Vikan


Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 10

Vikan - 31.08.1939, Qupperneq 10
10 VIK A N Nr. 35, 1939 umar verða geldmjólka næsta ár, þmmaði hann og sendi drenghnokka með skilaboð til meðstjórnenda sinna um að koma taf- arlaust á sinn fund. — Ekki stóð á þeim, og það var skotið á fundi í hjónaherberg- inu meðan sú ,,bláa“ hitnaði í eldhúsinu. — Það er svakalegt ástandið í félaginu, nautið lítur út fyrir að vera ónýtt, byrjaði formaðurinn brúnaþungur og leit á gesti sína til skiptis. Ritarinn saug upp í nefnið og hristi höfuðið daufur í dálkinn. — Ég hefði ekki átt að farga kúðanum mínum svona fljótt, tautaði hann, fremur við sjálfan sig en hina. — Hvem andskotann þýðir að vera að nöldra um það hérna? Við erum ekki að halda fund um glópsku þína, heldur félags- nautið okkar, sagði formaðurinn og birsti sig. Gjaldkerinn hafði strokið sitt rauð- gula, herforingjaskegg stanslaust síðan hann settist. — Það hefði náttúrlega verið betra að gefa því minna af útheyinu og meira af töðunni og fóðurbætinum, slysaði hann út úr sér og lagði báða lófana flata á borð- plötuna. — Útheyinu, útheyinu, át formaðurinn upp eftir honum óðamála. — Það getur ekki verið, fari það hoppandi. Hafið þið gefið honum úthey. Ég hef rótað í hann töðunni, og það sama kváðu fleiri hafa gert. — Ég segi fyrir mig, ég á ekkert kú- gæft úthey til, svaraði ritarinn með afsök- unarhreim og leit gustukalega út í hom. — Náttúrlega gaf ég honum ekki annað en töðu, sagði gjaldkerinn. Svo var þögn um stúnd, og formaðurinn starði hugsandi ' í gaupnir sér. Allt í einu hóf hann sig í sæti sínu og sló hnefanum mynduglega í borðið. — Ja, annað hvort er nú, þrumaði hann, — að láta félagið fara á hausinn við lítinn orðstýr, eða að öðmm kosti skipta um naut, og liggur þá beinast við að fara til kaupfélagsstjórans. — Náttúrlega liggur það beinast við, en heldurðu, að hann verði ekki dýr á gripn- um? sagði gjaldkerinn varkár. — Nei, og andskotinn, við hljótum að geta leikið á hann, ef við förum þrír, mót- mælti formaðurinn harðlega. Og þar með var björninn unninn. Þeir sammæltust svo til þessarar farar næsta laugardag, áttu þá jafnframt erindi í verzlunina eins og gerist. — Litlu seinna sátu þeir yfir sjóð- heitu kaffi með kleinum og neyttu óspart. Þeir möluðu saman í bróðerni, og það var hýr virðuleikasvipur yfir öllum andlitun- um eins og helzt sést hjá þeim, sem ráðið hafa fram úr flóknum vanda fyrir sig og sína skjólstæðinga. — Kaupfélagsstjórinn í Flatahreppi var stórvaxinn maður, bláeygður með feiknar- mikið dökkt og grófgert hár, sem skiptist í miðju eins og vel vanið fax á eldishesti. Hann stóð innan við búðarborðið með mál- stokkinn í hendinni, þegar nefndarmenn- imir gengu inn, og mældi aldraðri koriu út fiðurhelt léreft. Mennirnir heilsuðu og lit- uðust um. — Sælir, sagði kaupfélagsstjórinn með sinni hranalegu, málmgjallandi röddu. — Hvað segið þið? Hvemig gengur það, þarna uppi í íhaldslandahverfinu ? — Hægan, kunningi, anzaði formaður- inn. — Það eru allir hættir að brugga, eins og þú veizt. Annars erum við komnir til að ræða við þig í fullri alvöru um við- skiptamál. — Nú, nú, upp með það þá og engar krókaleiðir. — Skrifa þetta, er ekki svo? Hann beindi síðustu orðunum til konunn- ar með fiðurhelda léreftið. — Ójá, ætli ekki það. Ég vona, að hæn- urnar mínar herði sig nú að verpa, svo ég geti grynnt eitthvað á þessu fyrr en seinna, sagði konan. Kvaddi síðan og fór út með poka sinn. — Svo er mál með vexti, byrjaði for- maðurinn og gekk fram fyrir félaga sína, — að félagsgriðungurinn okkar þykir kyn- daufur. Við verðum líklegast að neyðast til að selja svínið og fá annan. Kaupfélagsstjórinn kastaði málstokkn- um upp í hillu og setti stút á munninn. —Jaso, þið segið þetta. Og eigið þið ekki von á verðlaunum fyrir hann í vor? — Maður lifandi! Jú, jú, þetta er met- fé, hvað útlit snertir. — Og fáið þið ekki styrk á girðinguna líka ? spurði kaupfélagsstjóri á ný. — 50 krónur á ári, þangað til skuldin er borguð, svaraði formaðurinn drjúgur. — Jaso, og þú segir þetta þar að auki. Nú, ef þið treystið