Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 17
Nr. 35, 1939 VIKAN 17 Þjófurinn. Julien Dalbrun, kallaður Juju, en skírð- ur Julien Deligny, var vanur að segja, þegar hann var í margmenni: — Ég er barn hamingjunnar. Allar dyr ljúkast upp fyrir mér, þegar ég óska þess. Þetta var enginn lýgi, þar sem atvinna hans var innbrotsþjófnaður, og hann var listamaður í að opna allar læsingar, hve flóknar sem þær voru. Hann var hreykinn af dugnaði sínum, þó að hann mætti ekki láta það í ljósi. Hann vann ávallt einn og réðist aldrei á hættuleg fyrirtæki, heldur á íbúðir efnaðs fólks. Þegar hann hafði lokið við allar rannsóknir, gerði hann nákvæma áætlun, áður en hann hófst handa. Þannig hafði hann æfinlega sloppið við alla erfiðleika. Dag einn lagði hann leið sína upp á f jórðu hæð í stóru húsi. Hann vissi, að íbú- arnir höfðu farið upp í sveit. En þar brást honum einu sinni bogalistin. Hann var nefnilega hjá fólki, sem var talið vellauð- ugt, en átti í raun og veru ekki nokkum skapaðan hlut. Hann fann ekki eina ósvikna silfurskeið. Hann óð bálreiður fram og aftur um alla íbúðina og ákvað að lokum að reypa annars staðar í húsinu, þó að það kæmi í bága við reglur hans. Hann gekk niður á þriðju hæð og hringdi dyrabjöllunni. Þar sem enginn gengdi, lagði hann eyrað við skráargatið og hlustaði. Inni var dauða- þögn. Hann hringdi aftur og aftur, en ekkert svar. Því næst braut hann upp hurðina. Andartaki síðar var hann kominn inn í stóra forstofu. Hann stóð hreyfingarlaus í nokkrar mínútur, en varð einskis var. Hér hlaut að búa piparsveinn, því að hann sá enga kvenkápu í forstofunni. Hver bjó hér? Jæjav hann kæmist fljótlega að því. Hann opnaði dyrnar til vinstri handar og gekk inn í stóra, fallega borðstofu. Hann var ákaflega ánægður þegar hann sá silfurbúnaðinn og málverkin á veggjun- um. Hér kæmi hann að minnsta kosti ekki að tómum kofunum. Reyndar var ekki hægt að hafa málverkin á brott með sér, en það voru miklar líkur til, að hér væri eitthvað í reiðu fé. Hann stakk nokkrum smámunum í vas- ana og úr glugganum tók hann úr og silf- urbikar. Þegar hann sá bikarinn, hikaði hann andartak og sagði: — Þó að undar- legt megi virðast, finnst mér ég hafa séð þetta áður. Síðan opnaði hann dyrnar, sem lágu inn í næsta herbergi og þegar hann hafði geng- ið úr skugga um, að það væri mannlaust, fór hann um alla íbúðina til þess að vera viss um, að enginn væri þar. I dagstofunni var gamalt eikarskrifborð. Það var lokað, en hann var ekki lengi að ljúka því upp. Hann opnaði allar skúffurn- ar og rótaði í þeim. Þar fann hann nokkur skjöl, sem hann kærði sig ekkert um, og veski, sem var úttroðið af peningum, sem hann stakk á sig. Allt í einu nam hann staðar. Þarna lá umslag, sem á stóð Paul Deligny. Nafnið hans! Hann hélt áfram að blaða í skjölun- um. Fleiri umslög með sama nafni. Þettá hlaut að vera faðir hans, það var enginn efi á því. Ef til vill hafði tilviljunin leitt hann inn í íbúð föður hans. Hann hafði ekki séð föður sinn í átta ár. Það voru átta ár síðan, að hann hafði yfirgefið heimili sitt með slæmum félögum til þess að leggja út á þá braut, sem hann stóð nú á. Með miskunnarleysi æskunnar hafði hann engar áhyggjur út af föður sín- um.------Mamma hans hafði dáið, þegar hann var ellefu ára gamall, og systkini átti hann engin. Þegar hinar vaxandi áhyggj- ur föðurins út af syninum brutust út, samkvæmt áliti Jujus, í þreytandi siða- prédikunum, hljóp hann að heiman einn góðan veðurdag. Hann vildi fá að ráða sér sjálfur. Gat það verið, að hann væri í íbúð föð- ur síns? Hann hristi höfuðið yfir ímynd- unum sínum. En þegar hann kom inn í næsta her- bergi, fékk hann vissu fyrir því, að ágizk- un hans var rétt. Á arin- hillunni stóðu tvær ljós- myndir — af foreldrum hans! Skyndilega f ékk hann svo mikinn hjart- slátt, að hann varð að setj- ast niður. Það sat eitthvað fast í hálsi hans. Hann tók aðra myndina og starði-á hana, en hann sá allt í móðu. Hann fann til und- arlegs sviða í augunum og dropi — tár — féll á gler- ið. Hann skammaðist sín og þurrkaði það fljótt í burt, en á glerinu var eftir rák, og það var eins og móðir hans væri að gráta. Hann stóð upp, lét myndina á sinn stað og reyndi að jafna sig, en þegar honum varð ht- ið á myndina af föður sín- um, gat hann ekki stillt sig. Hann hné niður í stól- inn með andlitið í höndum sér og grét eins og smá- barn. Honum var svo kyn- lega innan brjósts. Það var eins og tárin bræddu hina hörðu skel, sem hafði setzt í kringum hjarta hans. Smám saman hægðist gráturinn. Hann þurrkaði augun og leit kvíðafullur í kringum sig, eins og hann væri hræddur um, að hann sæi eitthvað fleira, sem minnti á foreldra hans. Þarna stóð mynd af hon- um sjálfum, sem hafði ver- ið tekin þegar hann var ellefu ára gamall. Mat- rósahúfan hallaðist dálít- ið.------En hvað hann mundi vel eftir þessari húfu, sem mamma hans hafði keypt handa honum á leiðinni til ljósmynd- arans. Já, þetta var rétt áður en hún dó. — Mamma mín, hvíslaði hann og iðrað- ist nú í fyrsta skipti gjörða sinna. Guði sé lof, að hún þurfti ekki að lifa þetta. En hvað föður hans hlaut að hafa hðið illa! Honum datt snöggvast í hug að bíða komu föður síns og segja við hann eins og glataði sonurinn: — Faðir, hér er ég — —. En hann sá um leið, að það var óhugs- anlegt. Nei, hann ætlaði að bíða, þar til

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.