Vikan


Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 12.09.1940, Blaðsíða 1
Nr. 37, 12. september 1940 Vik í spegil, madur! Frumstæðar þjóðir láta sjald- an í Ijósi skoðanir sínar á Evrópumönnum í berum orð- um, en í listrænni túlkun sinni á hinum hvíta manni geta þeir ekki leynt tilfinningum sínum og hugsunum og í gegnum hana verðum við margs vísari. EJjjtbi phófi. cbi. 'Jujdius £. JjjpS' Allt frá því að Evrópumenn byrjuðu að rannsaka heim hinna frumstæðu þjóða, hafa bækur um menningu og lifnaðarhætti þeirra flætt yfir bókasöfn heimsins. Evrópumenn hafa gert sér ákaf- lega mikið far um að kynna sér menningu hinna innfæddu frá öllum hliðum, komast til botns í henni og skilja hana. List þeirra hefir líka mikið verið rædd, en skilgrein- ingin á henni hefir oftast verið næsta yfirborðskennd og stundum beinlínis röng, til þess að ekkert gæti komið fram, sem talist gæti hættulegt sjálfsvirðingu hins hvíta manns. Evrópumanninum fannst það vera fyrir neðan virðingu sína að skeyta nokkuð um það, hverjum augum svarti, rauði eða guli kynstofninn liti á menningu Evrópu. Við ■höfum sjaldan fengið að heyra álit hinna innfæddu á hvítum mönnum eins og það lýsir sér í þessu orðatiltæki, sem komið er frá vesturströnd Afríku: ,,Þú þværð þér eins og hvítur maður — aðeins í framan og um hendur.“ Og það er helzt ekki um það talað, að í dansi og leikjum hinna inn- fæddu er hinum hvíta manni oft lýst sem fífli og dregið dár að sérkennum hans. En Framh. á bls. 12\ Hinn frumstæði listamaður gerir ekki skopmynd- ir — hann sér öðruvisi en við. Þessi mynd af hvítum manni á hestbaki, sem gerð er af innfædd- um manni í Tongo í Vestur-Afríku, er í okkar augum skopmynd, en það er alls ekki víst, að sú hafi verið ætlun listamannsins. Skýringin er sú, að augu hins frumstæða manns eru skyggnari en okkar. Hann gerir ekki það, sem við köllum nákvæma eftirlíkingu, heldur dregur fram ákveð- in séreinkenni og skapar myndina utan um þau.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.