Vikan


Vikan - 21.09.1939, Side 16

Vikan - 21.09.1939, Side 16
16 VIKAN Nr. 38, 1939 hvoru komu heim til mín, og þar var það eitt sinn í setustofu minni, sem ég sá móður ykkar, í fyrsta skipti. Ég festi ást á henni og í hjarta mínu vaknaði löngun til að kvænast henni. Ég bað hennar og hún tók mér. Nú var ég kominn í gildru. Ég verð að kvænast þeirri konu, sem ég elska, þrátt fyrir það, að ég sé barnsfaðir annarrar konu. Eða þá að segja henni frá öllu eins og það var og þar með að missa hana, missa hamingju mína og framtíð — allt. Því foreldrar hennar, sem litu mjög stórt á sig, mundu aldrei samþykkja giftingu okkar, ef þau fengju að vita um barnið. Mánuður leið, hræðilegur, óendanlegur tími. I heilan mánuð píndist sál mín af alls konar ógnarmyndum, sem herjuðu á siðferðisþrek mitt. Hugsanir, sem rifu og slitu hverja taug, sátu um mig hvert ein- asta andartak. Ægilegt hatur reis upp í sál minni. Hatur á syni mínum, þessari litlu, ósjálfbjarga veru, sem þvergirti leið mína svo, að ég komst ekki neitt. Tvískipti lífi mínu. Dæmdi mig til algjörlega gleði- snauðrar tilveru, þar sem enginn vonar- neisti sást, ekkert, sem minnti á yndisleik þess að vera ungur. Þá veiktist móðir ástkonu minnar, og ég varð einn eftir hjá barninu. Það var í desembermánuði og hræðilega kalt. Þvílík nótt! Ástkona mín var nýfarin. Ég hafði borðað aleinn í litlu dagstofunni og fór því næst hljóðum skrefum inn í herbergið, þar sem barnið svaf. Ég dró hægindastólinn að arninum og settist þar. Úti næddi frostkaldur vindurinn og hristi gluggarúðurnar. Út um gluggann sá ég stjörnurnar glitra með þessum tindrandi geislum, sem aðeins sjást á frostköldum nóttum. Og þá, er ég sat þama einn fyrir framan arininn og hlustaði á storminn kveina við gluggann, settist að mér öll sú angist og kvöl, sem ég hafði liðið þennan síðasta mánuð. Hún smaug inn í sál mína, nag- aði mig eins og ormur, hélt mér í klóm sínum eins og sogarmar kolkrabbans nísta bráð sína. Hræðsla, angist og kvöl, er þrýsti sér inn í hug minn, þaut um líkam- ann, henti sér yfir mig eins og hungrað óargadýr. Ég reyndi að hrista þetta af mér, opna hug minn fyrir öðmm hugsun- um, eins og maður opnar gluggann sinn að morgni dags til að hleypa út þungu svefnloftinu. En allt var árangurslaust, ég losnaði ekki úr þessum viðjum, ekki eitt einasta andartak. Ég veit ekki, hvernig ég á að lýsa þeim hræðilegu kvölum, sem ég leið. Þær mögnuðu sál mína, hvert einasta and- artak fann ég viðja þeirra þrengja sér fast- ar og fastar um hug minn með ægiregum sársauka. Það var ægikvöl bæð fyrir líkama og sál. Líf mitt var eyð lagt. Hvernig átti ég að losna úr þessum vand- ræðum? Hvernig átti ég að fara að því að draga mig í hlé? Átti ég að játa allt? Ást min á móður ykkar gekk vitf'rringu næst, og einmitt það gerði þessa h'ndrun enn þá skelfilegri. Einhver ægileg æsing greip mig. Ég fann, hvernig hálsvöðvamir herptust sam- an. Æsing, sem helzt mátti líkja við vit- firringu, já — vitfirringu. Ég var viti mínu f jær þá nótt. Barnið svaf. Ég reis á fætur og starði á andlit þess. Það var hann, sonur minn, fæðing þessarar ósjálfbjarga veru, sem fleygði mér út í vonlausa ógæfu. Hann svaf, með opinn munninn, dúðaður í ábreið- unum, svaf í vöggunni, sem stóð hjá rúm- inu, þar sem ég gat ekki sofið. Hvernig gat ég gert það, sem ég gerði? Veit ég það? Hvaða ægiafl var það, sem stjórnaði mér, hvaða myrkraöfl gistu sál mína? Ó! freistingin þaut um hug minn, án þess að ég gæti gert mér nokkra grein fyrir, hvernig hún varð til. Það eina, sem ég man, er, að hjarta mitt sló með ofsa- hraða, það fór hamförum. Ég heyrði slög þess eins og þung hamarshögg bak við þunnan vegg. — Já, það eina, sem ég man, er — hjartslátturinn. Allar hugsanir mínar voru á ringulreið, í ægilegum hrærigraut, þar sem engin heil- brigð skynsemi fannst. Ég lifði nú eitt þessara andartaka, þegar hræðsla og of- sjónir hugans ræna manninn allri stjórn, allri skynsemi, gera hann að viljalausu verkfæri annarlegra áhrifa. Ég lyfti varlega rúmfötunum, sem huldu líkama barnsins míns og fleygði þeim á fótagaflinn, stóð svo og horfði