Vikan - 07.09.1939, Qupperneq 18
18
VIKAN
Nr. 36, 1939
ÓGÆFA. Framh. af bls. 9.
varð ekki yfir sig glöð af að sjá eigin-
mann sinn, að henni mislíkaði, hvernig
hann borðaði, komst hún skyndilega að
þeirri niðurstöðu, að hún væri farin að ala
á hatri til hans.
Sljór af hungri og þreytu, réðst Andrey
Ilyitch á bjúgun á meðan hann beið eftir
súpunni, át græðgislega og kjamsaði svo
að kvað við.
— Drottinn minn! hugsaði Sofia Petr-
ovna. — Ég elska hann og virði, en------
hver vegna smjattar hann svo viðbjóðs-
lega?
Ringulreið hugsana hennar var engu
minni en ringulreið tilfinninganna. Eins og
allir, sem óvanir eru að berjast við
óskemmtilegar hugsanir, reyndi frú Luby-
antsev af fremsta megni að forðast að
hugsa um erfiðleika sína, og því meira sem
hún reyndi, því ljósari stóð Ilyin, sand-
urinn á hnjám hans, flókaskýin og lestin
fyrir hugskotssjónum hennar.
— Hvers vegna var ég að álpast þangað
í dag? hugsaði hún. — Er ég í raun og
veru svo veiklunduð, að ég geti ekki treyst
sjálfri mér?
Óttinn magnar hættuna. Þegar Andrey
Hyitch var að ljúka við síðasta réttinn,
hafði hún ákveðið að segja manni sínum
allt af létta og flýja hættuna!
— Ég þarf að tala við þig um alvarlegt
málefni, Andrey, sagði hún á meðan
Andrey var að fara úr jakkanum og stíg-
vélunum, áður en hann legði sig út af.
— Hvað er það?
— Við skulum fara héðan!
— Hm--------Hvert eigum við að fara?
Það er of snemmt að fara til borgarinnar.
— Nei, í ferðalag eða eitthvað því um
líkt.
— í ferðalag —----át lögmaðurinn upp
eftir henni og teygði sig. Mig dreymir um
það sjálfan. En hvaðan eigum við að fá
peninga til þess, og hvern á ég að biðja
fyrir skrifstofuna ? Eftir htla umhugsun
bætti hann við:'— Þér leiðist auðvitað, þú
getur farið ein, ef þú vilt.
Sofia Petrovna féllst á það, en svo datt
henni í hug, að Ilyin mundi glaður grípa
tækifærið og fara með henni í sömu lest,
í sama klefa-------. Hún horfði á mann
sinn. Hún var ánægð nú, en enn þá sljó.
Henni varð litið á fætur hans — litla,
næstum kvenlega fætur, klædda í röndótta
sokka. Það hékk þráður fram úr hvorri
sokktá.
Á bak við gluggatjöldin dundi býfluga á
rúðunni. Sofia Petrovna horfði á þræðina
fram úr sokkunum, hlustaði á býfluguna
og gerði sér í hugarlund, hvernig ferðin
mundi byrja------. Andspænis henni mundi
Ilyin sitja, dag og nótt, án þess að hafa
augun af henni, reiður yfir veiklyndi sínu
og fölur af sálarkvölum. Hann mundi kalla
sig ósiðaðan skólastrák, áfella hana, rífa í
hár sér, en þegar myrkrið dytti á, og far-
þegamir væra sofnaðir, eða hefðu farið út
við einhverja stöð, mundi hann nota tæki-
færið til að krjúpa á kné frammi fyrir
henni og þrýsta að hnjám hennar eins og
hann hafði gert í skóginum-------.
—Heyrðu, ég fer ekki ein. Þú verður
að koma með mér, sagði hún.
— Hvaða vitleysa, Sofotchka, sagði
Lubyantsev og stundi. — Þú verður að
vera skynsöm. Það þýðir ekki að biðja um
það, sem ekki er hægt.
— Þú kemur með mér, þegar þú veizt
hvernig í öllu liggur, hugsaði Sofia Petr-
ovna.
Þegar hún hafði ákveðið að fara, hvað
sem það kostaði, fann hún, að hún var úr
allri hættu. Hugsanir hennar urðu smám
saman skýrari; það glaðnaði yfir henni við
þessar hugsanir, því að hún fann, að
hversu mikið sem hún hugsaði um þetta
og dreymdi, mundi hún eigi að síður fara.
Á meðan maðurinn hennar svaf, færðist
rökkrið yfir.
Hún sat í dagstofunni og lék á píanóið.
Hin aukna umferð úti, hljóðfærasláttur-
inn, en umfram allt, sú hugsun, að hún
væri skynsöm kona, að hún hefði sigrazt
á erfiðleikum sínum, komu algerðu jafn-
vægi á skap hennar. Aðrar konur, sagði
róleg samvizka hennar, hefðu sennilega
misst vald yfir sér, gersamlega kom-
izt úr jafnvægi, en hún hafði næstum dáið
af blygðun, hafði liðið sálarkvalir, og var
nú að flýja hættuna, sem ef til vill var alls
ekki til! Hún var svo hrifin af hreinlyndi
sínu og stefnufestu, að hún skoðaði sig
tvisvar eða þrisvar í speglinum.
