Vikan


Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 31.08.1939, Blaðsíða 15
Nr. 35, 1939 VIKAN 15 Það, sem áður er komið af sögunni: Félagamir sátu inni í drykkjustofu í Sjómanna- hælinu og spjölluðu saman. Muller gamli tók að segja þeim frá Mullers Bo-k-kunni, og æfintýrinu, sem Ágústínus, að- stoðarprestur og frændi hans, hafði ratað í. — Ronald Bracy-Gascoigne og Hypatia Vace, frænka yfirmanns Ágústínusar, biskupsins yfir Storth- ford, höfðu orðið ástfangin hvort af öðru, en biskupinn var á móti ráðahagnum. Ágústínus ætl- aði að hjálpa þeim að ná saman með því að gefa biskupnum dropa úr hinni svo kallaðri Mullers Bo-k-ku. En það var viturleg og mjög viðeig- andi framkoma mín, sem þar bar sigur í hólmgöngunni. Og það er einmitt slík snilli, sem ég sting upp á, að notuð verði í ykkar máli. Eg geng með dálitla hug- mynd á bak við eyrað. Eg vil ekki segja yður, hvað það er, en yður er alveg óhætt að hafa það eftir mér, að það er hreinasta náttúrufyrirbrigði. — Ó, hvað þér eruð góður, síra Ágúst- ínus, andvarpaði mærin. — Ég er nú að koma af skáta-samkomu. Þér hljótið að hafa tekið eftir því, að þorp- ið er morandi af þeim. En þér skuluð' vera algerlega óhræddar, kelli mín. Þér eigið hönk upp í bakið á mér fyrir það, hvernig þér hafið litið eftir henni Sjönu, á meðan hún hafði hettusóttina þessar síðustu vik- ur, og ég hefi hugsað mér að líta eftir yðar hjartans máli í saumunum. Ef ég get komið málum ykkar Ronalds í liðinn, skal ég með ánægju éta báðar útgáfurnar af sálmabókinni minní, þá eldri og yngri, meira áð segja ósoðnar. Og með þessum huggunar- og hug- hreystingarorðum brá síra Ágústínus sér á handahlaup, fór á heljarstökki yfir tré- bekkinn, og var á svipstundu horfinn inn í skrifstofu aðstoðarprestsins og farinn að gegna skyldustörfum sínum. Ágústínus var léttur á brúnina, þegar hann kom niður til kvöldverðar og upp- götvaði, að Hypatia var ekki viðstödd. Mærin borðaði matinn sinn úr sama trog- inu og Sjana, kona hans, í herbergi sjúk- lingsins, og hafði því aðstoðarpresturinn óbundnar hendur til þess að ræða hispurs- laust um ástamál hennar. Strax og þjón- arnir voru farnir út úr borðstofunni, tók hann því til óspilltra málanna. — Hlustið nú á, kæru, góðu sálir, sagði hann. — Það, sem ég þarf að tala um við ykkur, þegar við erum nú orðin ein, eru vinnubrögð þeirra, Hypatiu og Ronald Bracy-Gascoigne. Biskupsfrúin setti upp ólundarlegan stút. Hún var víðáttumikil kona og föngu- leg. Maður nokkur, sem var frændi Ágúst- ínusar og bryndreka-stjóri í Ófriðnum mikla, hafði einu sinni sagt, að hann hefði aldrei kynnzt neinu, sem minnti sig eins tilfinnanlega á þá gömlu og góðu daga, eins og biskupsfrúin. Hann fullyrti, að það alls-eina, sem hana vantaði, væri voldugt stýrishjól og röð af voldugum hraðskota- vélbyssum. Svo búinni mætti aka henni j Stutt framhaldssaga eftir j P. Q. Wodehouse. ANNAR KAFLI j fremst í hvaða herfylkingu sem væri, og mundi hver einasti hermaður telja hana sóma séf þar ágætlega. — Æ, hættið þér nú, Muller minn góð- ur, sagði biskupsfrúin kuldalega. En það var ekki hægt að gera Ágúst- ínus smeykan. Hann var öllum öðrum Mullerum líkur að andvaralausu hugrekki. — Þeir segja mér, að þið ætlið að þræl- festa sponsinu með skrúflykli, mælti hann. •— Ég vona, að það sé enginn fótur fyrir því ? — Alveg satt, síra Ágústínus. Halla ég réttu máli, Percy? — Þú hefir laukrétt fyrir þér. — Við höfum haldið nákvæmum spurn- um fyrir um þennan unga mann, og kom- izt að raun um, að harin er með eindæm- um ómögulegur. — Æ 11 u ð u ð þér að segja þetta ? mælti Ágústínus. — Þetta er afbragðs náungi, og mér hefir ávallt fallið hann einstaklega vel í geð. Hvað er það ann- ars, sem þið getið fundið skriðdýrsskinni þessu til foráttu? Það fór ónotahrollur um frúna. — Við höfum komizt að því, að hann hefir oft sézt á dansskröllum fram á næt- ur, ekki einungis í gullnum og skrautleg- um næturklúbbum í Lundúnaborg, heldur það sem verra er, í hinu holla og hreina andrúmslofti, sem ætti að vera á þessum slóðum, í sjálfu Wallingsford-fyrir-neðan- Chiveny-við-Thames. Það er eitthvert sóðabæli hér í nágrenninu. Ég trúi, að það sé kallað Vegamót. — Já, það er örskammt héðan, niðri á götunni. Það á að verða þar hátíðar-grímu- ball í nótt. Ef yður langaði til að líta þar inn, er hægt að fá grímubúninga við hvers manns hæfi og eftir óskum. — Mér er sagt, að hann sé þarna tíður gestur hverja einustu nótt. En þegar um dans er að ræða sem dans, eða dans í eiginlegri merkingu, hélt biskupsfrúin áfram, — hefi ég ekkert við því að segja. Heiðarlega meðhöndlaður er dans ekki nema skemmtileg og skaðlaus dægrastytt- ing. I mínu ungdæmi var mér ekkert illa við polka, skottís, vals, galoppade eða marzúrka. Og sannarlega var það á balli, sem haldið var til styrktar bágstöddum prestsdætrum af líknarforsjón ensku kirkj- unnar, að ég hitti manninn minn í fyrsta sinn á æfinni. — Virkilega ? sagði Ágústínus. — Þetta líkar mér að heyra, kæra frú, mælti hann um leið og hann hringsneri portvínsglas- inu sínu. — En að dansa eins og það er skilið og framkvæmt nú á dögum, er allt annað mál. Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um það, að það, sem þér kallið „veizlu- nóttina“, mundi við lögreglueftirlit verða á borð við þessi óhóflegu nætur- og drykkjusvöll, þar sem alókunnugar per- sónur af báðum kynjum kasta blygðunar- laust marglitum tréni-boltum hvorar í aðra, og hegða sér á annan og allan hátt þannig, að samboðnara er réttaslarki norð- ur á Skotlandsheiðum en okkar fræga og kæra Englandi. Nei, síra Ágústínus, ef þessi ungi maður, Ronald Bracy-Gascoigne, er tíður gestur í svínastíum, sem eru á borð við þessi Vegamót, þá er hann alger- lega óhæfilegt og óbrúklegt mannsefni fyr- ir barnunga og hreinlífa stúlku, eins og Hypatiu frænku mína. Hefi ég ekki á réttu að standa, Percy? — Hárréttu, elskan min. — Öldungis rétt, sagði Ágústínus heim- spekingslega, og sneri umræðunum að al- heims-evangelisku prestastefnunni, sem halda átti á næstunni. Sveitalífið hafði orðið til þess, að Ágúst- ínus hafði vanið sig á þá hollu lifnaðar- háttu að fara snemma í rúmið á kveldin. Að þessu sinni þurfti hann að semja ræðu undir morgundaginn, og til þess að verða sem allra bezt upplagður næsta morgun, yfirgaf hann biskupshjónin laust fyrir klukkan ellefu. Og með því, að hann hafði búizt við að sofa hressandi og værúm svefni í einni lotu í átta klukkustundir, varð honum það ekki lítið undrunarefni að komast að því keyptu um miðnættið, að það var þrifið fantalega í öxlina á hon- um með heljarafli og hann skekinn og hristur. Þegar hann opnaði augun, sá hann, að rafljósið í herberginu, sem hann hafði slökkt, er hann háttaði, hafði verið tendrað að nýju, og sjálfur biskupinn yfir Storthford stóð við rúmstokkinn. — Halló! sagði Ágústínus. — Gengur nokkuð að? Biskupinn brosti einstaklega ísmeygi- lega, og trallaði eina eða tvær hendingar úr gömlum, mérgjuðum sjómannavísum. Hann var bersýnilega í forláta skapi þessa stundina. — Alls ekkert, kæri heiðursfélagi. Nei, þvert á móti. Hvemig líður yður annars, ^tsíra Ágústínus?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.