Vikan


Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 21.09.1939, Blaðsíða 17
Nr. 38, 1939 VIKAN 17 lauk skjalalestri. Þau þrjú störðu hvert á annað, föl og hreyfingarlaus. Eftir andar- taks þögn sagði lögfræðingurinn: — Þetta bréf verður að eyðileggja. Systkinin hneygðu höfuðin samþykkj- andi. Hann kveikti á kerti. Síðan aðgreindi hann blöðin, sem hin hættulega játning var skrifuð á, frá sjálfri erfðaskránni. Vafði svo blöðunum saman, kveikti í þeim yfir brennandi kertinu og fleygði þeim logandi á arinristina. Þau störðu á blöðin brenna upp. Eftir stutta stund voru þau aðeins öskuhrúga. Samt voru enn smá- tætlur, sem enn geymdu innihald sitt. Með fátkenndri hreyfingu stóð dóttirin á fætur og trampaði með tánni á öskuleyfarnar, svo að þær féllu niður um ristina. Þau stóðu um stund við arininn eins og þau væru hrædd um, að leyndarmálið, sem þau höfðu brennt, slyppi úr höndum þeirra upp um reykháfinn. MUNAÐARLEYSINGINN Frh_ af blg_ 9 Þegar bræður hans voru farnir, sagði frú Miller honum að fara að leika sér. — Hann reyndi, en hafði ekkert gaman af því. Oftast sat hann úti í horni og starði fram fyrir sig. Roger tók einn eftir því, hvað Dick hor- aðist. Eitt kvöldið þegar þau höfðu lokið snæð- ingi, lagði Roger blaðið frá sér og ræksti sig svo kröftuglega, að Dick, meira að segja, leit undrandi upp. — Við Kathleen ætlum að gifta okkur, sagði Roger. Dick fannst þetta ekkert athyglisvert, en Stan og Johny stóðu upp og tóku í hönd hans. — Hvenær? spurði Stan. — Strax og hægt er. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ég hefi fengið frí á skrif- stofunni í hálfan mánuð, frá laugardeg- inum að telja. — Hvað heldurðu, að frú Miller segi? Dick, hvernig lízt þér á að fá nýja . .. Dick fékk aldrei að vita, hvað Johny ætlaði að segja, því að Roger greip fram í fyrir honum. — Þú fyrirgefur, Johny, sagði Roger. — En ég held, að bezt sé að segja honum ekkert. Við Kathleen höfum talað um þetta. Hún segir, að hann sé svo ungur, að hann gleymi þessu, ef hann sé með ein- hverjum, sem þreytist ekki á að hlusta á hann og leika við hann. Dick skyldi ekki um hvað þeir voru að tala. Hann geispaði og vildi hátta. Roger fór á laugardaginn. Bræður hans fylgdu honum út í vagninn. Hann faðm- aði Dick og bað hann að vera þægan. Dick kinkaði kolli. En skyndilega kólnaði hann upp af hræðslu. Hann mundi, hvernig mamma fór og kom aldrei aftur og nú var Roger að fara. Hann ríghélt í Roger, og Stan varð að taka hann með valdi, svo að Roger kæmist af stað. ii 11111111111111 m m 11111111111 Gréta í Asi. [ Gréta í Ási, ljós, er leiftra í lindum tærum augna þinna. Er það tálblik eða göfgi, sem andinn gefur þá til kynna? Gréta í Ási ögrar drengjum, ástríkt bros á munni fríðum. — Er það gleði eða hræsni, i sem andlitsfall þitt sýnir tíðum? 1 Gréta í Ási, brjóst þín bærast bljúgt, ef lyftir örmum nettum. Er slík hreyfing ögrun, hvatning, i sem ástir veitir drengjum settum? e Gréta í Ási, yfir þinni ásýnd hvíla litir tignar. i Er það meðfædd æskufegurð eða farðabylgjur lygnar? Gréta í Ási, áttu vonir, æskudrauma, framtaksmóðinn ? i Tengist hjarta öðrum ástum — eða þess, sem kveður ljóðin? Jónatan Jónsson. | Dick grét og lét ekki huggast. — Auðvitað kemur Roger aftur, sagði Stan. — Og þá verður þú ánægður, — bíddu bara! Dick beið. Þegar Roger var farinn, var allt húsið gert hreint. Frú Miller var svo önnum kafin, að