Vikan


Vikan - 21.09.1939, Side 18

Vikan - 21.09.1939, Side 18
18 VIKAN Nr. 38, 1939 BRÉFIÐ. i * .±! ± i Jæja? Victor Lassie horfði rannsakandi á einkanjósnarann, sem kom inn í vinnustofu hans. — Við og við, svaraði hann, — neyðist maður til að taka eitthvað af þeim, sem maður á að njósna um. Þegar konan yðar fór út úr sporvagninum áðan, sá ég mér fært að taka þetta bréf upp úr töskunni hennar. Kannske yður langi til þess að lesa það? — Páið mér það, sagði Victor stuttara- lega. Einkanjósnarinn rétti honum bréfið, sem hann þreif með áfergju. Á umslaginu stóð aðeins: Hr. Paul Grodet. Rithönd frúarinn- ar var á bréfinu. Victor las nafnið hvað eftir annað á meðan njósnarinn talaði: — Mér fannst réttast að afhenda yður bréfið strax. En ef þér vilduð, ætti að vera hægt að fá nánari upplýsingar um mann- inn. — Þér skuluð bíða með það, þar til ég hefi kynnt mér efni bréfsins, svaraði Victor. — Ef til vill er þetta ekkert. Ann- ars læt ég yður vita. Njósnarinn kvaddi og fór. Victor Lassie langaði aðeins til þess að vera í ró og næði. Hann hefði auðvitað getað opnað bréfið í nærveru njósnarans, en undir slíkum kringumstæðum er óþægi- legt að hafa vitni. Þegar hann var einn eftir, sneri hann bréfinu í sífellu á milli fingranna og hik- að við að opna það, þó að hann langaði til þess að vita, hvað í því stæði. Hann hafði ákveðið að opna það, þegar útidyrahurðinni var skellt og fótatak konu hans heyrðist í forstofunni. Hann stakk bréfinu í flýti í jakkavasa sinn. Andartaki síðar kom frú Lassie inn í vinnuherbergi manns síns. Hún heilsaði GEORG — EÐA HINRIK? Framh. af bls. 8. og sagði henni, að ungur maður vildi tala við hana. Hún hrökk við, þegar Hinrik kom inn. Hún varð fyrir vonbrigðum. Það fyrsta, sem hún gerði var að sækja sjálfblekung- inn og afhenda honum hann. — Þakka þér fyrir! hrópaði Hinrik. — Þú léttir þungum steini af hjarta mínu. Ég hefi leitað að honum um allt, en allt í einu datt mér í hug, að ég hefði skilið hann eftir hjá þér. Þetta er nefnilega sjálfblek- ungurinn hans Georgs. Hann lánaði mér hann í gær. Hann leit undrandi á Elínu, vegna þess að hann skildi ekki, hvers vegna hún hló eins og hún gerði. honum ástúðlega og sagði honum, hvað hún hefði haft fyrir stafni um daginn. Á meðan hún talaði, horfði Victor rann- sakandi á hann, en svipur hennar bar hvorki vott um kvíða né ótta. Og samt fannst honum, að hún hlyti að hafa tekið eftir því, að bréfið var horfið úr töskunni. Hann vissi ekki, hvað hann átti að halda. Annað hvort var hún snillingur í að leika eða hún hafði góða samvizku. Þegar hún var farin, tók hann bréfið upp, las enn einu sinni utanáskriftina og tók að snúa því á milli fingranna. Lang- aði hann nú í alvöru til þess að fá sann- anir fyrir ótryggð hennar? Hafði hann í raun og veru nokkra ástæðu til þess að gruna hana? Þorði hann að horfast í augu við sannleikann ? Hann hafði gert sér mikið ómak til þess að fá sannanir----------og nú langaði hann ekki til þess að fá þær. Hvor þjáningin var verri------vissan eða efinn? Þriðji möguleikinn var til: að innihald bréfsins sannfærði hann um, að grunur hans hefði ekki við neitt að styðjast. Auð- vitað var það þannig. En samt sem áður var trú hans ekki nógu sterk til þess, að hann þyrði að hætta á það. Hann sá ekki nema eitt ráð: að bíða. Ekkert lá á. Hann gat fengið sannanir, hvenær sem hann vildi. Hann varð að bíða til morguns. Hann ýtti umslaginu niður í skrifborðsskúffuna og lokaði henni með lykli. Við miðdegisverðinn sást ekkert á frú Lassie. Hún var góð og eðlileg. Um