á nakinn líkamann, því næst læddist ég að glugg- anum, hægt — svo hægt — og opnaði hann. Vindurinn þaut inn um gluggann, ís- kaldur vindur, eins og morðingi æddi hann inn í herbergið, svo að ég hörfaði til baka. Ljós kertanna blöktu. Ég stóð við glugg- ann, eins og ég væri negldur við gólfið, þorði ekki að snúa mér við af hræðslu við að sjá eitthvað gerast á bak við mig. Ég fann frostnapran vindinn næða um gagn- augun, eins og ísnálar snertu andlit mitt og hendur. Þetta dauðaþrungna loft, sem viðstöðulaust streymdi inn í herbergið. Þannig leið löng stund. Ég hugsaði ekki neitt. Stóð bara kyrr án ætlunar eða vilja. Svo allt í einu hrökk ég við, vaknaði til meðvitundar við það, að barnið hóstaði, ég skalf frá hvirfli til ilja. Jafnvel nú á þessu augnabliki finn ég þennan skjálfta fara um hársrætur mínar eins og napran næðing. Með æðisgenginni hreyfingu skellti ég aftur glugganum, sneri mér við og stökk að vöggunni. Hann svaf með opinn munn- inn. Ég tók um fætur hans, þær voru ís- kaldar. Ég breiddi rúmfötin ofan á hann. Allt í einu lægði storminn í sál minni, ég varð svo bljúgur, fylltist meðaumkun, viðkvæmni og ást gagnvart vesalings hvít- voðungnum, sem ég hafði reynt til að myrða. Ég þrýsti heitum, löngum kossi á höfuð hans og settist svo aftur við arin- inn. Ég hugsaði með skelfingu um það, sem ég hafði gert. Undrandi spurði ég sjálfan mig, hvaðan þetta ofviðri sálar- innar kæmi, þessi tryllingur, sem rændi mann allri skynsemi og sjálfstjórn, þessi augnablik, þegar maðurinn undir áhrifum ægilegrar vitfirringar veit ekki, hvað hann gerir eða hvert hann fer, er hrakinn áfram ósjálfbjarga eins og skip í hvirfilbyl. Aftur hóstaði barnið. Ég hrökk við eíns og ég hefði verið stunginn í hjartað. Ef það dæi nú! Ó! Guð minn! Guð minn! Hvað yrði þá af mér? Ég reis á fætur til að gá að honum, beygði mig yfir vögguna með kerti í ann- arri hendinni. Ég sefaðist dálítið, er ég sá, að hann dró andann reglulega, en þá hóst- aði hann í þriðja sinn, ég hrökk aftur á bak, gripinn hræðilegum ótta, eins og maður, sem allt í einu sér einhverja voða- sýn, og missti kertið á gólfið. Þegar ég rétti úr mér eftir að hafa tekið upp kertið, fann ég, að gagnaugu mín voru rennblaut af svita, — svita, sem var hvort- tveggja í senn, heitur og kaldur. Það var eins og þessi hræðilega sektarmeðvitund, hin ólýsanlega þjáning hins seka, sem bók- staflega fer um sálirnar eins og eyðandi eldur og helnapur vindur, píndi ískaldan svitann út um höfuð og líkama. Fram að dögun sat ég við vögguna. Hraktist milli.vonar og ótta. 1 hvert skipti, sem hann andaði rólega dálitla stund, lægði hræðsluna í hug mér. En svo, þegar sótt- kenndur hóstinn kvað við í dauðakyrru herberginu, fór skelfingin um hug minn eins og kuldahrollur. Þegar hann vaknaði um morguninn, voru augu hans rauð og þrútin. Það leyndi sér ekki, að hann var veikur. Þegar þjón- ustustúlkan kom, sendi ég hana strax eftir lækni. Eftir klukkustund var hann kominn og þegar hann hafði skoðað barnið, spurði hann: — Hefir því orðið kalt? — Nei, það held ég ekki, stamaði ég og skalf eins og gamalmenni. Því næst spurði ég: — Hvað haldið þér, að þetta sé, haldið þér, að það sé nokkuð alvarlegt? — Ég veit það ekki ennþá, svaraði hann. — Ég skal koma aftur í kvöld. Hann kom aftur um kvöldið. Sonur minn hafði legið allan daginn í hálfgerðu móki, síhóstandi. Um nóttina fékk hann lungnabólgu. Tíu dagar liðu. Ég fæ ekki lýst því, hve ég leið þessar óendanlegu klukkustundir frá morgni til kvölds og kvöldi til morguns, alltaf sama angistin, — — já, orðvana þjáning. Hann dó.---------- Síðan, frá því augnabliki, hefir ekki liðið ein klukkustund, nei, ekki ein klukkustund án þess, að ég hafi fundið þessa sárbeizku minningu fara um hug minn. Þessa endur- minningu, sem nagar sál mína, rífur hana og tætir í sundur. Starir á mig stirðnuðum ógnaraugum úr djúpum sálar minnar eins og ægilegt óargadýr, geymt í mínu eigin brjósti. Ó! Bara, að ég hefði misst vitið! Monsieur Poirel de la Voulte þurrkaði gleraugun. Það var venja hans, er hann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.