hún gleymdi stundum að gefa Dick morgun- matinn. Loksins var hreingerningunum lokið, og frú Miller sýndi Stan og Johny húsið. Dick hljóp á eftir þeim. Stan brá við, þegar hann sá, hvað Dick var fölur og aumingja- legur. — Roger kemur í dag, Dick, sagði hann hughreystandi. Dick sagði ekkert. Hann trúði því ekki. Mamma sagðist líka koma, en hún kom ekki — og Roger kæmi ekki heldur. Dick vissi það. Stan klæddi Dick í sparifötin, þvoði hon- um og burstaði hár hans. — Óhreinkaðu þig nú ekki, sagði Stan. Dick sat dálitla stund við gluggann, en hann syfjaði. Hann læddist upp, lagði sig í rúmið sitt og sofnaði. Þegar hann vaknaði heyrði hann mik- inn hávaða í húsinu. Dick stökk fram úr rúminu og læddist fram að stiganum. Hann heyrði fótatak og faldi sig. — Vertu kyrr hér uppi, heyrði hann Roger segja. — Ég skal finna hann. Hjartað í Dick barðist af fögnuði. Roger var kominn heim. Hann ætlaði að fara að hlaupa í fangið á Roger, þegar hann sá sjón, sem gerði hann undrandi. Hann hreyfði sig ekki á meðan Roger gekk fram hjá honum. Dyrnar að herberginu hennar mömmu stóðu opnar, og sólin skein inn um opna gluggana eins og áður. Dick gekk fram úr felustaðnum og nam staðar á þröskuldinum. I herberginu stóð kona. Hún sneri baki að honum. Dick horfði forvitnislega á hana. Og — þegar hann var að hugsa um að færa sig nær, sneri hún sér við. Þau horfðu lengi hvort á annað. Dick brosti ósjálfrátt til hennar. Hann gleymdi því, að hann þekkti hana ekki og hljóp í faðm hennar. Hún lyfti honum upp, þrýsti honum að vanga sínum og hvíslaði blíðlega: — Elskan mín. Dick lokaði augunum. Hann skildi ekki neitt í neinu, en vissi bara, að hann var ekki lengur einmana og yfirgefinn. Hann hafði einhvern veginn eignazt mömmu. 5 minútna saga: ÁST OG MÁLLEYSA. Framh. af bls. 10. svo gott sem brotizt inn á mig til þess rukka mig fyrir kampavínið, sem Hans hafði trakterað á kvöldið áður. Þá stóðst ég ekki lengur mátið, varð mér til skamm- ar með því að dangla í kollinn á mér eldri manni og skauzt af stað til þess að verða þó að minnsta kosti svaramaður í kirkj- unni, úr því sem komið væri. Þegar ég kom í kirkjuna voru þau Hans og Fríða komin á fremsta hlunn með að leggja út í hjónabandið. — Nú, karl minn, ég er maður, sem kann að taka góðu gamni, ef því er að skipta, en ég var búinn að týna farseðlin- um til Konstantínópel, þurfti sennilega að borga allt kampavínið og ef til vill sekt fyrir árás á saklausan mann. Það var meira en nóg. En þegar ég fór að líta betur á Hans, þar sem hann státaði í kjól og hvítu upp við altarið og sá, að þetta var kjóllinn minn, sem hann hafði flegið utan af mér sofandi, þá gleymdi ég allri virð- ingu fyrir siðvenjunum. Það varð svoleiðis uppistand í helgidóminum, að annað eins hefir ekki komið þar fyrir síðan á mið- öld, að þar voru rofin kirkjugrið. Ég gaf engin grið og lögreglan dróg Hans út úr helgidóminum rétt eins og hveitibrauð úr bakaraofni. Það urðu alveg hausavíxl í þessu kirkjubrúðkaupi. — Og Fríða? spurði ég. — Rasandi, sagði Bill — alveg —. Hann hætti og ég leit á stúlku, sem var að koma til okkar. — Elskan mín, sagði Bill og tók í hendi hennar. — Þetta er kunningi minn. Hann heitir--------og þetta er konan mín. — Ég eru so aldeilis, sagði hún, og Bill lagði eyrun við sænsk-enskunni, himinlif- andi. — Það eru gaman að kynnast yður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.