og drukkum kaffi hjá ungu presthjónunum þar, og svö stönzuðum við augnablik í Búðarósi. Þar hittum við sýslumanninn og spurði ég hann, hvort hann gæti gefið mér einhverj- ar hroðalegar málaferlasögur til þess að krydda með ferðasöguna. En sýslumaður er gildur maður á velli og kallar víst ekki allt ömmu sína. Lét hann ekki mikið yfir málaferlum þeim, sem okkur hafði verið sagt, að hann ætti í, einhversstaðar á þess- um slóðum. Einn, sagði hann þó, að hefði brotið orfið sitt, er hann hefði ætlað að kljúfa andstæðing sinn með því í herðar niður, en hitt þá aðeins jörðina, eins og hent gat góða bardagamenn í gamla daga. Svo var það fyrirsát og eitthvað fleira, sagði sýslumaður. Um kvöldið fórum við að Hamarsend- um, sem er eitt helzta býlið í Breiðuvík- inni, og vestarlega. Breiðavíkin er falleg sveit og vel hýst. Ég tók eftir því, er við riðum framhjá bæjum, að verið var að steypa ýmist íbúðarhús eða hlöður á fleiri stöðum, og víða voru fyrir steinsteypuhús og hlöður. Á Hamarsendum er vel byggt og raflýst. Gott var þar að koma, ferð- lúinn og lystugur. Sigmundur Jónsson hef- ir búið á Hamarsendum í 40 ár. Þangað kom hann með eina kú og tvo hesta, ekk- ert annað, og fjögur börn, en alls hafa þau hjón átt 11 börn, 9 eru á lífi og víst öll uppkomin. Þrír fullorðnir synir eru á heimilinu og einn þeirra giftur. Árið 1932 var hið veglega steinsteypuhús reist á Hamarsendum og raflýst, og er nú orðin mikii breyting á jörð og húsum frá því er Sigmundur kom þar fyrir 40 árum. Eg sé eftir að hafa ekki spurt hann betur frétta, ©g mun hann hafa sögu að segja, ekki síð- ur en margur annar, sem „fyrst hefir strítt'yfir veglaust og grýtt“. Ég veit ekki, hvort ég má hafa orð á því, en einhver sagði mér, að Sigmundur mundi jafnvel hafa borið björg í búið á bakinu alla leið Síðari hluti. austan úr Vík í Mýrdal og þarna vestur undir Jökli, á hinum fyrri og erfiðu árum búskaparins. Ég spurði menn um drauga þarna undir Jöklinum, en fékk það svar, að lítið bæri á þeim. Draugum fækkar vanalega, þar sem fólkinu f jölgar og byggðin eykst. Þeir kunna illa við sig í fjölmenninu og menn- ingunni. Morguninn, sem við fórum frá Hamars- endum, var rigning, en varla höfðum við riðið úr hlaði, er létti til og gerði hið indælasta veður. Þennan dag riðum við fyrir Jökul og alla leið út í Ólafsvík. Stönzuðum góða stund hjá séra Kjartani Kjartanssyni í Gíslabæ á Hellnum, sem áður var prestur á Staðastað. Frá Gísla- bæ er óviðjafnanlega fögur útsýn, og víða leizt mér vel á landið, þar sem leið okkar lá meðfram Snæfellsnesf jallgarðinum. Ekki er annað að sjá en að einn eða tveir bænd- ur gætu lifað sæmilegu lífi í Laugabrekku, en þar var áður kirkjustaður. 1 ógáti rið- um við inn í kirkjuna, sem er nú næstum jöfnuð við jörðu, og hefir verið torfkirkja. Fyrir framan, þar sem altarið hefir verið, er allmikill legsteinn, og er þar grafinn Matthías Guðmundsson, sem eitt sinn var klaustursumboðsmaður á Stapa. Skammt fyrir ofan Laugabrekku er Bárðarlaug. Þar kvað Bárður Snæfellsás hafa laugað sig, en ekki er laugin heit. Séra Kjartan fylgdi okkur nokkuð út fyrir Laugabrekku, en undir Purkhólum áðum við og snædd- um miðdagsverð. Ekki treysti ég mér til að telja upp mörg örnefni á þessari leið, og eru þó sum hressileg, eins og til dæmis Hreggnasi. Fyrir ofan Öndverðuneshóla, sem sumir kalla Hóla-hóla, og mætti þá búa til Hóla undir Hólahólum, ekki ólíkt „Fæti undir Fótarfæti" hjá skáldinu. Já, fyrir ofan þessa hóla, er eldgígur einn mikill, og má skeiðríða inn í hann, því að vatnsrennsli