ykkur til að halda öll- um ykkar verðlaunum og styrkjum, þó þið skiptið um naut, þá getið þið fengið mitt. Þið leggið hitt hér inn í kaupfélagið, þegar þið eruð búnir að fita það vel. Bravó! kallaði formaðurinn hæstánægð- ur og bað um brjóstsykur fyrir 25 aura. Gjaldkerinn, sem hingað til hafði þagað, gat nú ekki lengur orða bundizt: — Þetta er náttúrlega gott og blessað, en þá er eftir að semja um kaupin. Menn segja, að það sé ekki gott að eiga við þig eftirkaupin, kalli. — Varkár maður, Jón, sagði kaupfé- lagsstjórinn og hló svo dökka faxið gekk í bylgjum á höfðinu. — En vertu samt rólegur kunningi, við komum okkur sam- an, þó seinna verði. Ég lofa þér því hátíð- lega að auðga ekki sjálfan mig á þessum viðskiptum. — Allt í lagi, nógur tími, til að tala um það, sagði formaðurinn og barði niður alla tortryggni. „Það sýndist nú vera, sagði ritarinn, og var það fyrsta, sem til hans heyrðist. I því kom ríkur bóndi sunnan úr hverfum til þess að leggja inn kálfskinn og smér. Það varð til þess, að nefndarmennirnirofan að hröðuðu sér við að af 1 júka erindum sín- um og komast af stað. Nýja nautið ætluðu þeir að láta sækja daginn eftir. Nú leið og beið, og það bar ekki á öðru en umkyrrðist í f jósum Flatahreppsbænda. Gamla nautinu var komið fyrir hjá Jóni á Völlum, rótgrónum heyfyrningamanni, utanfélags, gegn loforði um peningaborg- un, þegar verðlaunin yrðu greidd. Nokkur útgjöld hlutu þessar ráðstafanir allar auð- vitað að hafa í för með sér, en ekki varð við öllu séð. Almennt var litið svo á, að félagsstjórnin hefði snúizt rösklega við málinu og staðið vel í stöðu sinni. En þeg- ar hún var spurð, með hvaða kjörum sá nýi væri fenginn, þá voru svörin þau, að enn væri hann nú eiginlega að láni, það væri ekki vit í að slá nokkru föstu um verð, fyrr en það sýndi sig, að hann væri að fullu gagni. Formaðurinn lét jafnvel á sér skilja, að boli fengist með tækifærisverði, því kaupfélagsstjóri væri feginn að losna við hann. Þetta gerðist á einmánuði, og það var á þeim tíma, sem hrafnarnir byggja hreiður sín og fljúga með lurka í nefinu fram hjá bæjunum. 1 fardögum ákvað stjórn nautgripafé- lagsins, að reynzlutími nýja bola skyldi vera á enda, hann hafði staðið sig vel, og ákvað jafnframt, að sá gamh skyldi leið- ast undir byssuna og hnífinn. — Þið gætuð þrímennt á honum í kaup- staðinn, hann bæri ykkur, sagði heyfyrn- ingabóndinn, sem hafði fóðrað bola, þegar mennirnir komu að vitja hans, og hló dátt að þessari fyndni sinni. Og það var satt, nautið var í ágætu standi og bóndanum til ævarandi sóma. Það ætlaði að verða full- erfitt að forða kúnum frá ástleitni þess, þegar það var leyst af básnum og teymt fram fjósflórinn. — Nú geturðu látið, bölvaður, sagði formaðurinn og barði nautið í feitan hrygg- inn með hnefanum. Svo var haldið beina leið í kaupfélagið, því að þar var einnig sláturhús, útibú frá Sláturfélagi Suður- lands. Þarna var svo blessuð skepnan skot- in niður, skorin og sundurlimuð. — Þar skall hann Pétur, sagði kaupfé- lagsstjórinn um leið og hann hleypti af byssunni og labbaði síðan inn í búð. Þegar slöktuninni var langt komið, rétti gjaldkerinn sig upp til að láta líða úr sínu verkjandi baki og sagði: — Það hefir, sko, náttúrlega kannske verið fljótfærni að skera nautið áður en maður var búinn að semja við Karl, sér- staklega hafi það verið að kenna útheys- gjöfinni í vetur, hvernig fór. Ritarinn, sem reitt hafði upp öxina í því skyni að höggva sundur bein í nauts- skrokknum, lét vopnið síga á ný og leit spyrjandi framan í félaga sína til skiptis, eins og hann byggist við, að enn væri ef til vill ekki of seint að bæta úr þeirri vangá. Formaðurinn kippti að sér blóðugri hend- inni eins og hann hefði brennt sig, en náði sér svo undir eins. — Nei, andskotinn! Höggðu maður! Þið hefðuð þá átt að álpa því út úr ykkur fyrr, þrumaði hann bálreiður til þeirrá beggja í senn og risti annan bóginn frá skrokkn- um. — Náttúrlega hefðir þú getað álpað því út úr þér sjálfur, sagði gjaldkerinn og hafði sigið í hann. Framh. á bls, 21.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.