kvöld- ið spjallaði hún við mann sinn um leið og hún prjónaði, spurði hann um vinnuna, gerði að gamni sínu og hló. Af konu að vera, sem veit, að allt hefir komizt upp, sýndi hún óvenjulega sálar- ró. Kannske hafði hún alls ekkert að á- saka sig fyrir eða hún lét hverjum degi nægja sínar þjáningar? Næsta dag opnaði Victor ekki bréfið og ekki heldur næstu daga. Annað veifið tók hann það fram úr skúffunni og starði á það. Síðan lét hann það renna á ný ofan í skúffuna, og um leið var eins og þungum steini væri létt af hjarta hans. Hann tók að velta stöðu sinni fyrir sér til þess að friða samvizku sína. Ef hann opnaði bréfið og fengi sannanir, hvað þá? Ef hann léti það vera, gæti hann lifað ró- legu og friðsamlegu lífi eins og áður. Hann gæti haft heimili sitt og konu, sem alltaf var góð og blíð, eins og áður. Hún var alltaf góð og ástúðleg og lifði fyrir mann sinn og heimili-----og þetta ætlaði hann að eyðileggja með htlum bréfsnepli. Victor opnaði aldrei umslagið. Hann skoðaði það sjaldnar og sjaldnar. Að lok- um gleymdi hann því. Að minnsta kosti skoðaði hann það aldrei. Smám saman náði hann sér. Hann mundi aðeins einstöku sinnum eftir því, að í skúff- unni lá bréf------eitthvað leiðinlegt, sem hann varð að brenna. Hr. og frú Lassie voru orðin gömul. En þau sáust alltaf saman, og hjónaband þeirra var fyrirmyndarhjónaband. Kvöld eitt, þegar Victor var einn í vinnu- herberginu, mundi hann allt í einu eftir bréfinu. Hann varð að skoða það. Það var eins og eitthvert ósýnilegt afl ræki hann til þess. Hann opnaði skúffuna og tók upp bréfið, sem hafði valdið honum svo mikilla óþæginda. Hann las utanáskriftina eins og hann hafði gert svo oft áður. En hvað það var annars langt síðan, að hann hafði haldið á því í hendinni ? Nú fengi það ekkert á hann, hvað sem í bréfinu stæði. Reyndar hefði það aldrei getað eyðilagt hjónaband þeirra. Lítil hreyfing, skurður með blaðahnífn- um-------og hann vissi, hvað í bréfinu stæði. En hann gerði þetta ekki. Nei, hann ætlaði að rífa það í smásnepla, og svo væri það búið. En hann gerði það ekki. Reyndar hafði hann tekið utan um það með báðum hönd- um-------, en hann gat ekki frekar en áður ákveðið sig. Og enn einu sinni lét hann það renna niður í skúffuna. Næsta dag lá hann dáinn í rúminu sínu. Sorg frú Lassie var eins mikil og sorg þeirra, sem missa sinn bezta vin. Að jarðarförinni lokinni tók hún að blaða í skjölum manns síns. Það var ekkert erfitt, þar sem allt var í röð og reglu. Á meðal skjalanna fann hún lokaða umslagið með sinni eigin rithönd. Hún las heimilisfangið: Hr. Paul Grodet, sneri umslaginu fyrir sér eins og maður hennar hafði gert. Settist síðan niður and- artak og starði undrandi fram fyrir sig. Hún brosti angurvært, þurrkaði nokkur tár í burtu og fleygði bréfinu skyndilega í eldinn. Það fuðraði upp og varð að ösku. Þegar örkin hans Nóa strandaði á Ararat, skipaði Nói dýrunum að ganga í land eftir stærð. Hópurinn lagði af stað, og var fíllinn í broddi fylkingar. Síðust gekk flóin, því að hún var minnst. Hún var óþolinmóð að komast í land og þegar hún gat ekki stillt sig lengur, tók hún undir sig stökk og lenti aftan á fílnum. Fíllinn sneri rananum og sagði reiðilega: — Viltu hætta að ýta á! — Hefir þú heyrt þessa um stúdentinn, sem kom fullur heim og hellti úr vatns- fatinu út um gluggann, og þegar einhver æpti niðri á götunni, fór hann út í glugga og sagði: — Fyrirgefið, ég sá yður ekki í vatnsfatinu. — Nei, ég hefi ekki heyrt hana. Hvernig er hún?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.