*
Um kvöldið komu gestir. Karlmennirnir
settust að í borðstofunni og fóru að spila.
Konurnar sátu kyrrar í dagstofunni eða
úti á svölunum. Síðastur kom Ilyin. Hann
var þungbúinn, önuglyndur og sjúklegur
útiits. Hann settist í sófahornið og hreyfði
sig ekki þaðan allt kvöldið. Hann, sem var
venjulega glaðlyndur og skrafhreyfinn,
var nú þögull, brúnaþungur og nuddaði
augabrýrnar. Þegar á hann var yrt, brosti
hann með erfiðismunum og svaraði höstu-
lega. Fjórum eða fimm sinnum sagði hann
einhver gamanyrði, en þau voru nöpur og
særandi.
Sofiu Petrovnu virtist hann vera að
missa stjórn á sjálfum sér. Nú fyrst, þar
sem hún sat við píanóið, varð henni fylli-
lega ljóst, að þessum vesalings manni var
þetta bláköld alvara, að sál hans kvaldist,
og að hann gat ekki fundið frið. Hennar
vegna sóaði hann beztu árum æfi sinnar,
atvinnu sinni og peningum, yfirgaf móður
sína og systur, og það sem verst var, sleit
sér út i kveljandi baráttu við sjálfan sig.
Það varð að taka hann alvarlega.
Þessi vissa olli henni á þessu augnabliki
svo mikils sársauka, að ef hún hefði farið
til hans og sagt: — Nei, mundi svo mikill
máttur hafa verið í röddinni, að erfitt
hefði verið að óhlýðnast. En hún fór ekki
til hans og sagði ekkert — datt jafnvel
ekki í hug að gera það. Dutlungar og eigin-
girni æskunnar höfðu aldrei verið eins
áberandi í framkomu hennar og þetta
kvöld. Hún vissi, að Ilyin var óhamingju-
samur og að hann sat í sófahorninu, eins
og á glóðum. Hún vorkenndi honum, en
jafnframt fyllti nærvera hans, — manns-
ins, sem elskaði hana svona ákaft, — sál
hennar sigurhrósi, og meðvitund um mátt
sinn. Hún fann til æsku sinnar, fegurðar
og ósigrandi dyggðar, og af því, að hún
hafði ákveðið að fara, gaf hún sér lausan
tauminn þetta kvöld.
Hún lék á als oddi, hló og söng, ýmist
fagnandi eða ástríðuþrungið. Hún gerði
sér gaman úr öllu. Hún skemmti sér við
endurminninguna um atburðinn á bekkn-
um í skóginum, og varðmanninn, sem horft
hafði á. Hún skemmti sér við gestina og
hin nístandi gamanyrði Ilyins, við prjón-
inn i hálsklútnum hans, sem hún hafði
aldrei tekið eftir fyrr. Það var rauður
höggormur með demantsaugum á prjón-
inum. Henni fannst höggormurinn svo
skemmtilegur, að hún hefði getað kysst-
hann.
Sofia Petrovna söng með titrandi röddu,
með ögrandi kæruleysi, eins og hún væri
ölvuð, og hún valdi sorglega, angurværa
söngva, söngva um glataðar vonir, horfna
fortíð og elli, eins og hún væri að hæðast
að sorg einhvers annars. ,,Og ellin kemur
nær og nær“, söng hún. Hvað var ellin í
hennar augum?
— Ég er víst ekki eins og ég á að mér
að vera, hugsaði hún öðru hvoru gegnum
hláturinn og sönginn.
Gestirnir fóru um tólfleytið. Ilyin fór
síðastur. Sofia Petrovna var enn nógu
kærulaus til að fylgja honum niður í neðsta
þrepið á svölunum. Hana langaði til þess
að segja honum, að hún væri að fara í
burtu með manninum sínum, og sjá, hvaða
áhrif það hefði á hann. Tunglið var á bak
við skýin, en það var nógu bjart til þessr
að Sofia Petrovna gat séð, hvernig vind-
urinn blakaði til frakkalöfunum hans og
sóltjaldinu á svölunum. Hún gat einnig
séð, hvað Ilýin var fölur, og hvernig hann
fitjaði upp á efri vörina og reyndi að brosa.
— Sonja, Sonitchka .... ástin mínr
hvíslaði hann og varnaði henni þess að
tala. — Yndið mitt! Hjartað mitt!
I ofsakenndri blíðu, með grátstaf í rödd-
inni hellti hann yfir hana blíðuorðum, sem
sífellt urðu blíðari og blíðari, og hann þú-
aði hana jafnvel, eins og hún væri kona
hans eða frilla. Alveg óvænt tók hann ann-
arri hendinni utan um mitti hennar og með
hinni um olnbogann.
— Dýrgripurinn minn! Yndið mitt!
hvíslaði hann og kyssti hana aftan á háls-
inn. — Vertu hreinskilin, komdu með mér
undir eins!
Hún losaði sig úr örmum hans og lyfti
höfðinu til þess að gefa reiði sinni útrás.
En reiðin vildi ekki koma, og allar hinar
marglofuðu dyggðir hennar og hreinlífi
var aðeins nægilegt til að hjálpa henni að
stynja upp þeim venjulegu orðum, sem