Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 5
Nr. 35, 1939 VIK AN 5 „Allt á scsma stað11 Fimm mínútur á verkstæði að er ekki nema aldarf jórðungur síð- an, að hestarnir voru aðal-samgöngu- tæki okkar Islendinga. Nú eru tímarnir breyttir á þessu sviði sem öðrum. Tækni síðustu áratuga hefir gripið um sig hér, eins og annars staðar í heiminum, og þá ekki sízt á sviði sam- göngumálanna. í stað hestsins, sem áður flutti fólk og farangur, eftir troðnum brautum, milli byggðarlaganna, er komn- ar stórar bifreiðar, sem æða um malbik- uð stræti og rudda vegi. I dag getum við naumast hugsað okk- ur lífið án bíla. Það er víst, að ef bílun- um yrði allt í einu kippt af okkur og við mættum til með að taka upp samgöngu- og flutningaaðferðir feðra okkar, þá mundi mörgum finnast lífið erfitt og gleði- snautt. Þegar æskulýður Reykjavíkur ýtti Thomsens-bílnum upp Túngötu brekkuna, agndofa yfir tækni þeirra stóru manna í útlandinu, þá hefir menn ekki órað fyrir því, að bílarnir ættu eftir að fá svo rík ítök í þjóðinni, sem raun er á orðin. Senni- lega eru margir af þeim mönnum, sem í æsku styttu sér stundir við að tosa hinu hrörlega farartæki, Thomsens-bílnum, upp Túngötuna, orðnir bílaeigendur, sem aka um landið þvert og endilangt í krafti hinna aflmiklu og gangvissu véla. Á gatnamótum Laugavegar og Hring- brautar, stendur stór steinbygging með stórum auglýsingum á gaflinum. Þetta er bifreiðaverkstæði Egils Vilhjálmssonar, eitt stærsta og fulíkomnasta vinnuverk- stæði þessa lands. Fyrirtæki þetta stofn- aði Egill Vilhjálmsson árið 1930. Fyrstu tvö árin starfaði fyrirtækið í húsi við Grettisgötu 16—18, en húsakynni þau, er það hafði þar til umráða, urðu brátt of lítil. Var þá ráðizt í að reisa húsið nr. 118 við Laugaveg og flytja þangað. I byrjun hafði fýrirtækið aðeins þrjá menn á verkstæði, en nú eru þar starf- Egils Vilhjálmssonar. andi í kring um 50 manns, og má það telj- ast góð aukning á ekki lengri tíma. Jafnframt því sem Egill Vilhjálmsson hefir aukið starfsmannalið sitt hefir hann og bætt húsakynni sín mjög. I gamla hús- inu hefir hann góða sölubúð og mjög rúm- góðar geymslur fyrir allskonar varahluti, sem bílum tilheyra. Þar er og viðgerðar- verkstæði, er annast allar viðgerðir bifvéla, hverju nafni sem nefnast. Á lofti hússins er málningarvinnustofa. Þar er fram- kvæmd allskonar bifreiðamálun. Einnig er á loftinu bílageymsla, sem sérstaklega er notuð að vetrinum, og rúmar hún um 50 bíla. í stórri viðbótarbyggingu, sem full- gerð var í fyrra haust, hefir verið inn- réttað mjög vistlegt trésmíðaverkstæði. Þar vinnur nú fjöldi ungra og hraustra manna að yfirbyggingum bíla. Einnig eru þar framkvæmdar hvers konar viðgerðir á bifreiðahúsum, sem oft koma þangað illa útleikin. Það er voðalegt að sjá, hvernig veröldin getur skeytt skapi sínu á litlum bíl. Egill Vilhjálmsson byrjaði á yfirbygg- ingum bíla árið 1932 og hefir nú verið byggt yfir 126 bíla á verkstæði hans, allt frá vörubílum og upp í 26 manna fólks- Egill Vilhjálmsson. flutningavagna. Hér hefir verið byggt yfir alla strætisvagna Reykjavíkur, nema 6 þá fyrstu, sem Stefán Einarsson byggði yfir. Nú sem stendur er verið að ljúka við nýja byggingu. Er það smurningshús, þar sem bílar verða smurðir, með þeim hætti, að þeir eru teknir upp á loftknúðar lyftur. Þetta er til mikils léttis, þegar þess er gætt, að áður þurftu menn alltaf að skríða undir bílana, þegar smurning var fram- kvæmd. Á vetri komanda er í ráði að hita allt verkstæðið upp með gufuhituðu lofti. Telur Egill, að það muni verða ódýrara, en venju- leg miðstöð. Reglusemi og snyrtileg um- gengni er það, sem maður veitir hér fyrst athygli. Hver verkstæðismaður hefir sér- stakan fataskáp og verkfæraskáp. Verk- stæðið stendur eflaust mörgum erlendum fyrirtækjum, af sama tagi, á sporði, hvað nýtízku áhöld og aðbúð alla snertir. Oft koma 20—30 bílar á dag inn á verk- stæði Egils Vilhjálmssonar, brotnir og bramlaðir á ýmsan hátt. En fara út aftur sem nýir. „Allt á sama stað“ — er kjörorð þessa fyrirtækis — og hér er allt á sama stað! R. J. Flugvél, bílar og hópur starfsmanna á vcrkstæöi Egils Vilhjálmssonar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.