hefir lagt í hann vitt og mik- ið vikurgólf. Þetta er geysilega mikill cirkus, barmarnir mosa og grasi vaxnir, og mætti þar sitja áhorfendur í tuga eða hundruð þúsunda tali. Klukkan rúmlega 8 um kvöldið riðum við í hlaðið hjá séra Magnúsi Guðmunds- syni í Ólafsvík. Þar voru auðvitað nætur- gestir fyrir, en ekki stóð á gistingu. Kl. 11 horfðum við öll hugfangin á þetta æfa- forna náttúru-undur, sem alltaf er nýtt —, sólarlagið, sem var óviðjafnanlega fagurt þetta kvöld í Ólafsvík. Tveir smá- sveinar tóku að sér að gæta hesta okkar. Hétu þeir Kristinn og Kristmundur. Tví- vegis fóru þeir á fætur um nóttina til þess að gæta hestanna og skiluðu þeim svo heim í hlað, þegar til þurfti. Þetta voru ósviknir snáðar. Klukkan 4,30 um nóttina vaknaði ég við það að líkast var sem her- bergið væri hellt fullt af gulli. Ég hraðaði mér fram úr. rúminu og horfði út um gluggann. Logagyllt braut blasti við inn allan Breiðafjörð, en þar var drottning dagsins og ljóssins að lyfta engilfögrum vanga sínum af mjúkum svæflum Ránar, og greiddi gullhár sitt, er féll í léttum bylgjum árroðans um mar og moldu. Hví- lík dýrð! Nú hefði verið gaman að ríða einn Eyrarsveitina. Miðvikudagurinn rann upp sólskins- bjartur og heitur. Við kvöddum prests- hjónin í Ólafsvík og þeystum úr hlaði á viljugum reiðskjótum okkar. — Nú var framundan löng dagleið, en ógleymanleg. Fyrst var Fróðárhreppurinn, svo lá leið- in yfir Búlandshöfða. Þykir sumum hann glæfralegur, en við bárum okkur auðvitað vel. Prófastsfrúin reyndist hetja í hverri raun og mjög þolin í þessu ferðalagi, sem var óneitanlega þreytandi, þótt skemmti- legt væri. Rétt innan við Búlandshöfðann áðum við, snæddum miðdagsverð og hit- uðum kaffi. Þar blasti við okkur Stöðin, sem Danir kalla Líkkistu, og Kirkjufell, sem þeir kalla „Sukkertoppinn“. Þeir eru svo skáldlegir. Þegar riðið er yfir eiðið, sem tengir þetta háa, strýtumyndaða og einstaka fjall við landið sjálft, þá lítur það út hér um bil eins og „Matterhorn“, og þótt lægra sé, mundi verða fullerfitt að komast upp á það. Nú skeiðuðum við í heitu sólskininu eftir söndum og vöðlum, á fjörunni, yfir f jarðarbotnana inn úr Grundarfirðinum og horfðum hugfangin á hrikalega fjallasýn og fagurt land. Eru þarna há og hrikaleg f jöll, sem heita Helgrindur. Fannir eru þar eilíflega, og sennilega líka forynjur og tröll. Eyrarsveitin er ein hin fegursta á landi hér, og var gaman að skeiða þarna í yndislegu veðri á góðum klárum. Við töfðum all lengi hjá prestinum á Setbergi og þáðum þar góðgerðir. Þar virðist vera myndarlega búið. Svo riðum við norður Tröllaháls og seinast yfir hið óskaplega Berserkjahraun og alla leið í Bjarnarhöfn og náttuðum þar. Húsbændur í Bjarnar- höfn heita Bæring Elísson og Árþóra Frið- riksdóttir. Næturgestir voru þar einnig fyrir, en ekki stóð á gistingu. Nú höfðum við ekki til okkar ráða nema fimmtudag og föstudag, því að séra Björn átti að jarðsyngja heima í prestakalli sínu á laug- ardag, og einhversstaðar var ,,lægð“ á ferðinni, og því útlit fyrir veðurbreytingu. Við hurfum því frá þeirri áætlun okkar að ríða inn Skógarströnd, en fórum styttri leiðina suður Kerlingarskarð og heim í sveitir, þar sem við hófum þessa skemmti- reið okkar fyrir fjórum dögum. Ég hefi farið fljótt yfir sögu. Fefða- lagið gekk tálmunarlaust og var hið skemmtilegasta. Sólin hafði stráð geislum sínum á veg okkar hvarvetna, landið sýnt okkur fegurð sína og gefið okkur nokkuð af gæðum sínum, því að hvarvetna, sem Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.